— GESTAPÓ —
Ný mini-Stjörnustríðsmynd
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/5/05 19:18

Ég rakst á nýja Stjörnustríðsmynd.

Hópur stjörnustríðsnörda gerði myndina og verð ég að segja að hún er fjandi vel gerð. Reyndar ótrúlega vel gerð, miðað við að hún hefur varla kostað krónu.

Myndin þjáist reyndar af því sama og nýrri bálkur stjörnustríðsmynda, hún er illa leikin og illa skrifuð. Ég get hins vegar hæglega fyrirgefið amatör nördum fyrir að leika illa, enda ekki menntaðir í faginu og með litla reynslu. Ég á hins vegar bágt með að fyrirgefa Lucas og félögum, með alla sína smilljarða í veskinu.

Mér finnst þessi mynd sýna hvað hægt er að gera ótrúlega hluti með nýrri stafrænni tækni. Það er hægt að bera myndir sem líta út fyrir að vera miklu dýrari en þær eru.

Myndin sýnir líka að þrátt fyrir að fjöldi fólks virðist geta töfrað fram glæsilega tölvugrafík, er fjandanum erfiðara að skrifa gott handrit og framkalla almennilegan leik. Það er eitthvað sem stafræn tækni getur aldrei framkallað. Svoleiðis talent er vandfundinn. Því miður.

Þið getið hlaðað niður myndinni á tenglinum fyrir neðan. Myndin er 250 megabæt og 40 mínútur að lengd og hún er ókeypis. Þ.e. ekki er 'ólöglegt' að niðurhala henni.

George Lucas leyfir víst fólki að gera aðdáendamyndir upp úr stjörnustríðsheimum gegn því skilyrði að það fólk græði ekki krónu á því. Þess vegna er myndin ókeypis.

Njótið. Eða ekki.

http://www.panicstruckpro.com/revelations/revelations.html

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 1/5/05 20:14

Hér er önnur sem kostar heldur ekki krónu.
Leikmyndin er reyndar ekki upp á marga fiska og myndgæðin ekkert sérstök, en einbeitingin og ákafinn skín úr hverju andliti...

http://www.albinoblacksheep.com/video/swk-remix.php

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 1/5/05 22:08

Var að horfa á þetta brot úr Star Wars "Fall of the Jedi" eða Reveng of the Sith. Magnað brot og ef mér sýnist ekki hefur leikurinn skánað hjá öllum.

http://www.starwars.com/episode-iii/release/trailer/10.html

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 11/5/05 02:57

Þessi linkur er handa þér Bauv minn....
http://www.guerrestellari.it/slas.html

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 11/5/05 09:15

STAR DUDES eru líka mikil snilld, þar eru myndir I, IV, V og VI endursagðar í flassi

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 11/5/05 09:17

Nornin mælti:

Þessi linkur er handa þér Bauv minn....
http://www.guerrestellari.it/slas.html

‹Stekkur smæð sína›

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 24/5/05 00:25

Þessi er líka bráðfyndin, þ.e. fyrir þá sem muna enn frasana úr upprunalegu Star Wars
http://www.lookatentertainment.com/v/v-500.htm

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Börkur Skemilsson 3/6/05 23:39

Hef nú gaman af klippu sem kallast Store Wars, en það má finna á b2.is. Fjandi skondið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/6/05 23:40

Einhver sagði mér að Stjörnustríðsmynd númer Sjö væri á teikniborðinu... hefur einhver heyrt það?

p.s. Anakin var ekki vondur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 4/6/05 00:58

Jújú, það mun víst vera mynd um mig. ‹Glottir eins og fífl›

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/6/05 00:59

Goggurinn strikes, with a brutal force!!

» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: