— GESTAPÓ —
Íslenskir textar - sjaldgæf orðsnilld á netið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/10/04 20:13

Hver hefur ekki lent í því að hafa leitað að texta við íslenskt lag sem hann dýrkar en ekki fundið? Hér stofna ég þráð fyrir góða íslenska texta sem eru illa finnanlegir á netinu.

Eftir all viðamikla leit á netinu fann ég hvergi textann við eitt af mínum uppáhaldslögum með Megasi og hefst þá ritunin:

Megas - Skríddu ofan í öskutunnuna, af plötunni Drög að sjálfsmorði:

Heiðraði forstjóri í höllinni þinni
himinháu úr gleri og stáli og steypu
ég kem ekki á fund þinn til að fá hjá þér neina
fyrirgreiðslu enda yrði slíkt sneypu-
för heldur gefa þér gott ráð forstjóri
við geðfargi, geðfári, geðfargi þínu þungu

skríddu ofan í öskutunnuna
afturábak með lafandi tungu

Heiðraði tollstjóri í hreiðrinu þínu
höggnu í gler og í stál og í steypu
ég kem ekki á fund þinn til að fá hjá þér neina
fyrirgreiðslu enda yrði víst sneypu-
för heldur gefa þér gott ráð tollstjóri
við geðfargi, geðfári, geðfargi, geðfári þínu þungu

skríddu ofan í öskutunnuna
afturábak með lafandi tungu

og sólin hún skein á skrúðið blómanna
og skinnið svo mjúkt á stúlkunum ungu
og fuglarnir á trjátoppana
tylltu sér þöndu brjóst
og sperrtu stél og sungu

skríddu ofan í öskutunnuna
afturábak með lafandi tungu

Heiðraði ráðherra í hamrinum þínum
hola massíva úr fljótandi steypu
ég kem ekki á fund þinn til að fá hjá þér neina
fyrirgreiðslu enda yrði víst sneypu-
för heldur gefa þér gott ráð herra ráðherra
við geðfargi, geðfári, geðstríði, geðkrabba, geðmeini þínu þungu

skríddu ofan í öskutunnuna
afturábak með lafandi tungu

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/10/04 20:46

Ég væri þakklátur ef einhver getur birt aktúalan texta Krókódílamannsins eftir Megas. Finn hann ekki á netinu en einhvers staðar þarna úti er til bók með textum Megasar. Ef einhver á hana eða hefur áskotnast textann eftir öðrum leiðum þá þætti mér vænt um að fá hann birtann hér. Það voru ein eða tvær línur sem voru óljósar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 20/10/04 23:42

Hann Megas er nú tíður gestur í Hallanum og auk þess ágætur kunningi minn.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 20/10/04 23:46

Sá sem getur fundið vondan eða illa skrifaðan texta eftir meistara Megas á inni soðinn og gerjaðan mjöð í dós hjá mér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 21/10/04 00:04

Hakuchi mælti:

Ég væri þakklátur ef einhver getur birt aktúalan texta Krókódílamannsins eftir Megas. Finn hann ekki á netinu en einhvers staðar þarna úti er til bók með textum Megasar. Ef einhver á hana eða hefur áskotnast textann eftir öðrum leiðum þá þætti mér vænt um að fá hann birtann hér. Það voru ein eða tvær línur sem voru óljósar.

Krókódílamaðurinn
oní kjallaratröppunum
kemur auga á píu
og pían hún stendur
ekki á löppunum

með dökkan blett í klofinu
á demantsgrænu buxunum
dettur hún í fangið
á manni með höfuð fullt
af ógeðslegum hugsunum

Í grjótaþorpinu
gripin höndum tveim
gallan rænu & vega-
lausa sem á ekki
fyrir taxa heim

tékkar á blettinum býðst
til þess að ak'enni
bölvaður skúnkurinn
ætlar bara útá nes
að taka þar tak,enni

arkar hann með bráðina
eftir grjótagötu
dregur hana á eftir sér

upp grjótagötu
er að fara að troð,enni
inní framsætið
á dökkblárri lödu

grái fiðringurinn
hann greip þig heljatökum
greddan nánast banvæn
áttir heldur ekkert
af haldbærum rökum

er einhver sem heyrir
þó æpi ein drukkin dama
ætli nokkur heyri
þó æpi litla daman
jú allt í einu birtist
bjargvætturinn Laufey
blásvört í framan

krókódílamaðurinn
kemst undan á flótta
kerlingin finnur hann loks
á útidyratröppunum
lamaðan af ótta

ímyndiði ykkur bara
hefði Laufey ekki komið
einn ein drukkin pía
á planinu hún væri
ekki lengur hrein mey

http://www.textar.tk

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/10/04 00:57

Mig minnir að hringhendur sé það vísnaform sem hægt er að þylja í belg og biðu, hvað eftir annað og einn magnaðasti Megasartextinn í þeim stíl er að sjálfsögðu "Jólanáttburður":

Vælir út í veðri og vindum
vetrarnætur langt á meðan
pabbi í druslum dauður
í kompu úr drykkju liggur
hlandbrunnið braggabarn
í barnavagni

‹Skrifað eftir minni›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 21/10/04 01:04

Ef einhver kann/veit um textann við Gott að búa þar sem ég bý eftir Innvortis væri vel þegið að fá hann hingað. Fann hann ekki á textar.tk.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/10/04 11:18

Þakka þér fyrir Hildisþorsti. Þú ert öðlingur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 21/10/04 11:41

Í Heilræðavísum er talað um að "valhoppa inní Víðihlíð". Hvað var í Víðihlíð? Veit það einhver?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 21/10/04 11:52

Getur það verið félagsheimilið Víðihlíð?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/10/04 11:55

Vamban, þú hefur greinilega aldrei farið norður á þjóðleið 1, en Víðihlíð er að sjálfsögðu félagsheimilið og sjoppa í Húnavatnssýslunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 21/10/04 11:57

Jú, ég er að norðan og hef keyrt þarna um þúsund og þrisvar. Mér bara datt ekki í hug að Megas væri að tala um þá saurugu sjoppu.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Skabbi 21/10/04 12:16

Var Víðihlíð ekki eitthvert dópistabæli
kv.
Skabbi
p.s. nennti ekki að skrá mig inn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 21/10/04 12:46

í Hlíðunum ekki Húnaþingi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 21/10/04 13:04

Einmitt.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/10/04 15:04

Rétt hjá Skabba held ég. Það var eitthvað dópistagreni í Víðihlíð sem hann er að syngja um.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 21/10/04 22:08

Nafni mælti:

í Hlíðunum ekki Húnaþingi.

Þetta var nokkurskonar afvötnunarhús minnir mig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 22/10/04 19:22

Vamban mælti:

Í Heilræðavísum er talað um að "valhoppa inní Víðihlíð". Hvað var í Víðihlíð? Veit það einhver?

Víðihlíð var deild á Kleppi. Þar sem Bergiðjan er starfrækt núna.

     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: