— GESTAPÓ —
Vísnagátur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 93, 94, 95 ... 99, 100, 101  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Kambur er rétt og þrír þessara kamba eru réttir en gaman væri að fá annan kamb í bílinn, kambás er vissulega það sama og knastás en það er ekki það sem vakti fyrir mér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 16/4/10 12:45

Er ekki kambur í stýrisbúnaðinum (til þess að taka á móti tönnunum í stýrisstönginni)? Eða, það var hann alltént í tæknilegói sem ég átti einu sinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 25/10/10 10:05

Er ekki kominn tími á eina gátu:

Fallega bindur fatið hlýtt
finnst oft rauður - líka blár
á hann er slegið ótt og títt
ég honum tapa sérhvert ár.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 25/10/10 11:29

Jú, það er sannarlega kominn tími á gátu. Þessi lofar góðu, þó hef ég enga lausn - a.m.k. ekki í bili.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 25/10/10 11:32

Þráður?

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/10/10 12:24

Þráður hlýtur að vera rétt. Rauður þráður, eitthvað hangir á bláþræði, slegið á þráðinn og að tapa þræðinum. Fyrirmyndargáta.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/10/10 12:33

Góður, Golíat.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 25/10/10 12:37

Billi bilaði mælti:

Góður, Golíat.

Þú átt væntanlega við góður Grislingur!

Amk. takk fyrir gátuna Grísli.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/10/10 12:39

Reyndar bæði. Fin gáta hjá Grislingi.
Ég var búinn að vera að hugsa um þessa gátu, og sá ekki svarið, þó mér fyndist það vera á tungubroddinum.
hlebbI var líka að hiksta á þessu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 25/10/10 13:32

Golíat mælti:

Þráður?

Þráður var það heillin - takk fyrir

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 25/10/10 18:22

Meira:

Siglir yfir sæ og láð
set ég niður á þetta blað
þar hafa margir þreyttir áð
þvílíkt nafn á konu er það.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 25/10/10 23:34

Örk?

Siglir yfir sæ og láð = Örkin hans Nóa
set ég niður á þetta blað = blað er örk
þar hafa margir þreyttir áð = kista
þvílíkt nafn á konu er það. = Veit ekki. Kannski heitir einhver skáldsögupersóna Örk.

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 25/10/10 23:37

Siglir yfir sæ og láð gæti líka verið eitthvað annað. Held að örkin hans Nóa hafi bara siglt á sæ og það láð sem var undir sæ.

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/10/10 23:51

Ég vill máta orðið „Ferstikla“ við síðustu 3 línurnar. Gæti það passað við þá fyrstu líka?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 25/10/10 23:52

Grýta mælti:

Örk?

Siglir yfir sæ og láð = Örkin hans Nóa
set ég niður á þetta blað = blað er örk
þar hafa margir þreyttir áð = kista
þvílíkt nafn á konu er það. = Veit ekki. Kannski heitir einhver skáldsögupersóna Örk.

Þetta er örugglega rétt hjá þér Grýta. Í þriðju línu á Gríslingur við Hótel Örk.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 25/10/10 23:53

Grýta mælti:

Örk?

Siglir yfir sæ og láð = Örkin hans Nóa
set ég niður á þetta blað = blað er örk
þar hafa margir þreyttir áð = kista
þvílíkt nafn á konu er það. = Veit ekki. Kannski heitir einhver skáldsögupersóna Örk.

Ég held Grýta sé með þetta.

Margir þreyttir hafa kannski áð á Hótel Örk...
og konan gæti verið Jóhanna af Örk

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/10/10 23:56

Önnur línan er dúbíus.
Þú setur ekki örk niður á blað.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 25/10/10 23:56

Aha! Jóhanna af Örk, að sjálfsögðu.
Annars getur örk líka verið kista þar sem þreyttir hvíla lúin bein og eru lagðir í kistu.

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
        1, 2, 3 ... 93, 94, 95 ... 99, 100, 101  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: