— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 332, 333, 334 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 24/2/11 23:23

Vertu úti væni minn
uns veðrið inn þig rekur.
Annars fýkur í föður þinn
og fast í lurginn tekur.

Börnum gef ég gjarnan ráð:
grjót- að halda -kjafti

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/2/11 00:14

Börnum gef ég gjarnan ráð:
grjót- að halda -kjafti
annars fá þau enga náð
frá örgum fyllirafti.

Logn á undan læðist hér
lífsháskandi stormi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 28/2/11 00:10

Logn á undan læðist hér
lífsháskandi stormi.
Vin minn Kári virðist mér
ver'í góðu formi.

Með hrömmum sínum húsið mitt
hrærir ákaft Kári.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 1/3/11 23:02


Með hrömmum sínum húsið mitt
hristir ákaft Kári.
Hríðarkóf og storma strítt
stuðla að vetrar fári.
----------------------------------
Rigningin til foldar fellur
fyllist bráðum kjallarinn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 3/3/11 10:50

Rigningin til foldar fellur
fyllist bráðum kjallarinn.
En lappi þráir ljótar mellur,
lostugur kynsvallarinn.

Komið er að lokum leiðar,
landið sekkur eins og steinn.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/3/11 11:33

Komið er að lokum leiðar,
landið sekkur eins og steinn.
Út þó virðast ennþá greiðar
ýmsar leiðir, sértu hreinn og beinn.

Í Austurstræti Óli var
ansi lengi að selja blöð.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 3/3/11 17:36

Í Austurstræti Óli var
ansi lengi að selja blöð.
Hann sig bærilega bar,
þó bæjarösin væri hröð.
-------------------------------
Roggin upp á háum hól
hani montin galar.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 3/3/11 23:08

Rogginn uppi á háum hól
hani montinn galar.
Uns húsfreyjan á hlýrakjól
í hakkið ræksnið falar.

Í bjarma tungls við bæjarstafn
breima kettir emja.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 5/3/11 22:36

Í bjarma tungls við bæjarstafn
breima kettir emja.
Og upp á turni hefur hrafn
hamast við að semja.
-----------------------------------------
Eftir þennan ljóta leik
læðast mun í háttinn.

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ögmundur. I 7/3/11 00:57

Eftir þennan ljóta leik
læðast mun í háttinn.
en pabbi gefur ekkert ,,breik"
og þingir andardráttinn

Á svaka skralli Tumi var
langt var liðið á nóttu

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 7/3/11 17:27

Á svaka skralli Tumi var
langt var liðið nóttu.
Með ungri píu færann far
í fjöruna hjá Gróttu.
---------------------------
Augun hennar blika brún
brosið milda lokkar.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/3/11 18:10

Síðasti löglegi botn:

Komið er að lokum leiðar,
landið sekkur eins og steinn.
Út þó virðast ennþá greiðar
ýmsar leiðir, sértu hreinn og beinn.

Í Austurstræti Óli var
ansi lengi að selja blöð.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 7/3/11 18:26

Í Austurstræti Óli var
ansi lengi að selja blöð.
Hætti áðren hann varð skar,
hin þá urðu börnin glöð.

Sölubörnin seldu færri
síðdegis- af blaði eintök.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 7/3/11 18:47

Sölubörnin seldu færri
síðdegis- af blaði eintök.
Ráku þó upp hærri og hærri
hróp og köll og gól og vein stök.

Ópanna sakna ekki hót,
ennþá síður Vísis.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/3/11 19:32

Ópanna sakna ekki hót,
ennþá síður Vísis.
Hlustaverks fengið hef ég bót,
með hellings töku lýsis.

Vindur norðan verður brátt
og vefst svo Frónið lægðum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 8/3/11 13:43

Vindur norðan verður brátt
og vefst svo lFrónið lægðum.
Kára verður, í brók brátt
bætir á snjó í hæðum.
------------------------------------
Skrítinn þessi mottu mars
muldra kerlingarnar.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 11/3/11 21:53

Skrítinn þessi mottu mars
muldra kerlingarnar.
En vel snyrt skeggið Valdimars
vantar Erling Arnar.

Alrímið er einkar holl
íþrótt hraustum mönnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 16/3/11 20:10

Alrímið er einkar holl

íþrótt hraustum mönnum.
Gal-flímið ber krankan koll,
hví ótt flaustri hrönnum?

Ef í kvæði á að læða
allra mestu rími.

        1, 2, 3 ... 332, 333, 334 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: