— GESTAPÓ —
Síðasti Samúræinn?
» Gestapó   » Almennt spjall
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/1/04 01:20

Var að koma af Síðasta Samúræanum og get bara ekki verið annað en ánægður með vandaða, kraftmikla og djuphugula kvikmynd sem efalaust mun koma eitthvað við sögu á næstu Óskarsverðlaunum. Öll umgjörð myndarinnar virðist vera á þann veg að hún sé sögulega nákvæm hvað varðar leikmynd og búninga og þar fram eftir götunum, þessvegna er hálf kjánalegt að heyra aðalsöguhetjuna vera að fjasa eitthvað um að hafa verið höfuðsmaður í herfylki Custers hershöfðingja og barist með honum í hinum sögulega bardaga við Little Big Horn þann 24. júlí árið 1876. Það er alkunn stðreynd að þann dag var allt herfylki Custers brytjað í spað af fjölmennu liði og ofurefli indánahöfðingjas Crazy Horse og sá eini sem slapp undan þeim sláturvelli var hvítur, hnakkslaus hestur...
Þess má geta að fyrir þá sem ekki þekkja þá kemur þessi orusta við sögu í áhrifamikilli senu í þeirri frábæru mynd "Little Big Man"(1970).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/1/04 11:20

Ég verð að vera sammála þér um Síðasta samúræjann. Myndin var vönduð og harla góð, fyrir utan kannske endinn, sem var ömurlega slaufukennt glimmerglasssúr, en það er ekki við öðru að búast af Hollywood. En hún var vel leikin á alla kanta þó kannski fílósófískt einfeldnisleg en það er væntanlega til þess að skerpa línur.

Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi lygamiðils allra landsmanna gefur henni einungis 2 stjörnur og gerir hún sig þar af leiðandi enn einu sinni að fífli því það sér hver heilvita maður að þetta er 3 til 3,5 stjörnu mynd (af fjórum til 5 stjörnum). Hún sökkar sem gagnrýnandi virðist vera allt of duttlungafull og er því miður ekki með sama kvikmyndasmekk og ég. Eg vil Arnald Indriðason aftur sem gagnrýnanda, hann var þægilegur eins og gamlir inniskór. En hann er víst upptekinn við að reyna að vera Raymond Chandler Íslands.

Ég vil líka leyfa mér að efast um sögulega nákvæmni því að í myndinni virðist Meiji stjórnin hafa valið Bandaríska herinn sem fyrirmynd til að þeirra nýja her og fengið bandaríska herforingja til landsins til að kenna þeim að drepa á vestræna vísu. Það er ekki staðreyndum samkvæmt. Ef minni mitt svíkur mig ekki þá völdu Japanir upphaflega franska herinn sem fyrirmynd að landhernum en breyttu því fljótlega yfir í þýska módelið eftir að Þjóðverjar höfðu valtað yfir Frakka í fransk-prússneska stríðinu 1870-71. Hvað sjóher varðar leituðu þeir til Bretlands að sjálfsögðu, sem þá var langstærsta flotaveldi jarðarinnar.

GESTUR
 • LOKAР• 
Kolbeinn 21/1/04 14:43

Fari það í sjötíu saltaðar síldartunnur frá Slesvík, þú hefur svo sannarlega misskilið gæði myndarinnar. Staðreyndin er nebblilega sú að þessi mynd er miðlungsgóð í besta falli.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/1/04 17:26

Nei, hún er yfir meðallagi, en þó langt frá því að vera meistaraverk.

GESTUR
 • LOKAР• 
Kolbeinn 21/1/04 20:23

Þú skalt fá að sporðrenna öllum þínum lygum, Hakuchi. Þú ætlar þér greinilega að ræna mig lífshamingjunni, ég ætti að kannast við það. Fari það í fúlar flyðrur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/1/04 11:47

Sannleikurinn særir Kolbeinn, sannleikurinn særir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/1/04 14:15

Hverju mælirðu annars með í kvikmyndahúsunum þessa dagana, Hakuchi minn góður?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/1/04 16:10

Júlía mælti:

Hverju mælirðu annars með í kvikmyndahúsunum þessa dagana, Hakuchi minn góður?

Kvikmyndaúrvalið þessa dagana er einstaklega rýrt og er það líklega út af síðasta kafla Hringadróttinssögu sem hefur fyllt alla sali. Það má nú mæla með henni ef það er eitthvað fyrir þig.

City of God mæli ég með, ótrúleg og lamandi kvikmynd um lífið í gettóum Ríó. Hún fer nú að renna úr bíó, ef hún hefur þá ekki þegar gert það.

Finding Nemo, ef þig vantar eitthvað til að koma þér í gott skap. Vel skrifuð og afar fyndin teiknimynd.

Annars eru bíóin uppfull af leiðinlegum þriðjaflokks gelgjumyndum þessa dagana.

Bíð þó eftir Lost in Translation í byrjun febrúar. Það er eitthvað til að horfa á held ég.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/1/04 16:12

Já, ég hef heyrt vel látið af Lost in Translation - við skellum okkur kannski í bíó þegar þar að kemur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 22/1/04 16:13

Gleymum þá ekki Myrðum Billhjálm parti tvö. Hún ætti að uppfylla ofbeldisþarfir kvikmyndaáhugamann langt fram eftir árinu. Kemur í salina í mars vonandi.

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 22/1/04 16:27

Ég heyrði nú að síðari hlutinn um billhjálmsvígin yrði frumsýnd í febrúar ytra, en kemur hugsanlega ekki hingað fyrr en í mars. Eftir að hafa séð fyrri hlutann af téðri ræmi ásamt Return of the king ogö...já, kannski Last Samurai, þá finnst manni velflestar kvikmyndir í dag vera argasta sorp. Meiri vit í að sjá aftur einhverja uppáhaldsmynd eða barasta að leita í digra sjóði fortíðar á myndbandaleigum...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/1/04 16:33

órækja mælti:

Gleymum þá ekki Myrðum Billhjálm parti tvö. Hún ætti að uppfylla ofbeldisþarfir kvikmyndaáhugamann langt fram eftir árinu. Kemur í salina í mars vonandi.

Ég mælti ekki með henni því hún er í sal 4 í Regnboganum (sjá dagbók mína). Fór á hana á manudaginn og var hún að sjálfsögðu frábær, nema fókusinn.[/quote]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/1/04 16:35

Júlía mælti:

Já, ég hef heyrt vel látið af Lost in Translation - við skellum okkur kannski í bíó þegar þar að kemur?

Hiklaust.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 22/1/04 17:19

Hakuchi mælti:

Júlía mælti:

Já, ég hef heyrt vel látið af Lost in Translation - við skellum okkur kannski í bíó þegar þar að kemur?

Hiklaust.

Heyrið þið nú mig... Er þetta annars ágæta spjallvefsvæði að breytast í einhverja stefnumótaþjónustu???
‹Bálreiður›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/1/04 17:31

Enga afbrýðissemi Grimmis minn. Ég er margbúinn að segja þér að ég sé gagnkynhneigður og það sé því ekki sjens að ég fari á stefnumót með þér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/1/04 18:03

Grimmis mælti:

Hakuchi mælti:

Júlía mælti:

Já, ég hef heyrt vel látið af Lost in Translation - við skellum okkur kannski í bíó þegar þar að kemur?

Hiklaust.

Heyrið þið nú mig... Er þetta annars ágæta spjallvefsvæði að breytast í einhverja stefnumótaþjónustu???
‹Bálreiður›

Ef grannt er skoðað kemur hvergi fram að við ætlum saman - þó það sé gefið í skyn. Ekki missa stjórn á skapinu, Grimmis, það fer þér ekki.

LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: