— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/4/05 16:35

Sælir ritstjórnarkumpánar.

Mig langaði að skoða lítillega færslur mínar, sem eru orðnar æði margar og innihaldslausar. Hins vegar fæ ég tilkynninguna:

Tilvitnun:

Engir spjallþræðir eða innlegg eiga við leitarskilyrði

Þegar ég fer af fyrstu innleggjasíðunni. Þetta á við hvort sem ég skoða mínar fyrstu færslur eða síðu 2.

Prófaði það sama hjá þeim sem koma næst í heimavarnaliðinu og það virkaði vel.

Hvernig stendur á þessu? Hafið þið eytt öllum mínum innleggjum? Það yrði svosum ekki mikill skaði af því en leitt, svona persónulega, að geta ekki valsað niður minningarstíg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 4/4/05 09:20

Dæmigert. Nú ertu búinn að eyðileggja kerfið með þessari munnræpu þinni.

Ánægður?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/4/05 09:27

Tiltölulega.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/4/05 15:53

Er einhver lausn framundan á þessu vandamáli Enter minn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 4/4/05 16:17

Eru þetta ekki bara svona voðalega þunn innlegg ? Þá eiginlega þunnlegg.
Tjah, er furða maður spyr ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/4/05 16:25

Þau eru jú flest til næfurþunn og ómerkileg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/4/05 16:44

Þetta vandamál er reyndar verulega hvimleitt, sjerstaklega ef þetta kemur fyrir hjá fleiri gestum. Vjer notum þetta stundum í tengslum við orðsnilldargátuleikinn auk fleiri nota af þessu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/4/05 17:05

Reyndar sjáum vjer núna að til er sú einfalda krókaleið framhjá þessu vandamáli að fara í 'Leita' og gefa þar upp 'Hakuchi' í Leita að höfundi.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 16:08

Segðu mér Enter er til einhver lausn á þessu hvimleiða vandamáli?

Ég fór að ráðum Vladimírs og gerði leit en sama vandamálið kom upp. Ég sé bara færslur á fyrstu síðu.

Ætlið þið að hindra að ég fái notið fortíðarljóma æsku minnar á Gestapó? Eruð þið virkilega svo miskunnarlausir?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 16:14

Loksins einhver sem er allur að vilja gerður til að hjálpa manni.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 19/4/05 16:15

Það er gott að vita af einhverjum öðlingi á Gestapó eins og Gimlé er.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 16:18

Já. Hann er svo glaðvær og greiðvikinn blessaður. Algerlega laus við biturð og kaldhæðni sem gegnsýrir þjóðfélagið í dag. Það er enginn úlfur í sauðagæru þar sem Gimlé er annars vegar.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 19/4/05 16:21

Gestir mættu taka hann sér til fyrirmyndar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/05 16:23

Já og þeir mættu sumir hverjir fá sér jafn fallega mynd og hann er með... gleður alltaf hjartað að sjá þetta glaðværa andlit... ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/4/05 13:41

Þetta er komið í lag Kusi minn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/4/05 13:49

Hjartans þakkir, marmelaðibrauðsneiðin mín.

» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: