— GESTAPÓ —
Ég hef oft velt fyrir mér..
» Gestapó   » Almennt spjall
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 4/11/03 14:13

..afhverju í Þýskaland búa Þjóðverjar en í Ungverjalandi búa Ungverjar.
Afhverju heitir Þýskaland ekki Þjóðverjaland?
Afhverju búa ekki Þýskarar þar?

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Narfi 4/11/03 14:17

Já hvers eiga þeir eiginlega að gjalda?!?!

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Myglar 4/11/03 14:22

Mér finnst að Þjóðverjar ættu að heita Njóðverjar.

Því þá væru þeir ekki þýskir, heldur nýskir (já, eða nískir).

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 4/11/03 15:07

hm
ætti þá þýskaland að heita Njóðverjaland

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Narfi 4/11/03 20:58

Nei

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr.Phil 4/11/03 21:43

Best væri ef það væru bara engir þjóðverjar
Virðingarfyllst
Dr.Phil

 • LOKAР•  Senda skilaboð
pjr 4/11/03 23:17

Þjóðverjar eru kúl hættu þessu þrugli Dr.Phil þú ert kjötbolla eins og þú ert að tala um í Jay Leno núna!!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Grimmis 5/11/03 15:55

Narfi mælti:

Nei

NEI?
hvað áttu við með Nei?

Rökstyddu mál þitt herra Narfi!

Mér fannst þetta vera nokkuð eðlileg afleiðing fyrri röksemdafærslna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Eyvindur Ævar 16/11/03 18:00

eða jafnvel fiskibolla ‹Starir þegjandi út í loftið› [/quote]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Albert Yggarz 7/12/03 21:26

Danmerir úr Danmörku?
Nígerar úr Níger
Nígeríár úr Nígeríu

Hvaðan er þá maðurinn í Kolaforni sem kjörinn var á dögunum ríkur stjóri og sagðist koma aftur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 7/12/03 22:44

Hér er augljóst hversu mikil afglöp afnám zetunnar voru.

Zetan blessuð stóð fyrir ts, ðs eða ds. Svo ef við skoðum hvernig 'þýskur' var stafað fyrir breytingu, hvað kemur í ljós? Jú! Það var skrifað 'þýzkur'. Þýðskur. Komið af þjóð. Þetta er nú skemmtilegt.

Skoðum fleiri dæmi. Mállýska. Hvað er þetta 'lýska'? Einhver? Það er ekki augljóst. En kíkjum aftur í tímann og þá sjáum við 'mállýzka'. Ah. Lýðska. Komið af orðinu lýður.

Nú er ég Eyfirskur. Firskur? Komið af... Fjörur kannski? Nei, þetta er náttúrulega '-firzkur', firðskur. Fjörður.

Jæja, ég er kannski ekki að mæla með að hún verði tekin upp aftur blessunin, en þeirra tíma ráðamenn hefðu nú mátt breyta henni í ts, ðs eða ds í staðinn fyrir að láta s yfir allt saman, og alveg er ég viss um þá hefðu stafsetningareinkunnir landans rokið upp.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 8/12/03 01:45

Aha, já eins og lýti! ‹Stekkur hæð sína› Mikið finnst mér svonalagað skemmtilegt, þó vissulega megi finna fallegra orð yfir fyrirbærið.

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Albert Yggarz 20/12/03 21:39

eru Belýs í Beliz?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 19/1/04 11:48

Það er þá semsagt tilfellið að Verzlunarskólinn er í raun Verðslunarskólinn.
Gæti samt verið Vertslunarskólinn, og orðið vert kemur þá þar fyrir. "Náðu í árans vertann!"

-

Þorpsbúi -
LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: