— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 133, 134, 135 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 11/9/04 11:55

Gott er að drekka guðaveigar
grófa brauðið fljótandi
Blómstra andans blómasveigar
birturótum skjótandi.

Dagur nýji nú er lag
nóttin hefur flúið

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 11/9/04 22:07

Dagur nýi nú er lag
nóttin hefur flúið
galar hahi hænu brag
hefjum vinnu, búið',


Ljúfir tónar takt fastir
trumbu sláttur með,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 12/9/04 11:50

Ljúfir tónar takt fastir
trumbu sláttur með
þjó minn hestar þrælhastir
þæfðu nú nýskeð

á sunnudegi sannarlega
sorglegir botnar verða

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/9/04 12:37

Á sunnudegi sannarlega
sorglegir botnar verða.
Aumingjaskap allir trega
engir fást til fjallaferða.

Gæti vörnin orðið verri?
Viltu Grautur bolta halda.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
fótboltastelpan 12/9/04 18:12

Gæti vörnin orðið verri
viltu Grautur bolta halda
Frekar stend í stafni á knerri
sigli beint til æðri valda

Heim til hárra halla
held með prinsi fríðum

non scholae, sed vitae discimus
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 12/9/04 18:15

Upp til Upsafjalla
Upprisnir með dauðum ríðum

Gaggalagú, gamla kú
gengur í fötum haninn

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 12/9/04 22:23

h

Heim til hárra halla
held með prinsi fríðum,
ljúft um laut og hjall
leiðumst kanski bíðum,

Fölur máninn hátt á himni
heldur sína leið,
---------------------------------
Gaggalagú,gamla kú
gengur í fötum haninn
bara þettað getur þú
það er gamli vaninn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 12/9/04 23:13

Fölur máninn hátt á himni
heldur sína leið.
Við þennan botn ég brúka fimni
bara útúr neyð.

Að gera lag við grútar brag
gengur bagalega

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 13/9/04 00:14

Að gera lag við grútar brag
gengur bagalega
ég við það dóla fram á dag
og drulla voðalega.

Hlessing hleipur nú á mig
hendist framm á klósett,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 13/9/04 11:36

Að gera lag við grútar brag
gengur bagalega
Strax í dag upp hefjum hag
hjarta- og magaþega

Hlessing hleipur nú á mig
hendist framm á klósett,
eigðu fyrir álfinn þig
allt sem þar er framsett

Heiður er nú himinn blár
Heillar sólarglæta

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/9/04 12:05

Heiður er nú himinn blár
Heillar sólarglæta
Brátt nú kemur garri grár
og grámygluleg væta

Kaldur vetur hríðar hret
með hænufeti nálgast

 • LOKAР•  Senda skilaboð
massi 13/9/04 14:10

Kaldur vetur hríðar hret
með hænufeti nálgast
garri gefur í það fret,
gott ef hæna ekki blóðgast

Regnið niður af þaki drýpur
djöfulleg sú bleyta

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Orðagljúfur 13/9/04 14:26

Regnið niður af þaki drýpur
djöfulleg sú bleyta
stúlkukindin á hnéin krýpur
vininn fer að skreyta

Í höfðabóli halla fer
að kvöldi sérhvers dags

 • LOKAР•  Senda skilaboð
massi 13/9/04 14:34

Í höfðabóli halla fer
að kvöldi sérhvers dags
höfuðleður af höfði sker
hættu nú þessu strax!

Bragðarrefur ropar hér
talar ekki einu sinni um veðrið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/9/04 15:18

Bragðarrefur ropar hér
[röflar] ekki [] um veðrið
stuðullinn oft fremstur fer
fægðu kveðskapsleðrið

Velkomnir nú vinir tveir
vanda megið kvæði

tók mér það bessaleyfi að gera þennan fyrripart gjaldgengan, sjá upplýsingar um kveðskap hér...
http://www.heimskringla.net/bragur/Default.asp
http://rimur.is/?i=4

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heillar 13/9/04 15:54

Velkomnir nú vinir tveir
vanda megið kvæði.
Kunna verðið kúnstir meir
kveðskapar- á -þræði.

Ekki er gott að gleyma sér
og gefa skít í braginn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 13/9/04 16:27

Ekki er gott að gleyma sér
og gefa skít í bragin,
heir og húrra fyrir þér
heilsa góðann daginn.



Kulda boli bráðum mætir
kalt í morgun var,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 13/9/04 16:31

Kulda boli bráðum mætir
kalt í morgun var,
kvef og hor kverkarvætir
hvenær kemur sumar?

Ansans kuldi allstaðar
mest á Akureyri

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 133, 134, 135 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: