— GESTAPÓ —
Gestapói svarar. Leiðinlegur leikur Galdra.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3 ... 15, 16, 17  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 20/1/05 03:26

Ég var að láta mér detta í hug langsóttur og leiðinlegur leikur sem gengur út á það, að gestapói skrifar nafn á öðrum gestapóa og sá gestapói sem er nefndur svarar og verður að skrifa stutta, ímyndaða lýsingu á þeim sem nefnir hann og hvernig hann kemur honum fyrir sjónir í huganum.

Þess má einnig geta að ekki er æskilegt að aðrir séu að trana sér inn í leikinn og skemma röðina.
------------------------------------------------------------
Dæmi:
Ég segi hundingi.

Hundingi svarar:
Galdrameistarinn er........og ................svo...................eða þannig sé ég hann fyrir mér.

Tígra.
------------------------------------------------------------

Gjörið svo vel. Fyrsti Gestapóinn má byrja.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 20/1/05 03:33

Hljómar áhugavert...

Z. Natan Ó. Jónatanz

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Veryspes 20/1/05 03:43

ég ætla ekki að galdraleggja þetta...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 20/1/05 03:53

pass

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 20/1/05 03:56

Er eitthvað erfitt að skilja reglurnar í leiknum? Sá sem er nefndur á að svara, ekki aðrir ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Tina St.Sebastian mælti:

Hljómar áhugavert...

Z. Natan Ó. Jónatanz

Jahér - þarna slóstu mig útaf laginu... ég kann ekkert að vera fyrstur í einhverju svona samkvæmisleikjastússi.
Vil þó ekki skorast undan:

Tina St.Sebastian er um þrítugt, smekkvís & sér hlutina í samhengi. Laus við hlutadýrkun & óþarfa prjál í kringum sig. Þannig kemur Tina St.Sebastian mér fyrir sjónir - að öðru leyti hef ég ekki myndað mér haldbæra raunheimatilverusýn.

Nornin

Kallar til Galdrameistarans & spyr hvort þetta hafi verið samkvæmt hugmyndum hans um þráðinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 20/1/05 03:58

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Tina St.Sebastian mælti:

Hljómar áhugavert...

Z. Natan Ó. Jónatanz

Jahér - þarna slóstu mig útaf laginu... ég kann ekkert að vera fyrstur í einhverju svona samkvæmisleikjastússi. Vil þó ekki skorast undan

Tina St.Sebastian er um þrítugt, smekkvís & sér hlutina í samhengi. Laus við hlutadýrkun & óþarfa prjál í kringum sig. Þannig kemur Tina St.Sebastian mér fyrir sjónir - að öðru leyti hef ég ekki myndað mér haldbæra raunheimatilverusýn.

Nornin

Kallar til Galdrameistarans & spyr hvort þetta hafi verið samkvæmt hugmyndum hans um þráðinn

‹Ljómar upp›Þetta var það sem ég átti við. Helvíti fórstu vel með þetta. ‹Stekkur hæð sína og æpir af gleði›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 20/1/05 07:32

Galdrameistarinn mælti:

Þess má einnig geta að ekki er æskilegt að aðrir séu að trana sér inn í leikinn og skemma röðina.

Galdrameistarinn mælti:

‹Ljómar upp›Þetta var það sem ég átti við. Helvíti fórstu vel með þetta. ‹Stekkur hæð sína og æpir af gleði›

Farðu nú að læra reglurnar tranan þín.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/05 11:08

Biðst afsökunar á traninu, en þetta er ljómandi fínn leikur, spurning með að ef sá sem á að gera næstur er ekki mættur eftir vissan tíma, þá fái aðrir tækifæri á að spreyta sig?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 20/1/05 13:52

Svo væri ráð að senda póst á þann sem á að svara. Vísa honum hingað inn.

Svarta Tranan hefur talað.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 20/1/05 14:14

Z. Natan virkar á mig sem hinn mesti ljúflingur. Hann er vel hagmæltur og skemmtilegt skáld. Hann kemur mér í gott skap þegar við erum á lygilega vinsælir leikir.

Limbri.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 20/1/05 14:25

Nornin er kurteis og almennileg. Hún er líklega í merki bogamansins eða á mörkum þess. Hún dregur fram grallarann í mörgum og segir það mér að hún sé þarmeð í raun mesti grallarinn sjálf. Nornin hlakkar til að verða gömul og vís. Eða svona sé ég hana allavegana (ennþá).

feministi.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 20/1/05 16:17

Limbri er fínn og fer sjaldan í taugarnar á mér enda erum við jafnaldrar á Gestapó. Hann skrifar ágætlega og er oftast blessunarlega fáorður. Sem sagt, Limri kemur mér fyrir sjónir sem skemmtilegur gaur með góðan húmor.

Skabbi Skrumari

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/05 19:31

feministi er kjarnorkukerling og kallar ekki allt Afa sinn. Það eru fáir sem geta drukkið hana undir borðið, sérstaklega ef borið er fram Viský. Hún er samt sem áður ljúf og góð og nauðsynleg bleik rós í flóru Bagglýtinga...

Vímus

bætt við eftir innlegg Vímusar... þú ert alltof góður við mig kallinn... og jú, búinn að svara því... loksins... afsakið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 20/1/05 21:15

Skabbi er sá fyrsti sem mér dettur í hug ef mig vantar aðstoð eða upplýsingar. Þessvegna hlýtur hann að vera hjálpsamur og greiðvikinn. Skáldskapurinn rennur upp úr honum að því er virðist fyrirhafnarlaust. Ég efast um að hann drekki jafn mikið og hann segir, en finnst allavega góður sopinn. (Tegund þarf ekki ræða)
Ég gæti vel ímyndað mér að það valdi honum oft smá vandræðum hve vel hann vill alltaf gera við alla. Í slíkri stöðu getur orðið erfitt að segja meiningu sína án þess að særa einhvern og það vill Skabbi ekki gera nokkrum manni. Ég gæti skrifað langa ritgerð um gæðakallinn Skabba en það er víst ekki til þess ætlast. P.s. Ætlarðu ekki að svara póstinum mínum.

Galdrameistarinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 20/1/05 22:15

Vímus sé ég fyrir mér sem mann um þrítugt, mátulega geðvondann á netinu en ljúfmenni þar fyrir utan. Hagyrtur þegar á reynir og örugglega traustur vinur vina sinna. Lifir sig inn í netheima þegar það á við en trúr og tryggur sínu í kjetheimum. Hefur gaman af góðu gríni þar sem það á við.

Heiðglyrnir.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/1/05 22:53

Þetta þurfti blessaður Galdri að gera Riddaranum, Galdrameistarinn er svona á bilinu 4o ára miðast við 5 ára skekkjumörk, hann er samkvæmur sjálfum sér, örugglega hörkunagli, sem snemma hefur þurft að læra að lífið er ekki bara grín og gaman, sennilega farið snemma til sjós, hann talar svo kröftuga og litríka íslensku.
Kemur sennilega utan af landi en býr núna í svona ca. 2 til 3 tíma keyrslu frá Reykjavík, á það til að vera svona skemmtilega geðstirður, en fer ósköp vel með það blessaður, hann er pottþétt jeppakarl og hefur farið margan ruðninginn og ófæruna á jeppa sem og í lífinu. Hvað getur maður sagt meira um galdra, þetta er drengur góður, gaman að hafa hann með okkur hérna, og þessi leikur er gargandi snilld.
(smá útlitsgisk. hann er 175 cm á sokkaleystunum, aðeins farin að grána, grannvaxinn, þó alltaf megi passa betur upp á miðjuvöxtinn, myndakarl.)
.
Nornin.
Bætt inn eftir á: Þakka þér Nornin mín ekki hika við að kalla, ef á þarft að halda.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 20/1/05 23:10

Heiðglyrnir er merkilegur karakter. Þegar hann byrjaði hérna datt mér ekki annað í hug en að hann væri unglingsstrákur með einhverja einkennilega komplexa! Í dag held ég að hann sé kominn eitthvað aðeins yfir þrítugt.
Heiðglyrnir er skemmtilegur, svolítið rómantískur í sér og reynir ekkert að fela það. Hann er jafn við alla og kemur vel fram við okkur kvennpening Baggalúts (sem er alltaf + í mínum bókum).
Ef mig vantar einhvern til að bjarga mér þá verður Heiðglyrnir sá fyrsti sem ég kalla í. Hann er riddarinn á hvíta hestinum, í orði og á borði.

Wonko the sane.

LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 15, 16, 17  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: