— GESTAPÓ —
Hvítir Hrafnar
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 17/11/03 18:14

Mig langar til þess að lesa eitt ljóð úr kverinu "Hvítir hrafnar" eftir Þorberg Þórðarson frá árinu 1922. Þykir mér furðulegt að menn skuli vera byrjaðir að fá þessa tilfinningu svo snemma:

Góða nótt! (1917)
Ég elskaði forðum Íslandsfjöll
og alt, sem lifði þar.
en mennirnir reyndust maðkar og svín
og merar stelpurnar

Samt festi ég ást við eina þar
sem enn þá vekur mitt hold
þótt hún sé nú liðin heljarveg
og hulin vígðri mold

En svo komu aðrar, er sviftu mig ró
og sugu mitt æskublóð
Nú hata ég ykkur, hrímköldu fjöll
og hvarflandi pútnastóð!

Þið liggið í synd og leikið dátt
en líf ykkar fjarar skjótt
og áður en varir er holdið hey
í helvíti. - Góða nótt

Margt skemmtilegt sem kemur fram í þessu ljóði, eins og endanleg útskýring á "enn þá".
Ég mun setja inn ljóð upp úr þessari bók með reglulegu millibili, en mér þykir þær ansi skemmtilegar. Næsta ljóð heitir "Futuriskar Kveldstemningar" og kemur á morgun.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
GESTUR
 • LOKAР• 
Sjálfur Guðjón 18/11/03 12:31

Farðu varlega í að slá hér inn efni varið höfundarrétti. Ekki viljum við að Baggalútssamsteypan lendi í miðpunkti æsiréttarhalda?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/11/03 12:54

Er þetta ekki efni í orðsnilldina og þvíum líkt...viljum við ekki hafa frumsamið efni hérna?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 18/11/03 15:35

Guðjón, ég tel að ég hafi tekið allt nauðsynlegt fram

"Hér má kasta fram fyrripörtum, níðvísum eða öðrum þeim kveðskap sem þykir svara verður." - Mér þykir þetta falla undir þennan flokk

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 5/2/04 23:32

Flaug á hausinn fáráður,
fall hanns var þungt og mikið.

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: