— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3 ... 31, 32, 33 ... 100, 101, 102  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/1/05 14:08

Þetta tengist bifreiðum, en ég fatta ekki meira.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 17/1/05 14:33

Hver sagði að þeir væru akandi?

UPPFÆRT: Ég uppfærði gátuna til að gera þetta ennþá augljósara.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/1/05 15:31

Steinríkur mælti:

‹Raular rammfalskan lagstúf›

Faðir biður son sinn að koma með sér út í ísbúð. Stráksi er tregur til en lætur þó til leiðast á endanum, enda heitt í veðri og ísinn freistar.

Á leiðinni spyr stráksi: "Eru 1 og 5 jafnt og 5.?"
Pabbinn: "Einmitt"
S: "Og 2 og 6 eru þá 12.?"
P: "Nei... 2 og 6 eru 13.?"
S: "Hvað er þá 3 og 4?"
P: "3 og 4 eru 18."
S: "Þá er ég búinn að fatta þetta...!"

Hvað í fja.... eru feðgarnir eiginlega að tala um?

UPPFÆRT: það er örlítið réttara að þeir séu að tala um raðtölur... - það leiðréttist hér með.


bara að sjá til þess að þetta sé á nýjustu síðu, hef ekkert fram að færa...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 17/1/05 15:39

hér er um daga að ræða
5. dagur 1 viku mánaðar er 5. dagur mánaðar
6. dagur 2. viku er 13. dagur mánaðar
4. dagur 3. viku er 18. dagur mánaðar

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 17/1/05 16:08

Þú ert heitur - en að tala um allt aðra hluti en þeir feðgar...

Það er kannski rétt að bæta við að 4 og 1 eru ekki til.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 17/1/05 18:23

Ég var víst búinn að lofa vísbendingu um kvöldmatarleytið.

Þið fattið þetta kannski ef ég hef hana nógu stutta:

VÍSBENDING: Talið beinist að farartækjum feðganna...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/1/05 18:29

Æi þetta er eitthvað með gíra á reiðhjólum eins og mig grunaði. Þekki það ekki nógu vel til að geta fundið rétta túlkun.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 17/1/05 18:39

Ætli þetta verði ekki að teljast fullnægandi svar...

Svona gæti þetta líka litið út.

Steinríkur mælti:

‹Raular rammfalskan lagstúf›

Faðir biður son sinn að koma með sér út í ísbúð. Stráksi er tregur til því hann kann ekki almennilega á gírskipinguna á nýja 21 gírs hjólinu sínu en lætur þó til leiðast á endanum, enda heitt í veðri og ísinn freistar.

Á leiðinni spyr stráksi: "Eru tannhjól 1 og 5 jafnt og 5. gír?"
Pabbinn: "Einmitt"
S: "Og tannhjól 2 og 6 eru þá 12. gír?"
P: "Nei... tannhjól 2 og 6 eru 13. gír?"
S: "Hvað er þá tannhjól 3 og 4?"
P: "tannhjól 3 og 4 eru 18. gír"
S: "Þá er ég búinn að fatta þetta...!"

UPPFÆRT: það er örlítið réttara að þeir séu að tala um raðtölur (en mætti þó einnig segja gír X í stað X. gír)... - það leiðréttist hér með.

Þarfagreinir hefur orðið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/1/05 09:30

Glúmur mælti:

hér er um daga að ræða
5. dagur 1 viku mánaðar er 5. dagur mánaðar
6. dagur 2. viku er 13. dagur mánaðar
4. dagur 3. viku er 18. dagur mánaðar

Skemmtilegt samt að þetta skyldi líka gefa rétta niðurstöðu...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
spesi 18/1/05 09:36

Skabbi skrumari mælti:

Glúmur mælti:

hér er um daga að ræða
5. dagur 1 viku mánaðar er 5. dagur mánaðar
6. dagur 2. viku er 13. dagur mánaðar
4. dagur 3. viku er 18. dagur mánaðar

Skemmtilegt samt að þetta skyldi líka gefa rétta niðurstöðu...

Það vita ekki allir að gírskiptingin á þessum hjólum er einmitt byggð á tímatalinu. Hér er semsagt ekki um tilviljun að ræða, heldur samsæri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermir 18/1/05 11:01

Spesi mælti:

Það vita ekki allir að gírskiptingin á þessum hjólum er einmitt byggð á tímatalinu. Hér er semsagt ekki um tilviljun að ræða, heldur samsæri.

Reiðhjólaframleiðendur eru þá handbendlar almanaksdeildar Oxford-háskóla? Eða jafnvel öfugt?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
spesi 18/1/05 11:23

Jafnvel.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 18/1/05 12:39

Hér áður fyrr voru menn eitthvað að reyna að framleiða 15, 18 og jafnvel 24 gíra hjól en mafía almanaksdeildarinnar var ekki lengi að stöðva þá framleiðslu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 18/1/05 14:02

Afsakið biðina. Hér er ein nett:

Maður sem vann hjá Félagsvísindastofnun kom við hjá konu sem hafði lent í könnunarúrtaki hjá honum. Þessi kona var stærðfræðikennari sem hafði gaman af því að prófa getu fólks. Samtal þeirra var á þessa leið:

Maðurinn: Hvað áttu mörg börn?

Konan: Þrjú

M: Og hversu gömul eru þau?

K: Tja, ef maður margfaldar saman aldur þeirra allra er útkoman 36.

M: Þetta get ég nú ekki skrifað niður! Þetta eru líka ekki nægilegar upplýsingar til að reikna hvað þau eru gömul.

K: Jæja, það vill reyndar svo skemmtilega til að ef maður leggur saman aldur þeirra, þá er útkoman jöfn húsnúmerinu okkar.

Nú gerist maðurinn spenntur og kíkir á húsnúmerið. Hins vegar sér hann að hann er enn ekki með nægilega miklar upplýsingar.

M: Nei, hættu nú. Segðu mér bara hvað þau eru gömul, þetta gengur ekki.

K: Jæja, viltu kannski vita hvað elsta barnið er gamalt?

M: Nei, reyndar ekki! Ég veit núna hversu gömul þau eru öll!

Spurningin er því: Hversu gömul eru börnin?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 18/1/05 14:13

Fáum við ekki að vita húsnúmerið?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 18/1/05 14:14

Nei

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 18/1/05 14:17

Aha! Elsta 9 ára og hin tveggja ára tvíburar?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 18/1/05 14:20

Já, mikið rétt. Ekki varstu lengi að þessu herra doktor.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
        1, 2, 3 ... 31, 32, 33 ... 100, 101, 102  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: