— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3 ... 12, 13, 14 ... 100, 101, 102  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 26/10/04 11:56

Nei, ekki tókst Mér sjálfum að ná svarinu, því þraut þessi er ekki leyst með heppni.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 26/10/04 14:21

‹Spæli egg á enninu til að kæla heilasellurnar.›

Jú þarna er greinilega vigtað 4 sinnum í lokin. Biðst velvirðingar á því. Var einnig með aðra aðferð í huga en hún reyndist mun verr en þessi.

...Egg og beikon einhver?

‹Hitnar aftur í kofanum...›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 26/10/04 18:58

Númerum kúlurnar og setjum á vogarskálarnar:
vigtun 1. a) 1,2,3,4 og b) 5,6,7,8 (þe kúlur 1-4 og kúlur 5-8)

i) ef a = b þá vigtun 2. a) 9,10,11 og b) 1,2,3
ef a = b þá vigtun 3. td a) 11 og b) 12 - 12 er léttari eða þyngri
ef a > b þá vigtun 3. a) 9 og b)10
ef a = b þá er 11 þyngri, ella önnur hinna

ii) ef a > b þá vigtun 2. a) 1,2,5 og b) 3,4,6
ef a = b þá vigtun 3. a) 7 og b) 8 önnur er þá léttari en hinar
ef a > b þá vigtun 3. a) 1 og b) 2
ef a = b þá er 6 léttri, ella önnur hinna þyngri en rest

Ég tel að þetta leysi allar stöður, þe ef bláa línan er omvent þá tökum við kúlur 3 og 4, ef þær eru jafn þungar þá er 5 léttri en hinar.
Aðeins 3 vigtanir.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 26/10/04 21:19

Órækja, Órækja, Órækja,

Bíð spenntur eftir prófdómaranum.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 26/10/04 22:29

Golíat mælti:

Númerum kúlurnar og setjum á vogarskálarnar:
vigtun 1. a) 1,2,3,4 og b) 5,6,7,8 (þe kúlur 1-4 og kúlur 5-8)
i) ef a = b þá vigtun 2. a) 9,10,11 og b) 1,2,3
ef a = b þá vigtun 3. td a) 11 og b) 12 - 12 er léttari eða þyngri
ef a > b þá vigtun 3. a) 9 og b)10
ef a = b þá er 11 þyngri, ella önnur hinna
ii) ef a > b þá vigtun 2. a) 1,2,5 og b) 3,4,6
ef a = b þá vigtun 3. a) 7 og b) 8 önnur er þá léttari en hinar
ef a > b þá vigtun 3. a) 1 og b) 2
ef a = b þá er 6 léttri, ella önnur hinna þyngri en rest

Ég tel að þetta leysi allar stöður, þe ef bláa línan er omvent þá tökum við kúlur 3 og 4, ef þær eru jafn þungar þá er 5 léttri en hinar.
Aðeins 3 vigtanir.

Nærðu að vita hvor kúlan er léttari/þyngri en hinar þegar vigtað er:
ef a > b þá vigtun 3. a) 9 og b)10
??

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 27/10/04 07:32

Jamm,
ef a > b þá vigtun 3. a) 9 og b)10
ef a = b þá er 11 þyngri, ella önnur hinna, þe 9 eða 10 (það er vitað að þær eru þyngri en hinar ellefu)

Ég veit að þetta er ruglingslegt, eins og þetta er sett upp, en ég nennti ekki að setja all möguleika niður á skjá, aðferðin er sú sama.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 27/10/04 08:47

Ég sé ekki betur en herra Golíat sé með þetta allt á hreinu, til hamingju Golli!

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 27/10/04 08:58

Takk, takk.
En nú tekur verra við, þe að finna nýja þraut. Ég hvet hvern þann sem lumar á einni slíkri að koma með hana. Það má Guð vita hvenær mér tekst að grufla upp þraut sjálfum.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 27/10/04 09:10

Já það er nú þrautin þyngri. ‹Skríkir›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/10/04 11:25

Jæja, hér er ein klassík sem byggist nú reyndar að sumu leyti á skapandi hugsun frekar en hreinni formlegri rökfræði:

Í herbergi einu eru þrjár ljósaperur, allar nákvæmlega eins. Fyrir utan herbergið eru þrír rofar - hver þeirra stjórnar einni af ljósaperunni. Uppsetningin er slík að algjörlega ómögulegt er að fikta að neinu leyti í rofunum og sjá ljósaperurnar eða ljós þeirra á sama tíma.

Hægt er að slökkva og kveikja á rofunum og fara á milli rofa og pera til að skoða stöðu peranna að vild; eina takmörkunin er sú að það er ekki hægt að gera hvort tveggja í einu.

Vandinn er svo þessi: Hvernig er þá hægt að komast að því hvaða rofi stjórnar hvaða peru?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 27/10/04 11:50

Stilla rofana þannig að það sé kveikt á öllum perum. Fara svo að rofa 1 og slökkva, fara svo og sjá á hvaða peru slökknaði. Fara til baka og gera það sama við hinar perurnar.
‹Vongóður, en samt ekki um of, fannst þetta heldur létt og heldur að hér sé einhver gildra›

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/10/04 11:57

Nei heyrðu nú mig ... eitthvað er ég nú alvarlega brenglaður. Þetta er rétt; í þessu formi er þrautin mjög auðveld.

Ég verð víst að bæta við þeirri takmörkun að það er auðvitað ekki hægt að fara á milli að vild ... eftir að fiktað hefur verið í rofunum er síðan hægt að fara að perunum og gera hvað sem er við þær, en ekki til baka eftir það.

Biðst innilegrar afsökunar á þessari yfirsjón.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 27/10/04 13:12

Órækja mælti:

Tilvitnun:

Þú hefur 12 kúlur, alla jafn stórar og eins í útliti. Vitað er að 11 eru af sömu þyngd, en sú 12 er annað hvort þyngri eða léttari en hver hinna 11. Finna skal þessa stöku kúlu og finna hvort hún er þyngri eða léttari en hver hinna 11.
Nota má vog af hvaða gerð sem er, en aðeins þrisvar sinnum til að finna lausnina.

Vonandi erþessi þraut nógu skýr til að hún skiljist og vonandi er lausnin ekki of þekkt, svo einhverji geti nú spreytt sig á henni. Ég hef undir höndum eina lausn sem er rétt, en ekki er ómögulegt að til séu fleiri.

Ein af mínum uppáhalds þrautum, ég vona að þið erfið það ekki við mig þó ég komi með síðbúið svar:

Vigtun 1: 1, 2, 3, 4 & 5, 6, 7, 8
1 a>b (annað hvort er ein af {1,2,3,4} þyngri eða ein af {5,6,7,8} léttari)
Vigtun 2: 1, 2, 5, 10 & 3, 6, 11, 12
1.1 a>b (getur bara gerst ef 1 eða 2 er þyngri eða 6 léttari)
Vigtun 3: 1 & 2
a>b 1 er þyngri
a=b 6 er léttari
a < b 2 er þyngri
1.2 a=b (getur bara gerst ef 7 eða 8 er léttari eða 4 þyngri)
Vigtun 3: 7 & 8
a>b 8 er léttari
a=b 4 er þyngri
a<b 7 er léttari
1.3 a < b (getur bara gerst ef 3 er þyngri eða 5 léttari)
Vigtun 3: 5 & 10
a>b err
a=b 3 er þyngri
a < b 5 er léttari
2 a=b (staka talan er ein af {9,10,11,12} )
Vigtun 2: 9, 10, 1, & 11, 2, 3
2.1 a>b (getur bara gerst ef 9 eða 10 er þyngri eða 11 léttari)
Vigtun 3: 9 & 10
a>b 9 er þyngri
a=b 11 er léttari
a < b 10 er þyngri
2.2 a=b (getur bara gerst ef 12 er þyngri eða 12 er léttari)
Vigtun 3: 12 & 1
a>b 12 er þyngri
a=b err
a < b 12 er léttari
2.3 a < b (getur bara gerst ef 9 eða 10 er léttari eða 11 þyngri)
Vigtun 3: 9 & 10
a>b 10 er léttari
a=b 11 er þyngri
a < b 9 er léttari
3 a < b (annað hvort er ein af {1,2,3,4} léttari eða ein af {5,6,7,8} þyngri)
Vigtun 2: 1, 2, 5, 10 & 3, 6, 11, 12
3.1 a>b (getur bara gerst ef 5 er þyngri eða 3 léttari)
Vigtun 3: 5 & 10
a>b 5 er þyngri
a=b 3 er léttari
a < b err
3.2 a=b (getur bara gerst ef 7 eða 8 er þyngri eða 4 léttari)
Vigtun 3: 7 & 8
a>b 7 er þyngri
a=b 4 er léttari
a < b 8 er þyngri
3.3 a < b (getur bara gerst ef 6 er þyngri eða 1 eða 2 léttari)
Vigtun 3: 1 & 2
a>b 2 er léttari
a=b 6 er þyngri
a < b 1 er léttari

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 27/10/04 13:44

Kveiki á rofum 1 og 2 og bíð í mínútu
slekk á rofa 2 og geng inn í herbergið
rofi 1 er fyrir peruna sem kveikt er á
rofi 2 er fyrir peruna sem slökkt er á en er volg viðkomu
rofi 3 er fyrir peruna sem er köld viðkomu

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/10/04 13:47

Kórrétt hjá Glúmi. Þessi var bara skemmtileg er það ekki?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 27/10/04 14:42

Hún var fín og nú bíðum við spenntir eftir snillingnum Glúmi, hann hlýtur að luma á þraut.‹Setur hönd undir kinn og bíður›

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 28/10/04 16:28

1000 dyr standa lokaðar.
Einhver gengur eftir þeim og breytir ástandi hverra dyra (opnar eða lokar)
Annar maður gengur eftir þeim og breytir ástandi annarra hverra dyra
Þriðji breytir ástandi þriðju hverra og svo framveigis uns þúsundasti maðurinn breytir ástandi þúsundustu dyranna.
Hvernig getur maður á einfaldan hátt ákvarðað hvort dyr N séu opnar ellegar lokaðar.
(Vei þér Jóakim fyrir að benda mér á að það sé málvilla að segjast loka hurðum, að maður skuli loka dyrum)

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 28/10/04 16:54

T.d. væri lítið mál að skrifa stutt forrit sem myndi leysa þetta verkefni fyrir hvaða N sem er.

Nú jæja, kannski ekki "rétta" lausnin, en þessi virkar ágætlega.

Skrifandi undir síðan 2004
        1, 2, 3 ... 12, 13, 14 ... 100, 101, 102  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: