— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 297, 298, 299 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 5/6/05 23:54

Þetta er sennilega áhersluleysis-ess þarna í miðjunni já. Ska(s)bbi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Trinidad 6/6/05 05:13

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Trinna varð að heilsa herra
Skasbbi hvernig annað fer,
pirraður a Skabba perra
puðast við að striða mer.

-------------------------------------------
Hallo Krummo!!!
------------------------------------------

Syfjaður a skipi minu
a leiðinni til Labadee,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 6/6/05 09:43

Tíminn hann er truntuhaus
tyggur lífsins hey
Skrúf'í kolli Krummós laus
„Kreysí þetta grey“

Skelfing þetta skrælnað líf
skammtar naumann djúsinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 6/6/05 11:22

Skelfing þetta skrælnað líf
skammtar naumann djúsinn
undan vindi ennþá svíf
engan fæ Landcruisinn

lífsbaráttan leikur mig
ljúft en þó er skortur

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 6/6/05 14:51

Stendur upp á stórum hól
stígvélaður köttur
við hlið hans stendur, klæddur kjól,
klæminn njarðarvöttur

skóli lífsins leiðist mér
leggja vil hann niður

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/6/05 14:52

skóli lífsins leiðist mér
leggja vil hann niður
Fastur er ég fullur hér
finnst það góður siður.

Hvað skal ger'er Gestapó
góða mun hér loka?

Líklega persónulegt met að yrkja botn og fyrripart á innan við mínútu, hvort einhver gæði sé á því, er svo annað mál...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 6/6/05 15:19

Hvað skal ger'er Gestapó
góða mun hér loka?

Þá skal brölt í baunamó
með bland í ælupoka.

Drottinn, gef mér glasið í,
guð minn, snöggur vertu.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/6/05 15:23

Drottinn, gef mér glasið í,
guð minn, snöggur vertu.
Ra minn vinur redda því
ráðagóður sértu

Óðinn skammtar skáldamjöð
skárstur er hann guða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 6/6/05 15:23

Drottinn, gef mér glasið í,
guð minn, snöggur vertu
kartöflur og kruðerí
kandífloss og tertu

Núnú.

Óðinn skammtar skáldamjöð
skárstur er hann guða.
Hann var forðum fremst í röð
forleggjara skuða.

fylltu staupið, fjótur nú
fleyttu yfir barma

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 6/6/05 15:47

fylltu staupið, fjótur nú
fleyttu yfir barma
Skemmtun dágóð dæmist sú
að drekka í sig varma.

Væri sjórinn eintómt öl
yrði' ég harla glaður

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/6/05 15:49

Væri sjórinn eintómt öl
yrði' ég harla glaður
Þá dæmdist ei sem djöfuls böl
ef dytt'í sjóinn maður

Víst er þó að vætan góð
varla myndi duga

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 6/6/05 15:58

Víst er þó að vætan góð
varla myndi duga
til að kveikja kærleiksglóð
kvendisins í huga.

Blóm og kransar kveikja í
konubrjóstum funa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 6/6/05 16:14

Blóm og kransar kveikja í
konubrjóstum funa
þeir sem tæpast tíma því
tuska kerlinguna

dönglum í þær drengir
drögum fléttum á

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 6/6/05 17:09

Dönglum í þær drengir
drögum fléttum á
Svá er klofið svengir
svuntur þeirra flá

Vildi einkum vera
vesír alveg grand

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 6/6/05 17:28

Komdu heilla karlinn Trinndi
komdu sæll og blessaður.
væni leistu vind í skyndi
en vertu ekki stressaður.,
-----------------------------------------
Vildi einkum vera
vesír allveg strand,
aðrir bagga bera
en bjargast samt í land

Úti gala stórir gaukar
grýðar sterkum róm,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sauða-Mangi 6/6/05 17:53

Úti gala stórir gaukar
grýðar sterkum róm.
Hræðilegir skíta-hraukar
hrella menn í skóm.

Nú er vota komið veðrið
verð'ykkur að góðu.

Sauða-Mangi • Húsvörður Baggalúts (bruggar í kjallaranum)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 6/6/05 20:04

Nú er [komið vota] veðrið ..... (víxlaði aðeins til að hafa stuðla ekki í lágkveðum)
verð'ykkur að góðu.
járnið blauta mæðist með ryð
meira fær af rjóðu

vot er grundin vaxa laukar
væla í sturtu þrestir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 6/6/05 20:08

vot er grundin vaxa laukar
væla í sturtu þrestir

því að enn og aftur Haukar
eru langtum bestir.

Man ég eina unga snót,
ást á henni festi

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 297, 298, 299 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: