— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 346, 347, 348 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 21/9/11 19:49

Neftóbaksins nýt í topp,
nautnin eina sanna.
Snúsi síðan snýti' í kopp,
snöggt það öðrum banna.

Handbolti er hógværra
heldri kvenna íþrótt.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/9/11 12:00

Handbolti er hógværra
heldri kvenna íþrótt.
Eikur líka óværra
áhorfenda fríþrótt.

Fundahöld á frídögum
fjörið alltaf drepa.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 25/9/11 00:27

Fundahöld á frídögum

fjörið alltaf drepa.
Naumt er ljós á nýhögum
neista kvæðasepa.

Oft er þraut að yrkja ljóð
orð ef fátt við ríma

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/11 00:41

Oft er þraut að yrkja ljóð
orð ef fátt við ríma
Þá vaknar gjarnan kvarnakóð
það kallast heilaglíma.

Ef í draumi yrki brag
eykst oft stuðlastóðið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/9/11 01:09

Ef í draumi yrki brag
eykst oft stuðlastóðið.
Er ég vakna á það lag
eitthvað lem ég, ljóðið.

Setjir þú út sunnanvindinn
suddi stundum fylgir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 25/9/11 01:37

Setjir þú út sunnanvindinn
suddi stundum fylgir.
þessi vísa voða fyndin
því væta aldrei fylgir.

Hér er sunnan sælust átt
sem sæta angan færir.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/9/11 13:03

Hér er sunnan sælust átt
sem sæta angan færir.
Verði þér í brók svo brátt
þú blómin litlu nærir.

Leiðangur þú lagðir í
sem lýkur fyrr en varir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 25/9/11 13:44



Leiðangurþú lagðir í
sem lýkur fyrren varir.
Ennþá treður Stebbi strý,
stoltur meðan hjarir.
--------------------------------------
Við skjáinn gnauðar Kári karl,
kuldaboli að sækir.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/9/11 20:35

Við skjáinn gnauðar Kári karl,
kuldaboli að sækir.
Er hann fer að snapa snarl
snúnir verða klækir.

Flókið er að flétta hár,
fingur enda í bendu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 25/9/11 23:19



Flókið er að flétta hár
fingur enda í bendu.
Í augnakvörmum titra tár,
telpunnar litlu Gvendu.
--------------------------------
Hvergi sást í dökkan dýl,
drundi í felli háu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/9/11 10:16

Hvergi sást í dökkan dýl,
drundi í felli háu.
Velta yfir vondan skríl
voðaflóðin hráu.

Nú er lag að láta hér
loksins staðar numið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 26/9/11 14:54

Nú er lag að láta hér
loksins staðar numið.
Þynnkan núna nauðgar mér,
af nautn er ekkert stunið.

Mánudagsins mæða, kvöl,
magnast vikulega.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/9/11 16:23

Mánudagsins mæða, kvöl,
magnast vikulega.
Á því hef ég ekki völ
að útiloka trega.

Fríríkið það fagnar nú
fjörutíu árum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/9/11 16:42

[i][b]
Mánudagsins mæða,kvöl
magnast vikulega
Það er mikið bansett böl
en brosi fullur trega.
------------------------------

Fríríkið það fagnar nú
fjörutíu árum.
Gleðilegt en þekkir þú
það er upp við skárum.
----------------------------------
Fagrir litir er laufin sölna,
líður haustið að.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/9/11 23:27

Fagrir litir er laufin sölna,
líður haustið að.
Sjáum við er fjöllin fölna
fannasturtubað.

Loksins hef ég lokið við
launaskráningarnar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/9/11 23:51

Loksins hef ég lokið við
launaskráningarnar.
Eftir mikið og stanslaust strið,
og stelpurnar allar farnar.
-------------------------------------
Dagur þessi að kvöldi er kominn
karlinn fer að sofa nú.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/9/11 00:16

Dagur þessi að kvöldi er kominn
karlinn fer að sofa nú.
Þú mátt ekki syngja svo minn
svefninn ekki truflir þú.

Legðu nú í lófa minn
lítið eitt af því

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/9/11 13:33

Legðu nú í lófa minn
lítið eitt af því.
Hérna spónin þarftu þinn,
þvöru og fötin hlí.
----------------------------------------
Bjarni karl í ströngu stendur
stanslaust kinda þvarg.

lappi
        1, 2, 3 ... 346, 347, 348 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: