— GESTAPÓ —
Enn er kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 216, 217, 218 ... 453, 454, 455  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 16/12/04 13:08

‹Brestur í óstöðvandi grát› Ég er víst alger birjandi í bragfræðinni.
Takk samt firir ábendinguna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/12/04 14:12

Það á náttúrulega að stökkva yfir þetta frá brauðristinni, ekki viljið þið hafa svona í heimsmetinu?

Stabbann enn ég stafla hér
stend á heyi nýju
Heytugguna hrútur sér
og hendir mér úr stíju

Dr. Zoidberg, ekkert slæm vísa, þó slæðst hafi inn villa... skoðaðu rimur.is og heimskringla.net

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 16/12/04 14:58

Stíu orða stend ég við
stelst til þess að lesa
Skabbi sér skaut inná hlið
skelfir bögublesa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 16/12/04 16:58

Blesa hún er brjáluð mær
brussu- og frekjuköst hún fær,
sífellt verður óð og ær.
Alltaf er hún mér þó kær.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 16/12/04 23:27

Kærastan hanns kom í gær
kætist drengsins hugur,
daman er með duggu lær
drottin almáttugur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 16/12/04 23:39

Almáttugur! En sú mæða!
einhver hefur hreinsað mín
innlegg. Ég mun ykkur fræða
um vefs ritskoðarans pín.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 16/12/04 23:52

Pín er að eiga lopa peisu
ef passar ekki hún á mann,
og renna út í ræp' og kveysu
ræfilslegann andsskotann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 17/12/04 00:07

Andskotinn með spjóti splundrar
speglinum og hlær að mér.
Stari móti en augað undrar
allt sem í þeim brotum sér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lágkon hamstur 17/12/04 07:10

sérðu ekki sjöleytið
sálu þína þarna
ófagurt er útlitið
andinn utan garna

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 17/12/04 13:39

Garna- heyrist gaulið hátt
gef mér kjöt að eta.
Graut þú einnig gefa mátt
og góða ostinn feta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 17/12/04 14:15

Fetar hér sín fyrstu spor
fumlaust, vatnalaugur.
Með tímanum hann verður vor
vísna-fylgju draugur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 17/12/04 15:25

‹Ljómar upp›

Draugur sótti að mér einn
illvígur og ljótur.
Ég undan rann, var ekki seinn
og ofboðslega fljótur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
brauðrist 17/12/04 21:23

fljótu lójtur
maður er
skítur um skjót
þessi maður
á ekki heima hér
heldur hjá þér

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lágkon hamstur 17/12/04 21:24

fljót skal hlaupa, forða sér
flýja drauginn grimma
veiðir hann þig, varpar þér
veröld niðrí dimma

of seinn en tek ekki innlegg brauðristarinnar með, ögn frá reglunum sýnist mér, á www.rimur.is og www.heimskringla.net er gott efni um hvernig gjöra skal vísur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lágkon hamstur 17/12/04 22:01

vínið góða vinur minn
varast skaltu bölið
nema kannski nú um sinn
nálgast jóla ölið

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 17/12/04 23:28

Hrekkur greyið hátt á loft
horngrítið at tarna,
þettað skéður sratti oft
í skotinu hjá Bjarna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 18/12/04 04:31

Kvæðasmæð með fræðafæð
flæðir, skæð, um þræði.
Svæða hæðir gæðum glæð;
græða bræður. Æði!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 18/12/04 06:45

Æði er sko sæðið mitt
svakalega gott
Í Hollandi er það sko hitt
hrókur alls fagnaðar

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 216, 217, 218 ... 453, 454, 455  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: