— GESTAPÓ —
Fimmskeytlur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 5/2/04 14:30

Einn ég hérna sit og sé
að snjór er úti og mugga.
Svífur líka fiðurfé
fyrir utan glugga-
nn.

Já, já. Ég veit. En reglur hljóta að vera eingöngu til viðmiðunar í þessu eins og öðru. Fimmta línan var kannski ekki bráðnauðsynleg, en allt að því. Og með smá stafsetningarrugli hefði mátt komast af með einn staf í henni. Auðvitað gæti þetta líka bara verið undirritun: NN
(Þegiðu Skeli og farðu út að leika þér! Já mamma mín.)
‹Hlýðir›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 6/2/04 10:58

Ákvað að reyna að bæta hana, er hún ekki skárri svona:

Lenti þessi vopnaleit í vitleysu og hnút.
Vondu hryllingstólin engin finn.
Margir hrukku djarfir kommadrengirnir í kút
Er Dóri hlaut þar happafenginn sinn
ep.

Hér er svo sú gamla
Vopnaleitin lenti brátt í vitleysu og hnút.
Ég vítistólin engin finn.
Drengir margir djarfir hrukku í kút
Er Dóri fann fenginn sinn
ep.
.›

[Ath. þetta er ekki lögleg fimmskeytla. Bara einn staf í lokalínu. Hlebbi. Þeir sem brjóta regluna a.m.k. afsaki sig!]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
venni vinur 7/2/04 04:47

Ei var leitin fundið fé,
féllst ei neinn á vopnahlé.
Sinnep landar létu í té
loks gafst upp hann David Ke
y.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
krummo 8/2/04 23:57

HÉR ÉG SIT OG STARI ÚT Í BLÁINN
SIFJAR MIG OG ÞVÍ ÉG EKKI NEITA,
ÞAÐ ER BARA SAMI GANLI ÞRÁINN,
ÞEGAR ÉG AÐ RÉTTUM ORÐUM LEIT
A.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 10/2/04 00:42

Ég lærði margt nýtt enn eftir fyrstu 300 vísurnar og enn bætir maður í þekkingargunninn þótt komnar séu á 3.þúsundið, svo lengi lærir sem lifir og verður maður seint fullnuma í bragfræðilistinni - sem betur fer. Satt mælir þú félagi hlewagastR, rétt að hvetja menn til dáða því margur sem hrasar í upphafi hleypur um allt að lokum og flýgur jafnvel líka.

Seint og um síðir kem ég
semjandi kvæði fín
háttinn í huga tem ég
hérna er fimmta lín-
a!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Zorglúbb 10/2/04 21:29

Fær maður ekki bónusstig fyrir að breyta merkingu vísunnar í fimmtu línu?

Þett heggur annars svo nærri velsæmismörkum að ég ætla að reyna að fela það fyrir viðkvæmum sálum. Hinir geta rýnt


Skaufa sinn skekur
skálkur flár
Vergirnd hans vekur
volgur nár-
i

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 11/2/04 16:38

Hvað skal verða leikhúsi til happs og lukku.
Líkar best þá hvorki er of né van.
Í þessa flóknu uppsetningu af Íslandsklukku
er sem ennþá vanti ljósa man
n.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 11/2/04 17:19

Meistaralega merkingabrotnar stökur
mátti ég líta hér við bjartan skjá
andanum nú í eta má bragsins kökur
ykkur því lofa, veifa hönd á ská-
l.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
venni vinur 13/2/04 01:54

Eru hér skálda upprennandi efni,
er þetta boðlegt, spyr ég, ha, ha, ha?
Ljóðagerð ég síst með sönnu nefni
sem menn festa hér á bla, bla, bla
ð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 13/2/04 02:08

Já satt mælir þú félagi, það reynir stundum á þolrifin þegar viðleitni er ekki augljós til að fara rétt með reglur. Sumir hér hafa þó greinilega bætt bragfræðina, þótt margt mætti víða færa til betri vegar.

Venni góði vísnahaukur
virðum leir, o svei
Víða leynist vorsins laukur
vökvum Braga grey/i-
n.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
venni vinur 13/2/04 02:24

Satt þú mælir, faðir barba flokksins
fögur sprettur rós við orðsins læk.
Ég sit á mér því lært það hef ég loksins
að lútur bagga er nokkurs konar ræk
t.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 13/2/04 13:47

Davíð svolítið skaut á Óla
sýndi hvað í sér bjó
Að vippast í vél og hætta að góla
og virða þína þjó
ð.

(hér mætti líka setja hnappa í stað ð)

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 13/2/04 14:04

Hress og kát þau skemmta sér á skíðunum.
Skjálfa svo og reka upp lítið gól.
Skyndilega heyrist neðan úr hlíðunum
"Held ég þurfi að gata sultaról
a grís"?

[Ath. þetta er ekki lögleg fimmskeytla. Bara einn staf í lokalínu. Hlebbi.]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Zorglúbb 13/2/04 14:34

Ég held bara áfram á sömu hálu brautinni


Ef lítið æsa orð og tuð
má oftast nota betri veg
til að koma stúlk' í stuð:
strjúka að innan hennar leg-
g

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
venni vinur 14/2/04 04:36

Hálar brautir mikið meta
menn í rómantík.
Ég fer eins og fröken Z.
og fróa mér við lík
t.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 23/2/04 03:31

Taka þátt í þessu vil
þótt engin kunni fræði.
Sé ég leið að gera skil
í skýrsluformi kvæði
n.

‹Bah›

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Zorglúbb 8/3/04 22:14

Erlu ljúfa eina veit
oft til hennar krýp
traðka yfir tún og reit
til að finna sníp-
u


(skýring: Sanderla er fugl af snípuætt)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 9/3/04 23:44

Í hljómunum úr hörpu mér
heyrist vera gís.
Betra er í sjálfu sér
að sjá en heyra fís-
u.

        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: