— GESTAPÓ —
Pólitík í barnabókmenntum
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 14/1/05 13:08

Hexia de Trix mælti:

Mér fannst nú alltaf merkilegt hvað þau átu mikið miðað við hvað þau höfðu lítinn farangur meðferðis. Mætti halda að þau hafi búið yfir tösku á borð við þá er Mary Poppins átti.
‹Grípur fastar um litlu handtöskuna sína›

Ævintýrabækurnar eru skrifaðar í kreppunni. Þessvegna flæðir þar matur út um mel og móa og menn troða í sig þar til flæðir út um helstu líkamsgöt. Sé tekið tillit til þess að flestir áttu hvorki í sig eða á á þessum tíma má líkja matarsenunum í Ævintýrabókunum við hið grófasta sadó-masókíska matarklám þar sem bragðlaukar lesenda eru miskunnarlaust pyntaðir. Að því gefnu að menn séu hrifnir af dósamat.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 14/1/05 15:38

Hexia de Trix mælti:

‹Hlær hrossahlátri› Já þar komstu með það Tigra! Ég hafði lengi velt þessari sögu fyrir mér, en nú sé ég hana í nýju ljósi!

Útskýrðu mál þitt nánar Hexia!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 5/2/05 13:38

Skabbi skrumari mælti:

Misskilnings má finna víða... t.d. aumingja Nornin í Hans og Grétu... það koma börn og kroppa í húsið hennar og af því að hún setur þau í búr til að refsa þeim og stríðir þeim með því að þykjast ætla að ofnbaka þau (meðan hún er greinilega að bíða eftir að fógetinn komi og setji þau á unglingaheimili), þá sleppa þau úr prísundinni og fremja morð... frekar lúalegt og sleppa mjög svo billega út úr því...

‹Blótar herfilega og rífur í hár sitt og skeggið á næsta manni›
Helvítis krakkaormarnir... Aldrei er hægt að láta saklausar grasakonur í friði. Og svo komast þessir vandræðaunglingar í sögubækurnar og líta út fyrir að vera hetjur. Morðingjar og glæpahyski!!
Mikið er ég samt glöð að sjá að þú hefur skilning á okkar högum elsku Skabbi ‹Ljómar upp›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 5/2/05 14:01

Ég hef sagt það áður og geri það aftur, litla gula hænan er ekkert annað en gráðugur kapítalisti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 5/2/05 14:16

Smábaggi mælti:

Ég hef sagt það áður og geri það aftur, litla gula hænan er ekkert annað en gráðugur kapítalisti.

Ég hef ekki sagt það áður og og því er upplagt að gera það aftur núna, ef þú skilur ekki boðskap litlu gulu hænunnar þá skilurðu hvorki kommúnisma né kapítalisma.

Dæmi: þú biður einhverja að slá saman í bíl með þér og vinir þínir segja nei. Þú borgar bílinn einn og vinir þínir heimta að fá að nota bílinn jafn mikið og þú.
Hvað finnst þér sanngjarnast að gera í stöðunni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 5/2/05 23:46

Hefur einhver lesið söguna af Dúdúdú?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 6/2/05 20:37

Og svo maður tali nú aftur um Dýrin í Hálsaskógi, þá má benda á þetta:

LILLI KLIFURMÚS OG HIN DÝRIN Í HÁLSASKÓGI mælti:

Kvæði:

Þeir sem bara borða kjöt
og bjúgu alla daga
þeir feitir verða og flón af því
og fá svo illt í maga.

Oss þykir kjöt afar gott og eigi verður sagt um oss að vér séum flón ellegar feitur.

LILLI KLIFURMÚS OG HIN DÝRIN Í HÁLSASKÓGI mælti:

Kvæði:

Sá er fá vill fisk og kjöt
hann frændur sína étur
og maginn sýkist, molnar tönn
og melt hann ekki getur.

Hér má svo segja að menn fengu eigi tannskemmdir fyrr en þeir hófu að stunda akuryrkju.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 6/2/05 21:45

Steinríkur mælti:

Smábaggi mælti:

Ég hef sagt það áður og geri það aftur, litla gula hænan er ekkert annað en gráðugur kapítalisti.

Ég hef ekki sagt það áður og og því er upplagt að gera það aftur núna, ef þú skilur ekki boðskap litlu gulu hænunnar þá skilurðu hvorki kommúnisma né kapítalisma.

Dæmi: þú biður einhverja að slá saman í bíl með þér og vinir þínir segja nei. Þú borgar bílinn einn og vinir þínir heimta að fá að nota bílinn jafn mikið og þú.
Hvað finnst þér sanngjarnast að gera í stöðunni?

Eyðileggja bílinn svo enginn fái að nota hann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 6/2/05 22:14

Það er anarkismi - ekki kommúnismi.
(alvöru anarkismi væri reyndar að sleppa öllu viðhaldi - þetta ætti kannski frekar að kallaast "sjóðbullandigeðveikismi")

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 6/2/05 22:17

Allt í lagi.. gefa vinunum bílinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 6/2/05 22:20

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 6/2/05 22:23

Ég er kominn með þetta. Það hlýtur að vera að selja bílinn aftur og skipta peningunum á milli vinanna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermir 6/2/05 22:48

Smábaggi mælti:

Ég er kominn með þetta. Það hlýtur að vera að selja bílinn aftur og skipta peningunum á milli vinanna.

‹Hlær›

Já gott ef þetta er ekki bara rétt svar. Bíllinn verður seldur á sem sanngjarnasta verðinu, því ekki má græða á því að selja bílinn. Líklegt verð sem fæst fyrir hann verður því eingöngu hluti af upprunalegu kaupverði bílsins... ergo... kommúnisminn tapar.

Fleira er ekki í fréttum. Verið þið sæl.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 7/2/05 00:50

Þetta átti nú að vera samviskuspurning - "Hvað myndir þú gera ef þú værir hæna sem hefði stritað við að búa til brauð? Enginn vildi hjálpa þér en núna vilja allir hluta af brauðinu."

Það er ekkert rétt svar til - en það væri ekki vitlaust að láta sálfræðing fara yfir þín svör.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/2/05 02:12

Skál

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 28/3/05 19:59

Rétt skal vera rétt. Í dæminu um bílinn hefði það verið þannig að þú kaupir bíl og vinir þínir heimta að fá að nota hann eins mikið og þú. Skrifstofa kommúnistaflokksins kemst að því að þú eigir bíl og sendir menn úr leyniþjónustunni til að kanna hvers vegna þú hefur undir höndum einkabíl án tilskilins leyfis frá tilskilinni stofnun sem í sitja góðir flokksmenn sem passa upp á að gæðum á borð við bíla sé réttilega skipt. Þú ert handtekinn fyrir andkommúnískt líferni (eigandi EINKAbíls) og sendur til Síberíu að afloknum réttarhöldum þar sem þú eftir innilokun og svelti, jafnvel smá raflost, játar á þig andkonmmúnískar sakir, andkommúnískan áróður og samsæri um að reyna að myrða þann byltingareld sem þessi mikla þjóð hefur glætt í brjósti sér. Bíllinn er gerður upptækur í nafni alþýðunnar og úthlutað til stjórnanda samyrkjubús, sem þarf hann miklu frekar heldur en þú enda vinnandi að framgangi kommúnísks þjóðskipulags. Vinir þínir halda áfram að ganga, taka sporvagn eða lest, þar til þeir sjálfir eru teknir til rannsóknar fyrir andkommúnísk viðhorf eða komast nógu hátt upp í flokksapparatinu að þeir geta sjálfir fengið stöðu í þjóðfélaginu við að útdeila gæðunum og berjast gegn andbyltingarsinnum. Og kannski fá þeir þá bíl til umráða, ef flokkurinn metur það svo að þeir séu nógu mikilvægir.

Og þannig virkar nú kommúísminn!

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 28/3/05 20:03

Já, einmitt. Voffi, þér eruð kannski ekki svo ömurlegir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 29/3/05 02:01

Eins og vesalings ofsatrúarmennirnir í henni Amríku segja; "What would Jesus have done?"
Reyndar aðhyllist ég nokkurskonar frjálshyggju.
Mér er spurn. Hversvegna heimtuðu sjómennirnir og bakararnir (sem útbjuggu brauðin frægu og fiskana) ekki prósentur? Eða a.m.k. tilvísun í bókinni góðu?

Hvernig fyndist ykkur að hafa búið til brauð sem mettað gæti þúsund manns, og fá svo ekert kredit fyrir það?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
        1, 2
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: