— GESTAPÓ —
Já hér er hann og tími til komin, segja menn.
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sætilíus Hunkybottom 18/12/11 16:50

Það mun vera til fyrirmyndar að kynna sig er maður hefur þáttöku í svo hátt metnu samfélagi og Baggalútía er og verður um ókomin ár.
Sætilíus Hunkybottom nefnist þessi fyrir myndar mannkostur, sem nú hefur ritstörf í þeim tilgangi að upphefja sitt eigið egó, svo hátt að ekki einu sinni fuglin fljúgandi komist þar yfir, Er það von mín að skynsamleg rit vor, verði öðrum til eftirbreyttni.
Svo vill ég benda á að ég var fermdur á því merkilega ári 1982 og þau ykkar sem enn eigið eftir að afhenda mér fermingar gjafirnar, eruð beðin um að koma þeim til skila sem fyrst. Til upprifjunar þá var Sony Walkman efst á óska listanum. Lifið heil

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 18/12/11 16:57

Já, svo skal sig kynna. Verið hér velkomnir. Vér munum þó vart nefna yður því nafni, er þér hafið yður sjálfir kosið, en líklegra er, að yður hlotnist eitthvert hjánefni, hvert styttra er og þjálla. Vegni yður vel á síðum hins mikla sannleika, og reynið að hafa yður sem mest í frammi. Enginn heldur lífinu betur í samfélaginu en maður sjálfur, og verði hlédráttur á, gjalda þess allir.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/12/11 17:27

Það er aðalega spurning um það hvort þú ert sætur eða sæt. og hvernig þér tekst að höndla teningana. Hvort maður eig að bjóða þig velkomin eður ei.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 19/12/11 11:21

Sæll og velkomin.
Það var hér til siðs áðurfyrr að nýliðum var velt upp úr tjöru og fiðri í Innflytjendahliðinu, áður en þeir fengu formlega stimplun frá þar til bærum yfirvöldum sem heimiliðu nýliðanum inngöngu í vort dásemdarinnardyggðumprýdda samfélag. Vegna mannfæðar er slíkt vart framkvæmanlegt og því bið ég þig að sjá um það sjálfur að fiðra þig og tjarga. Það kemur þá kannski einhver og stimplar á þér botninn.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 19/12/11 21:42

Sæll og velkominn. Þú virðist ágætlega máli farinn, það er gott.

Endilega reyndu að finna Innflytjendahliðið svo við getum tekið almennilega á móti þér.

Það held ég nú!
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sætilíus Hunkybottom 21/12/11 22:22

Ó Er bara klökkur yfir þessum líka fyrir myndar viðtökum. Greinilegt að hér er mikið saman safn af gáfumönnum og konum. Er í vandræðum með að finna innflytjanda hliðið en hef fjárfest í svona tækni Garmi og reikna með að fá kort af Baggalútíu í tólið sem fyrst. Hef skafið götur bæjarins og eignast nokkur föt af tjöru, eru ekki 3 hálfpottar nóg. Þar sem ég er nettur náungi. En nú er mál að linni því enn er eftir að reita þrjár landnáms skelþunnar hænur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 21/12/11 23:27

Þú gleymdir að setja punkt í lokin, líka á eftir Ó-inu sem er alveg fremst, og svo fer betur á því að slá tvisvar á bilslána eftir punkta. Vertu svo velkominn. ‹Ljómar upp›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stephan 22/12/11 20:52

Fyrirmyndar á að vera í einu orði. Gáfumönnum og -konum með striki. Innflytjandahliðið í einu orði. Tækni-Garmi með striki og hástaf ef um sérnafn er að ræða. Eignazt með zetu. Spurningarmerki á eftir "... hálfpottar nóg". Reyta með yfsiloni. Persónunlega myndi ég svo skrifa landnáms-skelþunnar hænur með striki á milli.

Tek að öðru leyti undir ábendingar Regínu, nema hvað það datt úr móð að slá tvisvar á bilslá á eftir punkti þegar ritvélar sungu sitt síðasta; vel teiknaðir fontar gera ráð fyrir eilitlu aukabili.

Ég er ekki alltaf svona smámunasamur, en oftast.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 22/12/11 21:59

‹Gjóir augunum að Stephani› Voðalegur beturviti er þessi Debbi.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 22/12/11 22:26

Mér sýnist að hann telji sig málverndunarsinna, en talar samt um að eitthvað sé dottið úr móð. Það er nú bara dönskusletta að mínu viti.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stephan 22/12/11 22:32

Það sem maður ætlar að skrifa, ætti maður að skrifa rétt. Líka það sem er rétt að skrifa rangt.

Málfarsofverndunarsinni telzt ég seint. Cave ignoramus.

Question authority!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 22/12/11 22:34

Jæja, ég er ekki smámunasamur svo að ég horfi bara framhjá þessu. Velkominn Stephan.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/12/11 23:46

Það er síminn til þín... ‹Réttir fram tólið›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: