— GESTAPÓ —
Nýyrðasamkeppni Schultzs
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 10, 11, 12 ... 94, 95, 96  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 4/10/04 15:49

Klepraskyr.

Dvergur sem er svo lítill að það er táfýla af hárinu á honum.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 5/10/04 18:32

Merbendill

‹Dularfull vera í manns líki sem sést oft við hesthús á suðurlandi›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rindill 5/10/04 18:48

hestamaður

fáránlegur nýorðaleikur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Schultz 5/10/04 19:57

Schultzsing

Þegar knattspyrnumenn láta sig detta að tilefnislausu í leik

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Qwerty 5/10/04 20:22

Bullufall

Gin í Greip

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 5/10/04 21:08

hundinginn mælti:

Merbendill

‹Dularfull vera í manns líki sem sést oft við hesthús á suðurlandi›

Hundingi, hér væri kjörið tækifæri að stoppa aðeins og athuga hvernig þráðurinn virkar.

Sá sem lagði inn síðasta innlegg á undan þínu hefur lagt fram eitthvað hugtak eða vandamál. Þitt verk er þá að koma með nýyrði fyrir það. Svo endar þú þitt innlegg á vandamáli fyrir þann næsta.

Mér datt bara í hug að benda þér á þetta.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Naddoddur 5/10/04 22:15

Napsi.

Napsi merkir útvarp og reyndar hef ég notað þetta orð í nokkur ár. Þá spyr ég oft, hvað er í napsanum?, eða segist ætla að hlusta á napsann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 5/10/04 22:22

Qwerty mælti:

Bullufall

Gin í Greip

Handdrykkur

Hvað kallast þeir sem rugla þráðum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 5/10/04 23:24

Þrestir.

Menn sem bikkjusmella? ‹Biðst velvirðingar á miskilningnum. Vitlaus var ég.›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Svefnburkur 8/10/04 00:31

Bermatanar
‹Stekkur hæð sína›

Kúrekahattur sem búið er að keyra yfir tvívegis.

Formaður Leikfélags Baggalútíu • mikil gleði og endalaus hamingja!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/10/04 00:35

klattur

Þegar maður byrjar að geyspa þegar maður sér annann mann geyspa. ‹geyspar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 8/10/04 00:36

Ginglenna

Klósettpappír sem hefur verið notaður ótæpilega í snýtingar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ófrumlegt Nafn 8/10/04 12:27

húsa
götinn á skrúfunum

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 8/10/04 15:35

Skrúfuholur

Byssa sem lítur út eins og klarinett.

(Tengi ekki saman ,,húsa" við snýtipappír)

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 8/10/04 15:41

Nett & Wesson

tilfinningin þegar maður mætir einhverjum/rri sem maður er ekki alveg klár á hvort/hvernig maður þekkir og hvort/hvenær/hvernig maður svaf hjá

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 8/10/04 16:56

Þekkimóða

Tilfinningin þegar maður vaknar á morgnanna, drífur sig í stressi á fætur og uppgötvar, þar sem maður er að rjúka í eldhúsið að fá sér morgunmat, að klukkan er 7:45 Á SUNNUDEGI!

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/10/04 17:22

Bráðavöknun

Það vonleysi og sú depurð sem maður fyllist við að sjá ungmenni þessa lands ekki einu sinni getað hafið setningar á stórum staf.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 9/10/04 01:18

Málarfsdepurð

Sú tilfinning að einhvers staðar, einhvern veginn, sé önd að horfa á mann.

Seztur í helgan stein...
        1, 2, 3 ... 10, 11, 12 ... 94, 95, 96  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: