— GESTAPÓ —
Þjóðlegur Nördismi-Ættfræðileikur
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3 ... 11, 12, 13  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/1/05 14:55

Datt í hug leik þar sem Íslendingabók er notuð www.islendingabok.is Þeir sem vilja taka þátt verða náttúrulega að hafa aðgang að þessu vefsvæði (eða vera einstaklega góð í ættfræði, sem ég er ekki), sæktu um aðgang ef þú hefur hann ekki.

Ég er viss um að þessi leikur mun virka, nú er bara spurning hvort það er rétt hjá mér (gengur einungis ef margir taka þátt… líklega þó frekar hægvirkur leikur).

Ég byrja á að nefna formóður eða forfaðir, langalangalangalangaömmu eða langalangalangalangaafa (4*langa, sjötti ættliður ef ég þekki rétt til), nafn og fæðingardag svo það fari ekki á milli mála hver það er. Síðan farið þið í Íslendingabók og athugið hvort þið eigið þar sama forföður eða formóður. Ef svo er, þá hendið þið fram næsta forföður eða formóður, helst langt aftur í ættir, þ.e. langalangalangalangaömmu eða langalangalangalangaafa. Ástæðan fyrir því að þetta er svona langt aftur í ættir er til að ekki sé hægt að rekja hver þú ert í gegnum þennan leik, en líka til þess að auka möguleikana á því að næsti geti tekið við. Samkvæmt mínum útreikningum þá eigum við öll 32 langalangalangalangaömmur og 32 langalangalangalangaafa (misjafnlega rétt feðrað og jafnvel mæðrað, en hvað um það).
Svo vil ég biðja þá afsökunar sem eru af erlendum ættum á að þeir eru sjálfkrafa útilokaðir frá þessum leik, en þeir geta þó haft gaman af því að fylgjast með hversu mikill Nördismi þetta er…

Ég vil byrja á að nefna til sögunnar formóður og langalangalangalangaömmu mína sem hét:

Anna María Pétursdóttir Kúld
Fædd á Vatneyri við Patreksfjörð 16. október 1772
Látin 15. júní 1838

Þarna kemur reyndar í ljós formóðir sem er dóttir danskra hjóna, magnað ekki grunaði mig það… kannske er þar skýringin á því hversu gott mér þykir Ákavíti hehe

Er þarna formóðir þín? Ef svo er, þá átt þú réttinn, frændi eða frænka…

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 4/1/05 15:17

Þessu er fljótsvarað. Enginn skyldleiki fannst.
Er ég þar með úr leik?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/1/05 15:20

Í bili allavega... viss um að það finnst einhver sem á þessa formóður... og þá geturðu reynt þig aftur... kannske fór ég þó ekki nógu langt aftur í ættir? spáum í það ef engin gefur sig fram...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 4/1/05 15:27

djö...er óskyldur...þetta á eftir að taka tímann sinn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 4/1/05 15:30

er skilyrði að um forföður/-móður sé að ræða? Dugar ekki ef kellingin reynist eiga sama langalangafa og ég langalangalangalangalangalangalangalangafa?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Von Klinkerhofen 4/1/05 15:38

Enginn skyldleiki

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 4/1/05 15:43

Enginn skyldleiki fannst

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/1/05 15:45

Bíðum með að gefast upp alveg strax... ég sendi inn formóður eða forfaðir úr sjöunda ættlið annars staðar frá ef þetta gengur ekki...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 4/1/05 16:57

Enginn skyldleiki hérna vinur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Eyminginn 4/1/05 17:30

Amma mín í 7. lið.

Ábyggilega cool kelling frændi.

Nonni afi var hálshöggvinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Eyminginn 4/1/05 17:34

Mamma hennar Þóra Katrín Vestmann f.1750, hvaðan skyldi þetta Vestmann nafn vera komið?

Nonni afi var hálshöggvinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 4/1/05 17:37

Eyminginn mælti:

Mamma hennar Þóra Katrín Vestmann f.1750, hvaðan skyldi þetta Vestmann nafn vera komið?

Vestmann? Eitthvað öfugt við þetta ættarnafn.

Vestmannaeyjum kannski?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 4/1/05 18:13

Enginn skyldleiki

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/1/05 18:30

Eyminginn mælti:

Amma mín í 7. lið.

Ábyggilega cool kelling frændi.

Eyminginn mælti:

Mamma hennar Þóra Katrín Vestmann f.1750, hvaðan skyldi þetta Vestmann nafn vera komið?

Flott frændi, en er ekki best að þú veljir langalangalangalanga(langa)ömmu (eða afa) úr öðrum ættlegg, þ.e. sem eru óskyld þessari?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/1/05 19:45

Hrmm já Eyminginn Spurði um Svarthöfða Hallgrímsson á þræðinum á Almenna spjallinu, geri ráð fyrir að hann hafi ruglast aðeins og held því leiknum áfram hér.

Ég er að vissu leyti skyldur Svarthöfða, ég og afi hans erum alla veganna skyldir (Jón Sigurðsson).

Skabbi, ég held þú verðir að skera úr um hvort slíkt tilvik teljist gilt eður ei. Verður viðkomandi að vera afi/amma beint, eða dugar að hafa sameiginlega formóður/föður? Vímus benti á sama vanda hér að ofan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/1/05 20:32

Hvað ef eru eintóm einbirni í annan legginn, og hinn deyr alltaf út, er maður þá ekki sjálfkrafa komin með alla á baggalút heim í stofu (eða þannig). Góður leikur samt Skabbi minn vona að hann gangi alla leið á lygilega vinsæ........ Skál vinur

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/1/05 22:32

Hakuchi mælti:

Hrmm já Eyminginn Spurði um Svarthöfða Hallgrímsson á þræðinum á Almenna spjallinu, geri ráð fyrir að hann hafi ruglast aðeins og held því leiknum áfram hér.

Ég er að vissu leyti skyldur Svarthöfða, ég og afi hans erum alla veganna skyldir (Jón Sigurðsson).

Skabbi, ég held þú verðir að skera úr um hvort slíkt tilvik teljist gilt eður ei. Verður viðkomandi að vera afi/amma beint, eða dugar að hafa sameiginlega formóður/föður? Vímus benti á sama vanda hér að ofan.

Þú þarft að eiga sama forfaðir, formóðir og sá sem spyr ekki sama og sá sem spurt er um til að það gangi upp... þannig að þetta tilvik gengur ekki...

Heiðglyrnir mælti:

Hvað ef eru eintóm einbirni í annan legginn, og hinn deyr alltaf út, er maður þá ekki sjálfkrafa komin með alla á baggalút heim í stofu (eða þannig). Góður leikur samt Skabbi minn vona að hann gangi alla leið á lygilega vinsæ........ Skál vinur

jú, hehe, það getur þó talið harla ólíklegt er það ekki og þú eða foreldrar þínir væru einu sem föttuðu það, því þú getur einungis skoðað það sem er skylt þér...

Annars svo ég hjálpi aðeins út úr misskilningi Eymingjans, þá var hann að spyrja hvort þið ættuð forfaðir að nafni:

Svarthöfði Hallgrímsson f. 1754

Hann er ekki forfaðir minn...

...og til að fyrirbyggja alla hræðslu, þá er ekki hægt að rekja neitt í Íslendingabók, nema eitthvað lygilega skylt, uppundir fjórða (eða fimmta) lið eða svo, prufið bara að flakka aðeins um Íslendingabók og þá sjáið þið hvað ég meina

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 4/1/05 23:58

Hann er ekki forfaðir minn en við eigum þó sameiginlegan forfaðir, vann ég‹Stekkur hæð sína›?

     1, 2, 3 ... 11, 12, 13  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: