— GESTAPÓ —
Áskorun um erfiljóð um Charles Bronson
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/9/03 08:41

Sjálfur er ég ekkert skáld en mig langaði að athuga hvort vilji væri fyrir hendi hjá skáldjöfrum þeim er hér yrkja, til þess að semja erfiljóð um kempuna stórkostlegu Charles Bronson. Fyrir alla muni leggið áherslu á fyrri hluta ferils hans, ekki þann seinni, þar sem hann elti bófa í göngugrind í Death Wish 5, það væri vanvirðing við Kúlið.

Með virðingu,
Hakuchi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 2/9/03 09:04

Bronson við vísundinn barðist
Boli var hvítur sem snjór
Helköld hetjan varðist
Haltur svangur og mjór

Baulaði náfölur boli
Belsebúbb um nótt
Svalur Kalli ei svoli
Svæfð'ann undur skjótt

Bronson nú búð er spil
Brattur á önnur mið
Heldur til grænni haga
Hvar hvítir vísundar naga

Vertu sæll hetjan mín.

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/9/03 10:12

Bravó Bravó!

GESTUR
 • LOKAР• 
voff 2/9/03 12:44

Brugðið er heimi, brestur og hrun
Bronson er horfinn, sá tvíeygði gosi.
Akademía Hollívúdd aldrei nú mun
afhenda Dauða-Óskar framar með brosi.

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 2/9/03 13:38

*sniff* *sniff* ‹Brestur í óstöðvandi grát›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/9/03 13:39

Þetta var ég sem var að fella tár yfir hjartnæmum kveðskap gest. Bölvað innsláttarkerfi.

GESTUR
 • LOKAР• 
Zaiwar 2/9/03 16:41

Hinir Mögnuðu Sjö og hin Tor-hreina Tylft
varð tárvot Einn Góðan Veðurdag í Vestri.
Á Flóttanum Mikla varð brugðið mjög og bylt
er Bronson var nefndur í dánarfregnalestri.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 2/9/03 17:51

Bronson er nú búinn
barasta að vera
reynist lífi rúinn
raun má stóra bera

Andafól með orfið
á 'ann vildi spæna
hans er vitið horfið
horfin burtu ræna

(orðsk. 'andafól með orfið' er auðvitað nútímamynd 'mannsins með ljáinn')

‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Dr.Barbapabbi
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Sulllur 3/9/03 06:39

Bronson hrumur loks sig lagði
og lífsins kvaddi spuna.
Orðin sem hann aldrei sagði
alltaf skal ég muna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/9/03 09:23

Bronson hann var brons stytta
brosið hans var gullið
barðist grimmt og góð skytta
glotti út í bullið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 3/9/03 13:00

Hetjan Bronson barðist
Bitur í rúminu og sár
Að lokum sáttur lagði
í loka feril sem nár

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Svörfuður 3/9/03 13:41

Bronson var eftir Bronson-hliði skírður
Buchinsky var hans rétta nafn
Af heiðri var hann aldrei rýrður
Helst ætti að fá um sig safn

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Hann er dauður, veslings kallinn
þannig fór nú það
dreirinn rauður, óhreinn skallinn
ætti að fara í bað

sanaatanasya dharma iti sanaatan dharmah
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: