— GESTAPÓ —
Gamanvísur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Hjálmar Freysteinsson fyrrum læknir á Akureyri orti nýlega vísu þar sem hann sótti andagift í ummæli fyrrverandi umhverfisráðherra. Vísan er undir yfirskriftinni íþróttameiðsl er svohljóðandi:

Sögu ég heyrði um seinheppinn mann
sá hafði farið hjá sér
á fimleikaæfingu henti það hann
að hoppa upp í rassgatið á sér

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/10/10 02:49

Já, það komu fleiri góðar íþróttavísur í framhaldið á henni. ‹Ljómar upp›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 17/11/10 15:40

Sagt er að Halldór Laxness hafi á sínum yngri árum haft bankaviðskipti sín í Útvegsbankanum. Oft þurfti skáldið að koma í bankann og kynntist því sumu af afgreiðslufólkinu nokkuð vel. Einhverntíma gerðist það að stúlka að nafni Lilja Sölvadóttir var ráðin í bankann. Stúlka þessi var afskaplega fögur og glæsileg á allan hátt og framkoman eftir því heillandi, og voru allir karlmenn sem komu í bankann, giftir sem ógiftir, í vandræðum með sig í návist hennar. Skáldið var þar engin undantekning.
Einn morgunn sér skáldið brúðarmynd af Lilju og Guðmundi Guðmundssyni aðalgjaldkera Útvegsbankans í Morgunblaðinu, en þau höfðu þá nýverið gift sig. Ekki er vitað hvaða tilfinningar bærðust í brjósti skáldsins við þessa frétt en næst þegar hann kom í bankann gekk hann að þeim hjónum þar sem þau stóðu saman og sagði:

Lilja Sölva, mér lá við að bölva
þegar ég las að þú værir gift.
Gott á þinn maki, gjaldkerinn spaki,
Guðmundur! geturðu skipt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Arne Treholt 18/11/10 20:16

Ein sem ég lærði í æsku:

Þennan galla á gásinni,
get ég varla liðið.
Rangur halli á rásinni,
rétt um ballarmiðið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 23/2/11 13:24

Þegar Kvæðakver Halldórs Laxness kom út fannst mörgum það frekar klént. T.d. voru blaðsíðurnar illa nýttar - stutt ljóð á einni síðu og svo eyða niður síðuna - og svo órímað eins og Únglíngurinn í skóginum.

Þá var ort:

Þitt hef ég lesið kvæðakver
um kæðin lítt ég hirði,
en eyðurnar ég þakka þér
þær eru mikils virði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 6/9/11 19:15

Í dag birti Hallmundur Kristinsson á Akureyri þessa stöku til Kínverjans sem mér finnst harla vel gerð:

Að vara manninn við mér þætti rétt,
svo veslingurinn gæti spyrnt við fótum
er hann hefði af því nokkra frétt
hvað Íslendingar gera á áramótum.

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/9/11 13:12

Hér er ein góð, um höfundinn veit ég ekki.

Hún þráði loft og þurfti loft,
þunga af lofti bar hún.
Uppi á lofti upp í loft
undir lofti var hún.

Svo geta menn leikið sér að því að setja hástafi inn og þá gæti hún verið svona:

Hún þráði Loft og þurfti Loft,
þunga af Lofti bar hún.
Uppi á lofti upp í loft
undir Lofti var hún

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/4/12 09:41

Flosi heitinn Ólafsson orti:

Sá ég hýran Hafnfirðing
í Hellisgerði.
Aftan og framan og allt um kring
ég er á verði.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 24/4/12 10:14

Smá leiðrétting:

Sjái ég hýran Hafnfirðing
í Hellisgerði
aftan og framan og allt um kring
er ég á verði.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 18/7/12 12:25

Stóð a klósettvegg

Að hitta ei skálina vandræðum veldur
Verkið að þrífa er ekki létt
Stattu því nær hann er styttri en þú heldur
og stjórnaðu bununni rétt

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 7/9/12 23:06

Þessa kendi mér gamall Siglfyrðingur.

Burt sig drógu af brautinni
begga hlógu sinni.
Nára lóan lokaði
læra kjóann inni.

Þar á hnjánum hraunfastur,
húkti á saningsgrunnni.
Stórt var lán að Stengrímur, (Læknirinn á staðnum)
stynga'upp skrána kunni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 8/9/12 08:36

Lipur kútur laus við kraft
Leysir hnúta snúna
Matti þrútinn hefur haft
hægðir úti núna

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 13/10/12 13:56

Þessa orti Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur:

Þjóðin svíkur finnst mér flest,
af fornum siðum stokkin.
En það var sem mér þótti verst
þegar hún sveik Flokkinn.

vér kvökum og þökkum
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: