— GESTAPÓ —
Ljóð-Línan
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 88, 89, 90  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 9/8/05 07:21

Hér setur hver setur inn eina ljóð-línu, hvernig skyldi það enda.

Hugsjónum þeim halda ei bönd.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/8/05 11:48

Hugsjónum þeim halda ei bönd.
Höfuð setja að veði.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/8/05 12:27

Hugsjónum þeim halda ei bönd.
Höfuð setja að veði.
Æða þeir um ókunn lönd

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 9/8/05 12:42

Afsakið meistarar Voff og Skabbi, en mér finnst að strax í annari ljóðlínu fari samhengið úr skorðum. Eins og Voff sé að tala um hugsjóna- menn en ekki hugsjón. Og Skabbi heldur því svo áfram. Þó hugsjónir geti hugsanlega, sett höfuð að veði. Þá talar Skabbi í framhaldinu um þá.
Eða misskil ég fyrstu línu, eða jafnvel alltsaman?

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 9/8/05 13:48

Elsku besti dordingull minn, held að þú meinir vel en þessi leikur er svona, hann á að fara sína leið, hér getur t.d. síðasta línan tengt þetta allt saman eða ekki, sjáum bara til. Fyrir utan að varla eru til hugsjónir, sjálfsprottnar eða innrættar, án höfuðs og þeirra sem bera höfuðin og hugsjónirnar, um lönd og strönd.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 9/8/05 14:02

Kannski átta ég mig ekki á þessu. Er þá í lagi að síðasta línan sé út í bláinn?
Kettir út í beði. t,d.?

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/8/05 14:06

Ég las þetta þannig að hugsjónirnar halda þeim ekki í böndum...

Auðvitað er best að það sé eitthvað vit í þessu, en eigum við ekki að halda áfram með þetta?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 9/8/05 14:19

Jú. Hættur.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 9/8/05 14:23

Hugsjónum þeim halda ei bönd.
Höfuð setja að veði.
Æða þeir um ókunn lönd
ana að dánarbeði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 9/8/05 14:28

Og næsta:

veit ég laglegt vísukorn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 9/8/05 14:30

Svona leiki kann ég að meta...

veit ég laglegt vísukorn
vangefinn ég er

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/8/05 15:01

veit ég laglegt vísukorn
vangefinn ég er
ljótur er og frekar forn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 9/8/05 15:07

veit ég laglegt vísukorn
vangefinn ég er
ljótur er og frekar forn
flugna- þekur -ger

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/8/05 15:11

Næsta:

Beinahrúgan bærði sig

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
spesi 9/8/05 15:18

Beinahrúgan bærði sig
blekbyttunni í

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 9/8/05 15:30

Beinahrúgan bærði sig
blekbyttunni í
Höfuðbeini henti í mig

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/8/05 15:35

Beinahrúgan bærði sig
blekbyttunni í
Höfuðbeini henti í mig
hló svo óttafrí

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 9/8/05 15:39

Næsta:

Slöngva hérna sleitulaust

LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 88, 89, 90  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: