— GESTAPÓ —
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Problem 16/4/05 17:23

Hvað geri ég þegar lykilorðið er alveg stolið úr hausnum á manni?Ég finn hvergi að það komi fram,svo ég sný mér hingað með von um lausn á vandanum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 16/4/05 17:25

Sendu póst á enter@baggalutur.is , grátbiddu um nýtt lykilorð og vonaðu að Enter aumki sig yfir þig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/4/05 18:02

Hahaha... ég plataði Enter og er kominn með lykilorðið hans Skabba Múhahahaha.... bara að grínast hehe eða hvað

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
problem 24/4/05 16:00

Ég hef enn ekki fengið að vita hvað á að gerða þegar lykilorðið þurkast svo gjörsamlega út úr huganum að það er ekki glæta að ég muni það, Elsku Enter ég bið þig að aumka þig yfir svona kjána eins og mér, þó ég hafi ekki oft látið ljós mitt skína hér, þá hef ég nú stundum hafið upp raust mína sungið nokkur brot úr þekktum dægurlögum, og þó ég segi sjálfur frá þá hef ég góða söngrödd.En sem sagt, please please help me to return back again to this xTxTwonderful Baggalútinn,ENTER I beg you PLEASE

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 24/4/05 16:07

Er þetta moni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 25/4/05 08:31

Sendu mér póst, á enter@baggalutur.is gefðu mér upp notendanafn og netfang og ég sendi þér nýtt um hæl - og hnakka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 25/4/05 10:22

Problem mælti:

Hvað geri ég þegar lykilorðið er alveg stolið úr hausnum á manni?Ég finn hvergi að það komi fram,svo ég sný mér hingað með von um lausn á vandanum.

Prófaðu "pass", það virkar allavega hjá mér.

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Hver annar? 2/5/05 11:02

Gleðilegt ár,páska og sumar og afsakið 1.Maí

Fyrir rúmu ári fóru óþekktar glæpaspírur að fikta í textum mínum og breyta merkingu setninga.Þá skipti ég um lykilorð því ég hélt að ég hefði kjaftað því af mér á fylliríi. Þó taldi ég það eins víst að sannleiksorð sem ég hafði um framsóknarflokkinn hafi farið svo fyrir brjóstið(in) á ritstjórn að hún fór að eyðileggja mín merku skrif.Þrátt fyrir það sló ég inn nýtt lykilorð(í fylliríi) sem var eitthvað bull sem ekki var hægt að muna og vegna mikilla anna, fjarveru úr borginni og ýmissa annara orsaka hætti ég að heiðra hið merka samfélag með nærveru minni.Ég hef þó undanfarið fylgst með og séð að margir af snillingum fyrri tíma eru þarna enn auk hrífandi persóna eins og Vímusar og dásamlegrar Nornar sem seyðir mig meir en ég viðurkenni í bili. Að auki hefur hin stórmerka háspeki-þjóð Baggalúts opnað einstæðan veitingastað með tígriskvendum sem hoppa úr fötunum fyrir ölkollu, alvitri ömmu, ísdrottningu og útlærðum Galdrameistara sem í samstarfi við lyflækni sér um að öllum líði dásamlega! Þá er fjöldi stórmerkra persóna við hvert borð svo betra getur það ekki verið. Ég tel því nauðsyn á, á hraðvaxandi andlegri þroskabraut minni að flytja til fyrirheitna landsinns á ný. Mér tókst þó ekki að finna "stað"til að spyrja um týnda eða gleymda kennitölu en sé mér nú til fölskvalausar sumargleði að heiðurs [color=olive]ekki framsóknarmaðurinn Enter tekur það að sér að endurhlaða formataðar kvarnir og því bið ég hann vinsamlegast um að senda mér nýtt nafnnúmer og þá helst um hnakka frekar en hæl því ég á það til að draga lappirnar.Púff! En af öryggisástæðum og í þeim tilgangi að leyni "Sambandsmennirnir"á ritstjórn átti sig ekki fyrr en um seinan á endurkomu minni, þá lofa ég því að segja ekkert ljótt um landsbygðaröreigaframleiðsluflokkinn svona fyrsta kastið. Hic (afsakið)[/color]

Með ósonríkri sóskinskveðju dordingull
Afrit sent Hr.ENTER svo allt sé á hreinu

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Hver annar? 2/5/05 11:14

Eins og öllum sem þetta sjá má vera ljóst er ég komin úr æfingu

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/5/05 11:27

Hver annar? mælti:

Framsóknarmaðurinn Enter

Nei heyrðu mig nú hlandgyllti dordingulsvingullinn þinn! Aðra eins ósvífni hef ég nú ekki litið hér á síðum áður!

Ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að ritskoða óhróður um bannsettar þvaðurjórtrandi heybrækurnar og attaníossandi ömurðardreifildin í framsóknarflokknum. Þeir eiga ekkert gott skilið.

En lykilorðið skal ég senda þér minn kæri, með glöðu geði.

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Hver annar? 2/5/05 11:52

Verð því miður að skjótast til vinnu í bili en elsku ENTER minn ef ég hefði ekki að hlutatil klúðrað litaröðuninni þá hefðir þú vafalaust tekið eftir því að ég skrifaði: heiðurs EKKI framsóknarmaðurinn ENTER.

Heyrumst með kvöldinu og takk fyrir eldsnögg og vinsamleg viðbrögð

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 2/5/05 11:54

Hver annar? mælti:

dásamlegrar Nornar sem seyðir mig meir en ég viðurkenni í bili.

‹Klappar og hlakkar til að skrá sig inn í kvöld›
Áttu mótorhjól?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/5/05 12:26

Hver annar? mælti:

með tígriskvendum sem hoppa úr fötunum fyrir ölkollu

‹Ræskir sig›
Ég vil minna á að ég geng bara hreint ekki í fötum!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/5/05 12:31

Já, enda væri frekar erfitt fyrir tígrisdýr að labba með fötur á hverri löpp held ég.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/5/05 13:38

‹verður fárveikur af hlátri og kastar upp í fötuna hans Þarfa›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 3/5/05 08:24

‹Glottir eins og fífl›

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: