— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ögri í Ari 20/3/05 01:20

Já góða kvöldið nú þegar ég skrifa er ég eflaust kominn með smávegis svefngalsa en það er bara betra. Nú hefur skjár einn tekið þá ákvörðun að sýna Staupastein eða Cheers, sjálfur horfi ég alltaf á þessa þætti enda mikið meistaraverk. En ég hef oft hugsað, humm afhverju ætli þeir sýni ekki Happy Days ?? Það jafnast ekkert á við The Fonz og félaga.. Endilega komið og segið ykkar skoðun á Happy Days hér því ég er farinn að halda að ég sé eini aðdáandinn á landinu

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 20/3/05 13:26

Því miður, ég bara þekki ekki til þeirra þátta.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tuðran 20/3/05 13:36

Það er eins og mig minni að Skjár einn hafi sýnt Happy Days veturinn 1999-2000. Ég man ekki hvað þættirnir voru margir né heldur hvað þeir gengu lengi. En hinsvegar voru þeir bráðfyndnir......!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/3/05 14:35

Magnað með Happy Days, ég hef ekki hugmynd um hvað það er, en eins og flest allir sem hafa horft á bandarískt sjónvarpsefni þá veit maður að það er til (ósjaldan minnst á það í öðrum þáttum)... um hvað eru þessir þættir, eru þetta gamanþættir/sápa... hvað er þetta eiginlega?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/3/05 16:59

Ég er í sömu stöðu og Skabbi ... þetta er eitt af þessum amerísku menningarfyrirbærum sem maður hefur heyrt af, en aldrei nokkurn tímann séð.

Maður vill nú þykjast vera vel inni í þessari menningu, en stundum rekst maður á menningarlega veggi. Ég man til að mynda eftir vísun í nefndan Fonzie í hinni merku kvikmynd Pulp Fiction. Það var eilítið pirrandi að vita ekki um hvern verið að tala, en þó ekki svo að það skemmdi um of fyrir.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/3/05 13:53

Jámm, Happy Days á sér djúpar rætur í amerískri poppmenningu. Maður þekkir þættina helst í gegnum endalausar tilvísanir í þættina, aðallega 'the Fonz', í ótrúlega mörgum kvikmyndum og þáttum. Þetta er hálf undarleg tilfinning að þekkja eitthvað ansi vel án þess að hafa séð það. Sama á við um Love Boat og Gilligan's Island.

Ég hef hins vegar séð nokkra þætti af Happy Days, minnir að þeir voru sýndir á Stöð 2 á sínum tíma. Mér fannst þættirnir vera hundleiðinlegir og the fonz svo hallærislegur að það hlýtur að vera að 'svalheit' hans í amerískri menningu sé einn stór kaldhæðnisbrandari hjá könum.

Þetta var svona þáttur sem spilaði inn á nostalgíu misheppnaðrar hippakynslóðar á áttunda áratugnum. Nokkrir þættir og myndir í þessum nostalgíska dúr hrúguðust fram á sjónarsviðið eftir að George nokkur Lucas sló í gegn með ágætis nostalgíuflippi sem bar heitið American Graffiti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 21/3/05 14:03

Happy Days eru ágætis þættir...reyndar leiðinlegt að sjá hvernig fór fyrir Fonzinum, Henry Winkler...flestir muna sjálfsagt eftir honum í hlutverkum þjálfarans í Waterboy, skólastjórans í Scream, og pabba Freddie Prince Jr. í Down to you...merkilegt hvernig maðurinn gat verið tákn kúlsins í bandarísku sjónvarpi, en festst (?) svo í hlutverki minnipokamannsins eilífa, lúsersins se enginn hlustar á... Heyyyyyy!

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/3/05 14:12

Það er nákvæmlega eitt af því sem fær mig til að gruna að dýrkun á 'kúli' fonzins sé einmitt bara vel fléttað kaldhæðnisskot Kana.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 21/3/05 15:39

Nei, nei. Kanar kunna ekki á kaldhæðni, hvað þá að þeir geti plottað svona, heil þjóð gegn einum leikara...ertu að gefa í skyn að Winkler sé Leoncie eða Hebbi kananna?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/3/05 16:01

Gæti verið. Amk. karakter hans, 'ðe fonz'.

Ef svo er, þ.e. að Kanar búi yfir svo hárfínni kaldhæðni sem raun ber vitni, getur þá verið að við séum að vanmeta þessa vitleysinga? Getur verið að þeir séu að þykjast vera svona miklir erkibjálfar, til þess að rugla aðra í ríminu? Getur verið að þetta sé í raun þjóð nítsjeískra ofurmenna sem hafa ákveðið að spila sig sem slefandi hálfvitar til að rugla aðra mögulega keppinauta um völd í ríminu og halda þeim við bæði fordóma gagnvart þeim og við það að eltast við að 'leiðrétta' heimskupör þeirra um allan heim, svo þeir (kanarnir) geti í raun einbeitt sér að því að drottna í alvöru yfir heiminum?

Gæti það útskýrt af hverju Amríka er eina heimsveldið á jörðinni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 21/3/05 20:27

Jedúddamía... þessar umræður komu heimsmynd minni á skjön.
Ameríkanar hafa alltaf staðið fyrir grunnan og lítt spennandi húmor í mínum bókum, ef þetta er kaldhæðnislegt plott hjá þeim þá þarf ég að endurskoða álit mitt á Könum.
Annars held ég bara að "kúl" hjá þeim sé ekki það sama og hjá öðrum þróuðum þjóðum. Sjáið til dæmis bara hárið á þeim flestum. ‹hlær sig máttlausa›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 22/3/05 17:09

Tina St.Sebastian mælti:

Nei, nei. Kanar kunna ekki á kaldhæðni, [...]

Þetta er misskilningur, það munu vera Kanadamenn (ekki kanar) sem ekki þekkja kaldhæðni, sjá t.d.:

Tilvitnun:

A traffic jam when you're already late
A no-smoking sign on your cigarette break
It's like ten thousand spoons when all you need is a knife
It's meeting the man of my dreams
And then meeting his beautiful wife
And isn't it ironic...dontcha think
A little too ironic...and yeah I really do think...

A. Morissette

Sjálfur hallast ég að því að tilgáta Hakuchi sé rétt, að verið sé að gera grín að töffaralátum sem þessum. Það kann hinsvegar að vera að einhverjir misvitrir hafi svo skilið það grín sem raunverulegan töffaraskap.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 4/4/05 17:35

Happy Days voru magnaðir þættir, og Fonzinn tákn kúlsins. Stöð 2 sýndi þá lengi vel á laugardögum á árdögum stöðvarinnar.

» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: