— GESTAPÓ —
Íslenskir textar - sjaldgæf orðsnilld á netið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 22/10/04 19:38

Já, já allt í lagi, svo Víðihlíð er víst drykkjumannahæli. Hef aldrei heyrt á það minnst enda stakur reglumaður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/10/04 20:12

Hildisþorsti mælti:

Vamban mælti:

Í Heilræðavísum er talað um að "valhoppa inní Víðihlíð". Hvað var í Víðihlíð? Veit það einhver?

Víðihlíð var deild á Kleppi. Þar sem Bergiðjan er starfrækt núna.

Þetta hljómar trúverðugt. Takk fyrir þessar upplýsingar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 22/11/04 12:18

Jú mikið rétt, Víðihlíð var deild á Kleppi mikið sótt af útbrunnum húsmæðrum.

Mér þykir mikið gert úr ljótum kvœðum Megasar á þessari síðu. Kannast menn ekki við Orfeus og Evridísi? Fegurra ljóð er vandfundið á íslenskri tungu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/11/04 19:59

víólskrímsl mælti:

Jú mikið rétt, Víðihlíð var deild á Kleppi mikið sótt af útbrunnum húsmæðrum.

Mér þykir mikið gert úr ljótum kvœðum Megasar á þessari síðu. Kannast menn ekki við Orfeus og Evridísi? Fegurra ljóð er vandfundið á íslenskri tungu.

Láttu það flakka...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 22/11/04 21:06

Tinni mælti:

Mig minnir að hringhendur sé það vísnaform sem hægt er að þylja í belg og biðu, hvað eftir annað og einn magnaðasti Megasartextinn í þeim stíl er að sjálfsögðu "Jólanáttburður":

Vælir út í veðri og vindum
vetrarnætur langt á meðan
pabbi í druslum dauður
í kompu úr drykkju liggur
hlandbrunnið braggabarn
í barnavagni

‹Skrifað eftir minni›

Ekki alveg Tinni. Hringhenda kallast ferskeytluform með innrími, eins og t.d.:
Nú er hlátur nývakinn
nú er grátur tregur.
Nú er ég kátur nafni minn
nú er ég mátulegur.

Miklu frekar að þetta heiti bunhenda eða runhenda eða skrunhenda... hvað veit ég?
Grunar þó helst að þetta heiti ekki neitt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 22/11/04 23:51

víólskrímsl mælti:

Mér þykir mikið gert úr ljótum kvœðum Megasar á þessari síðu. Kannast menn ekki við Orfeus og Evridísi? Fegurra ljóð er vandfundið á íslenskri tungu.

Þetta er eitt mitt uppáhald með Megasi fyrst Víólskrímsl fór að tala um fallega Megasar texta

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
en ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer
en ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn
í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar, en ekki er það þó biðin
því ég sé það fyrst á rykinu hve langur tími er liðinn
og ég skrifa þar eitthvað, með fingrinum, sem skiptir öllu máli
því að nóttin mín er dimm og ein, og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað, hve ég man það alltaf skýrt
augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt
jú, ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best,
en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn, þegar sólin brosir við mér
og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á
en ég sakna þín mest á nóttunni, þegar svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær
ég man þig þegar augu mín eru opin hverja stund
en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund

Að mínu mati ein tærasta snilld um sökknuð sem hefur verið ritað á íslenskri tungu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/11/04 23:53

Já eða:

Hér er drengja hópur stór
hér má lengja vöku
einn ég geng í kvæða kór
kann þó enga stöku

Hér var ég að vitna í Kynjólf... Nornin, sammála, frábær texti...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/11/04 23:55

Að öðru, man einhver hvaða lag það er þar sem Megas er að syngja um ástina sína, frábært ástarljóð... það rennur þó upp fyrir hlustendanum fyrir rest að hann er að syngja um flösku...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 23/11/04 00:16

Var hann ekki að syngja um hest? Eða er það annað lag...man ekki svo vel.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ittu 23/11/04 02:37

Skala og singja skagfirdinga... Satanivoq!

Kalaallit nunanut tikilluaritsi!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/11/04 17:10

víólskrímsl mælti:

Jú mikið rétt, Víðihlíð var deild á Kleppi mikið sótt af útbrunnum húsmæðrum.

Mér þykir mikið gert úr ljótum kvœðum Megasar á þessari síðu. Kannast menn ekki við Orfeus og Evridísi? Fegurra ljóð er vandfundið á íslenskri tungu.

Magnað... ég var að hugsa um sama fallega ljóðið og þú, nema hvað ég mundi ekki hvað það hét... fann það hvergi á netinu, þannig að ég skrifa það hér með upp, ef þið sjáið innsláttarvillur, vinsamlega bendið mér á þær.

Kvæði:

eins og hamar ótt á steðja
uppá þaki regnið bylur
en í þínu þæga tári
þar er gleði birta ylur

á þínum góðu unaðsttöfrum
önd mín sál & kraftur nærist
þér ég mun æ fé & föggum
fórna meðanað hjartað hrærist

svefn þinn guð í glasi áskenktu
greiðir fró í stríði hörðu
þanninn fæ ég þreyð af árin
þartil loks ég sef í jörðu

fjallahringurinn er dreginn
hringinn í kringum mig
& utan hans þar er ekki neitt
því innan hans þar hef ég þig

en við verðum að láta okkur litla hríð
lynda það sem til bar
þú hvílir í brekkunni bakvið húsið
bráðum finnumst við þar

hún var falleg hún var góð
hún var betri en þær
& þegar hún sefur við síðuna á mér
þá sef ég góður & vær

sólin kemur upp í austri
en í vestri sezt hún niður
í dalnum þarsem ég opnaði augun
í árdaga ríkir kyrrð og friður

hesturinn minn hann heitir blesi
höfum við sömu lifað árin
ég held áfram en hún styttist nú
óðum leiðin fyrir klárinn

blesi minn í brekkunni góðu
búinn er þér hvílustaður
einhverntíma ái ég með þér
örþreyttur gamall vonsvikinn maður

Vín og hestur... þarf maður meira hehe...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 23/11/04 17:13

Þetta var akkúrat ljóðið sem ég var með í huga. Hélt fyrst hann væri að syngja til konu en þegar kom að því að hún hvíldi í brekkunni bak við húsið, runnu á mig tvær grímur. Megas er einfaldlega höfuðskáld 20. aldar og kannski meira.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 23/11/04 17:44

Lofsöngur

Ó, guð, vors lands, ó, lands vors guð,
vjer lofum þitt heilaga, heilaga nafn.
Úr sólkerfum himnanna knýta þjer kranz
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þjer er einn dagur sem þúsund ár,
og þúsund ár dagur, ei meir,
Eitt eilifðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þús und ár, Íslands þús und ár
Eitt eilifðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Þetta þykir mér bara ekkert slæmur þjóðsögnur og vil halda honum, þrátt fyrir tilburði ýmissa til hins gagnstæða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/11/04 18:19

Ég vil Fatlafól sem þjóðsöng. Nær þjóðarkarakternum betur en núverandi söngur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 23/11/04 18:22

Já, Fatlafól gerir það. En er ekki réttast að vera ekkert að básúna þjóðarkarakterinn frekar en við segjum frá beinagrindunum í fjölskylduskápunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/11/04 18:24

Nokkuð til í því. Best að viðhalda lyginni og fölsku yfirborðinu fyrir túrista.

‹Brosir stíft og veifar til þýsks túrista í hippalörfum.›

        1, 2
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: