— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 282, 283, 284 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 6/5/05 19:10

Langt síðan við hitumst hér, passar vel að skála.

Að hrópa skál er skemmtilegt
skömm er frá að segja.
fljóti vínið fremur tregt
fer mér best að þegja.

Þömbum ölið þindarlaust
þannig lífsins njótum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr.Phil 6/5/05 20:10

Þömbum ölið þindarlaust
þannig lífsins njótum
svefninn á okkur skaust
svo núna við hrjótum

Illt í höfði ég fer á fætur
fjandans ölinu blóta

Sálgreinir gesta Baggalúts
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 6/5/05 20:28

Illt í höfði ég fer á fætur
fjandans ölinu blóta
Lumalega árinn lætur
lokkar til sín kvóta.

Krákustiga krækir böðull
krunkar hvass á móti

[obbobbobb... ofstuðlun og lega stuðla ekki til fyrirmyndar í botni]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ittu 7/5/05 19:43

Krákustiga krækir böðull
krunkar hvass á móti
soddan drullu bullu söðull
súrnar niðr-á fljóti

Undan vetri ekki má
eigra dauðu skinni

[obbobbobb...lega stuðla ekki til fyrirmyndar í botni]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 7/5/05 20:16

Undan vetri ekki má
eigra dauðu skinni
flogaveikann prestinn flá
flón er brunnið inni.

Hvurnig má það vera hvænt
hvar er sullar þráður,

[obbobbobb... lega stuðla ekki til fyrirmyndar í botni, né fyrriparti]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 8/5/05 00:06

Dr.Phil mælti:

Illt í höfði, ég fer á fætur
fjandans ölinu blóta

Fyrirgefðu hundingi... en ég skil ekki vísurnar þínar þannig að ég ætla að taka mér það bessaleyfi að hoppa yfir þær. Biðst innilegrar afsökunnar.

Illt í höfði, ég fer á fætur
fjandans ölinu blóta.
Áfengi hef ég á miklar mætur
messuvíns kann ég að njóta.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 8/5/05 00:39

Obbobbobb, sammála þér Norn en það vantar fyrripart.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 8/5/05 01:23

Gjörðu svo vel og afsakið gleymsku mína

Obbobbobb! Orðið hata,
aldrei vil það heyra meir.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 9/5/05 00:25

Obbobbobb! Orðið hata,
aldrei vil það heyra meir.
Þá skaltu á rímið rata
og rogast ey með þennan leir Ekkert illa meint, þetta rímar bara svo vel

Í gær svaka geðveikt teiti
og gellur út um allt

[eitthvað er skrítið á seyði í hrynjandanum... Skabbi]

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr.Phil 9/5/05 14:15

Í gær svaka geðveikt teiti
og gellur út um allt
þær velltust uppúr fjalla feiti
frekjan vann þúsundfallt

Ekki er gott að gráta hér
gestapói á

Sálgreinir gesta Baggalúts
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ittu 9/5/05 18:51

Ekki er gott að gráta hér
gestapói á
bragðgott þykir bráðið smér
brennt þó ekki má

Svellkaldir nú eru sveittir
svakalegir gestapóar

[obbobbobb... lega stuðla ekki til fyrirmyndar í fyrriparti... Skabbi]

Kalaallit nunanut tikilluaritsi!
 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 9/5/05 20:16

Ekki er gott að gráta hér
gestapói á,
láttu það góði eftir þér
það enginn fær að sjá.

Sínar listir á lögu flugi
leikur fuglinn minn,

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 9/5/05 20:36

Svellkaldir nú eru sveittir
svakalegir gestapóar
eru þeir viðlíka þreittir
og þurausnir vælukjóar?.

Mér er orðið mál á því
mínar krota stökur,


VAr of seinn með fyrri
læt slag standa,

[obbobbobb... lega stuðla ekki til fyrirmyndar í botni... Skabbi]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 9/5/05 21:57

Mér er orðið mál á því
mínar krota stökur,
grasið/ vex um/ grund á/ ný
grípum/ bjartar/ vökur.

nú er/ allt með/ öðrum/ svip
ærast/ kýr og/ smalar

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 9/5/05 23:10

Nú er allt með öðrum svip
ærast kýr og smalar,
ef þú fagran finnur grip
fugl sem liðugt galar.

É g skelvist minn eiginn skugga
skömmin er líkur mér,

[obbobbobb... lega stuðla ekki til fyrirmyndar í fyrriparti... Skabbi]

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 10/5/05 01:53

Ég skelfist minn eigin skugga
skömmin líkist mér.
Og minnir á öfugugga
sem ólmast á baki þér.
.
Er kvöldar og ljósin lifna
þá læðist skugginn minn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 10/5/05 03:34

Er kvöldar og ljósin lifna
þá læðist skugginn minn.
Verurnar riðlast og rifna
rökkur heltekur sinn.

Nóttin býður mér blessun
boðinu tek ég um hæl

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 10/5/05 10:08

Nóttin býður mér blessun
boðinu tek ég um hæl
fjarri er fárið og stressun
er flýg ég í tangó og ræl

hendist ég í hringi
á hálli braut

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 282, 283, 284 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: