— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/4/05 01:30

Mér datt í hug að safna saman söngvum fyrir Árshátíðina og datt í hug að hér myndu menn henda inn frumsömdum textum, við þekkt lög sem gott er að syngja með... helst þurfa textarnir að fjalla um Baggalút og lífið á Gestapó... það er allavega hugmyndin...

Hér er ein hugmynd, ekki fullklárað:

Gestapó (lag Five Miles Out - Mike Oldfield)

Kvæði:

 Fallinn, fallinn

Þú ert nú fíkillinn fallinn,
þú fannst nú á Baggalút stallinn
Lút
Þú festist í þráðunum fimu sterku
og félagsritunum merku
Lút

Þú losnar Lút ei frá
Lútinn muntu þrá

Gestapó
glataður ertu nú
finnur þar frið og ró
í fenið sekkur þú

Gestapó
glataður ertu nú
finnur þar frið og ró
í fenið sekkur þú

...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/4/05 20:53

er þetta ekki svolítið neikvætt?!?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/4/05 20:55

Neikvætt en satt.

‹Andvarpar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/4/05 20:59

Var þetta ekki nógu jákvætt... ‹Brestur í óstöðvandi grát›... nei, þetta er bara hugmynd... endilega að koma með tillögur...

» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: