— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 294, 295, 296 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 1/6/05 20:57

Kalt er úti
sumar samt,
haus af hrúti
hross er tamt.

Þettað er ljóta bölvað bullið
bjargið þessu fyrir horn,

[vel leyst Krummo, en best hefði verið að stökkva yfir... Skabbi]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/6/05 21:01

Takk fyrir að bjarga þræðinum.

Þetta er ljóta bölvað bullið
bjargið þessu fyrir horn,

úr mér lekur sólgult sullið,
ég set það út í morgun korn.

Kom ég inn á Kaffi Vín
korter eftir fjögur.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 1/6/05 21:14

Kom ég inn á kaffi Vín
korter eftir fjögur
ekki var þar ástin mín
yndisleg og fögur.

Mér var gengið niðrá naust
nokkru fyrir tíu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 1/6/05 23:52

Mér var gengið niðrá naust
nokkru fyrir tíu
Eldingu það á mig laust
allt varð fullt af hlýju.

Undursamt nú árans sumar
yndislegt er komið

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 1/6/05 23:58

Mér var gengið niðrá naust
nokkru fyrir tíu,
slompaður að borði braust
barþjónn var í kríu.


Seinna fór á Gauk á stöng
sjúskaður og lúinn,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/6/05 12:06

Nú ætla ég að stökkva yfir nokkuð marga, þar sem gæði botns og fyrriparts hjá Mjákvikindinu, á síðunni hér á undan, var á því stigi að best hefði verið að stökkva yfir hann...minni á rimur.is og heimskringla.net

Allt er gott sem endar vel,
einnig þessi staka.
Ykkur þráðar yndi fel
er af nóg'að taka

Heimsmetin ei hirðum við
ef hirðum ei um þráðinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/6/05 13:58

Á Sunnmœri og Sogni
syngja jentur norskar.

Í sólarljósi og logni
leika undir þorskar.

Þessi vísa verður klén,
varist því að botna.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/6/05 14:11

Þessi er líka klúr og klén
kveður illa hrynja.

Þegar sundur þokast hnén
þá fer ég að stynja.

Mér finnst gott að gera hitt
en get það bara ekki.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kjarnakjaftur 2/6/05 14:31

Mér finnst gott að gera hitt
en get það bara ekki.
Komdu hérna krúttið mitt
því klof yðar ég þekki.

Ef ég nudda nógu vel
næ ég þig að æsa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sauða-Mangi 2/6/05 17:30

Ef ég nudda nógu vel
næ ég þig að æsa.
Ég á græjur - líka gel
gott að þú ert dræsa.

Þeir sem tala um klám og klof
kunna vart til verka.

[obbobbobb... smá villa í botninum... stuðlastaðsetning... Skabbi]

Sauða-Mangi • Húsvörður Baggalúts (bruggar í kjallaranum)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 2/6/05 18:45

Þeir sem tala um klám og klof
kunna vart til verka.
Vísum þeim í heilagt hof
síðan skulum við þá kverka (kverka = hengja)

Því þeir sem verkin kunna vel
varla fara að kjafta

[obbobbobb...höfuðstafaþurrð í botni og stuðlastaðsetning vitlaus í fyrriparti... skabbi]

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/6/05 19:06

Því þeir sem verkin kunna vel
varla fara að kjafta
Með kylfum slá og bíta sel
og sóðafyllirafta.

"Deep throat" faldist djúpt og lengi.
Dauður er nú gamli Nix0n.

Hehe gaman verður að sjá rímorð sem rímar við Nixon!

[obbobbobb... stuðlastaðsetning í botni og gnýstuðlavilla veldur vanda... Skabbi]

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 2/6/05 19:48

"Deep throat" faldist djúpt og lengi.
Dauður er nú gamli Nix0n.
'Slíkir hlutir henda drengi'
hæglát sagði Jeanne Dixon.

Börnstín hét blaðamaður
sem blaðraði öllu frá

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/6/05 15:39

Geitungana gráta skal
og grimman dauða þeirra
Vælandi við blótum Baal
blæðum æðar læra meyrra

Fyrr var oft á kamri kátt
karlar skitu saman

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 3/6/05 15:49

Fyrr var oft á kamri kátt
karlar skitu saman
hægðu sér í austurátt
eldrauðir í framan

Útum klóakopið barst
einatt sterkur fnykur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/6/05 15:58

Útum klóakopið barst
einatt sterkur fnykur
Þegar útúr skítur skarst
skítdökkur sem vikur

Eins við brugðum brandi á
bláan kamarshlerann

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sauða-Mangi 3/6/05 17:01

Eins við brugðum brandi á
bláan kamarshlerann.
Þegar Ragnar Reykás lá
með rassinn úti berann.

Þegar þingmenn fara í frí
fyllist allt af rónum.

Sauða-Mangi • Húsvörður Baggalúts (bruggar í kjallaranum)
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 3/6/05 20:21

Þegar þingmenn fara í frí
fyllist allt af rónum.
stúlkur pilsum stytta í
stöngin vex á dónum.

[var kannski eitthvað keimlíkt komið... jæja, tað með það]

veikur úti varð af sól
viðbrenndur er illa

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 294, 295, 296 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: