— GESTAPÓ —
Íslenska sauðkindin, tákn þjóðarinnar
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fellaskáldið 19/11/03 23:58

Ljós okkar lands og prýði
ljúf og undurblíð
til staðar æ í lífsins stríði
í sólskini og hríð

Sumardaga hnarreist hraust
hreykir sér á fjalli
kemur heim til baka um haust
hlýðir bóndans kalli

Þjóðareign um aldir og ár
um það vitna kvæði
skepna bæði skynug og klár
skjól oss er og fæði

Gleður margan manninn hún
á margan hátt svo fyndin
hér undurfögur arkar um tún
íslenska sauðkindin

Húrra fyrir íslensku sauðkindinni!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 20/11/03 00:25

Vitur jarmar vænleg stef
verra margt er þvargað
ullin heita hindrar kvef
hefur mörgum bjargað

Já skál fyrir sauðkindinni íslensku

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/11/03 12:06

Lambið mitt er súrt á svip
senn mun líf þess slökkna.
Slátra ég þeim góða grip
gráti nær og klökkna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 20/11/03 17:08

Glottir tófa, gjammar hundur.
Graður hamast hrúturinn.
Skepnan loks er skorin sundur.
Skinnið tekur sútarinn.

GESTUR
 • LOKAР• 
Rawiaz 20/11/03 18:01

Lag: Lambið hinsta

Fann ég unaðinn um mig hríslast
er ég hlýddi á sjónvarpið.
Þar var spékoppa-Gísli að Gíslast
og gleðja landann að fornum sið.
Páls var hjartnæm Hjálmatýskan
hjalið systu blítt og lágt.
Er þau söng fluttu ofurþýskan
við Abendróður og hörpuslátt.

Þessa unun í orð ég fanga
aðeins vegna hins þýska lags.
Hjarta mitt vildi hraðar ganga
og heilinn brosboðin sendi strax.
"Lambið hinsta" loksins aftur!
Ljóð þó ei í minni skráð.
Lýk ég kvæði og lokast kjaftur,
"lifi sauðfé í Drottins náð!"

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
EyjaSkjeggur 23/11/03 02:43

Lambið fagra leikur sér
við lækinn í dalnum
bóndi sækir kjet og smjer
það liggur brátt í valnum

Byssu bóndinn á
og beinir henni þá
á littlu lömbin smá
hann fellir littla á

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 23/11/03 02:58

Áin mín er ær,
ærleg og kær,
blíðasti blær,
brátt færist nær.

Neeei, bara segi sona.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 23/11/03 19:04

Lambhrútur lítill í haga
leikur um sumardaga
glaður á grasinu tyggur
gerist að hausti hryggur

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Eyjajarl 24/11/03 00:02

'islenska sauðkindin mark hefur sett,
á líf mitt,það sagt get ég blauður.
Því ef að hún hefði ekki maga minn mett,
minn væri löngu steindauður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 8/2/04 21:59

GENGUR ÞARNA GARPUR SNAR
GRÁLYNDUR VAR OG OFSA BELDINN,
SÍNAR PASSAR SKJÁTURNAR
STANDANDI VIÐ VARINELDINN.

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: