— GESTAPÓ —
Spurningakeppni Tinna
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 145, 146, 147 ... 238, 239, 240  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 3/1/05 10:38

Jú, jú hér á Goggurinn réttinn og ég biðst afsökunar á kæruleysinu gagnvart leiknum, enö slíkt á ekki að gerast aftur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 3/1/05 16:53

Áki já, ég spyr: Hvar er Jóhannes Páll páfi fæddur?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 3/1/05 17:02

Póllandi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 3/1/05 17:06

Ég spyr um bandaríska skáldsögu sem kom út á millistríðsárunum, en hún var kvikmynduð áttunda áratugnum. Í þessari kvikmyndaútgáfu birtist aðalsöguhetjan ekki fyrr en um hálftími er liðinn af myndinni, en fram að því sjá aukapersónur um framvinduna.

Hvað heitir sagan, en þess ber að geta að kvikmyndin ber sama nafn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/1/05 18:33

Hmm ... dettur helst í hug The Great Gatsby. Hef samt ekki séð myndina.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 3/1/05 22:06

Ég meinti reyndar heimabæ hans, en jæja.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 4/1/05 13:10

Þarfagreinir mælti:

Hmm ... dettur helst í hug The Great Gatsby. Hef samt ekki séð myndina.

Kórrétt hjá þér, Þarfagreinir og ef þú hefur ekki séð myndina þá verður þú að láta verða af því. Hún er ferlega vönduð og flott, enda fór af stað einhver jakkafatatískubylgja í kjölfar hennar. En, þrátt fyrir þetta þá er "The Great Gatsby" yndislega leiðinleg mynd, en samt er gaman að horfa á hana og ég veit ekki af hverju..merkilegt!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 4/1/05 13:12

Goggurinn mælti:

Ég meinti reyndar heimabæ hans, en jæja.

Ég held að heimabærinn heiti Woytyla eða Wadowice eða eitthvað þannig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/1/05 13:17

Tinni mælti:

Goggurinn mælti:

Ég meinti reyndar heimabæ hans, en jæja.

Ég held að heimabærinn heiti Woytyla eða Wadowice eða eitthvað þannig.

Páfinn hét upphaflega Karol Woytyla og er frá Wadowice.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/1/05 13:20

Alltaf gaman að ná að giska rétt í fyrstu tilraun. Nú verð ég að koma með eitthvað gott. Sjáum til ...

Í hinni tiltölulega kunnu epísku klassík, Hringadróttinssögu eftir Tolkien, er fleiri hringi að finna en Hringinn eina. Til að mynda voru ásamt þeim hring smíðaðir aðrir aflminni hringir handa álfum, dvergum og mönnum.

Spurning mín er einföld: Hvað fékk hver stofn um sig marga hringi?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 4/1/05 13:27

Voru þeir ekki þrír alls, ef ég man rétt og þessi Mordor náði einhvernveginn að hremma þá alla, eða hvernig var þetta aftur...?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/1/05 13:29

Nei nei nei ... þetta er ekki rétt. Svo er Mordor staður en ekki persóna.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Eyminginn 4/1/05 13:35

Voru þeir 7?

Nonni afi var hálshöggvinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/1/05 13:42

Nei, ekki sjö í heildina.

Fullgilt svar útlistar hvað hverjir um sig fengu marga hringi: Álfar, dvergar, og menn. Þetta eru því þrjár tölur.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Eyminginn 4/1/05 14:05

7+7+7

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/1/05 14:07

Ekki rétt.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 4/1/05 14:12

Tinni mælti:

Póllandi

Rangt.
Jóhannes Páll páfi var fæddur á Ítalíu en Jóhannes Páll páfi II var fæddur í Póllandi.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 4/1/05 14:23

Við spurningu Þarfagreinis, ég man að álfarnir fengu 3, ég held að mennirnir hafi fengið 5 og dvergarnir 7.

Já Fergesji, þetta er rétt hjá þér, ég var enganveginn nógu nákvæmur með spurningu minni.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
        1, 2, 3 ... 145, 146, 147 ... 238, 239, 240  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: