— GESTAPÓ —
Fjórmenningagátur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 48, 49, 50 ... 66, 67, 68  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 25/11/09 13:32

Golíat mælti:

Set inn hugmynd til gamans, þó hún gangi ekki upp hjá mér;

Yfir helliskúr hann skemmti sér. Datt í hug að Þórir Jökull væri að villa á sér heimildir; Skafl beygjattu, skalli, þó skúr á þig falli ...
Skógabóndi fróður. Þórður Tómasson
Drykkfelldur sjómaður dansaði hér. Hann elskaði þilför hann Þórður! en reyndar finn ég engar heimildir um að hann hafi dansað
Drengur í stuði góður. Það má fjandinn vita, nema þetta sé einhverskonar Þórðagleði... síðan var Þórður húsvörður alltaf í stuði

Jamm - 2. og 3. er rétt -

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 26/11/09 08:12

Aha - fjórða línan er Þórður Árnason Stuðmaður!
En sú fyrsta...., ég er búinn að höfðukúpubrjóta mig yfir henni.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 26/11/09 08:41

Golíat mælti:

Aha - fjórða línan er Þórður Árnason Stuðmaður!
En sú fyrsta...., ég er búinn að höfðukúpubrjóta mig yfir henni.

Þá er þetta nú allt að koma - þú varst nú aðeins kominn á sporið með þann fyrsta og með smá gúgli hefðirðu rambað á hann - hann er nefnilega svo til óþekktur nema fyrir eftirfarandi:

Þórðargleði er er sú „gleði“ að hlakka yfir óförum annarra. Uppruni orðsins mun vera úr Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem Þórbergur Þórðarson skráði. Séra Árni bjó til þetta orð út frá því að Þórður vinnumaður hans gladdist alltaf þegar rigndi í þurra töðuna á túninu hjá Þórði á Rauðkollstöðum sem var nágranni þeirra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
26/11/09 09:17

Grislingur mælti:

Þórðargleði er er sú „gleði“ að hlakka yfir óförum annarra. Uppruni orðsins mun vera úr Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem Þórbergur Þórðarson skráði. Séra Árni bjó til þetta orð út frá því að Þórður vinnumaður hans gladdist alltaf þegar rigndi í þurra töðuna á túninu hjá Þórði á Rauðkollstöðum sem var nágranni þeirra.

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 26/11/09 09:20

Grislingur mælti:

Golíat mælti:

Aha - fjórða línan er Þórður Árnason Stuðmaður!
En sú fyrsta...., ég er búinn að höfðukúpubrjóta mig yfir henni.

Þá er þetta nú allt að koma - þú varst nú aðeins kominn á sporið með þann fyrsta og með smá gúgli hefðirðu rambað á hann - hann er nefnilega svo til óþekktur nema fyrir eftirfarandi:

Þórðargleði er er sú „gleði“ að hlakka yfir óförum annarra. Uppruni orðsins mun vera úr Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem Þórbergur Þórðarson skráði. Séra Árni bjó til þetta orð út frá því að Þórður vinnumaður hans gladdist alltaf þegar rigndi í þurra töðuna á túninu hjá Þórði á Rauðkollstöðum sem var nágranni þeirra.

Skemmtileg gáta, takk Grislingur.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 26/11/09 09:43

‹hneigir sig›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 15/3/10 16:54

Þórðargleði er fyrirtaks íslenskun á þýska orðinu Schadenfreude.

Kjaftstór þykir konan sú í kvikmyndunum.
Bítlalagið mörg við munum.
Mátti ei sinna elskhuganum.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Kjaftstór þykir konan sú í kvikmyndunum. - Julia Roberts
Bítlalagið mörg við munum. - Julia af hvíta albúminu
Mátti ei sinna elskhuganum. - Júlía hans Rómeó

en er þetta ekki bara þremenningagáta?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 16/3/10 15:22

Að vísu. Sjáum til hvort ég geti hnoðað eina með fjórum:

Einn af hrunsins arkitektum.
Annan tel ég listamann.
Bóka- vann að -verkum þekktum.
Vel sá fjórði leika kann.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 16/3/10 15:49

Hreiðar Már Sigurðsson-hrun
Hreiðar ég veit ekki hvað-listamður
Hreiðar Stefánsson-Öddubækur
Hreiðar Levy Guðmundsson-handbolti

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 16/3/10 17:29

Ágætis ágiskun, en ekki rétt.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugðir 16/3/10 17:43

Einn af hrunsins arkitektum. Lárus Welding
Annan tel ég listamann. Lárus List (sem kallaður er, á Akureyri)
Bóka- vann að -verkum þekktum. Lárus Blöndal, (rak t.d. bókaverslun ekki rétt?)
Vel sá fjórði leika kann. (Lárus Orri Sigurðsson,fótboltamaður)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 16/3/10 17:45

Einn af hrunsins arkitektum. - Halldór Kristjánsson Landbankastjóri
Annan tel ég listamann. -Laxness
Bóka- vann að -verkum þekktum. - Guðmundsson sem skrifaði m.a. um H:K.L
Vel sá fjórði leika kann. - Ingólfsson handboltakappi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 16/3/10 17:57

Grislingur er með þetta. Raunar ákvað ég að hafa gátuna það almenna að fleiri Halldórar gætu átt við en fjórir, og hefur hann þá alla í sigtinu. Hér er þó önnur lausn eins og hægt væri að hugsa sér hana:

Einn af hrunsins arkitektum. - Halldór Ásgrímsson
Annan tel ég listamann. - Halldór Baldursson
Bóka- vann að -verkum þekktum. - Laxness
Vel sá fjórði leika kann. - Halldór Gylfason leikari

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 16/3/10 21:13

Illa barði Böskum á.
Birti rætur þjóðar mætur.
Um ráðningar hjá Runna sá.
Rosa sætur er hann grætur.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 17/3/10 08:41

Illa barði Böskum á. - Ari Magnússon sýslumaður á Vestfjörðum sá er átti í höggi við baskneska hvalveiðifangara
Birti rætur þjóðar mætur. - Ari fróði
Um ráðningar hjá Runna sá. - Hér stend ég á gati - nema ráðningastjóri Bush hafi heitað Ari??‹Ljómar upp›
Rosa sætur er hann grætur. - "Hann Ari er lítill" yndisleg barnagæla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 17/3/10 08:48

Auðvitað Ari Fleischer starfsmannastjóri Runna hins eldri

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 17/3/10 16:36

Laukrétt.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
        1, 2, 3 ... 48, 49, 50 ... 66, 67, 68  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: