— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 297, 298, 299 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Degi hallar löng var lotan
lúin ég kvíli bein.
Strýk á eftir vanga votann,
vatn á myllustein.

Frægðarrós og framavon,
firnist, ekkert gerist.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tóti Tölvukall 7/3/10 20:26

Frægðarrós og framavon,
firnist, ekkert gerist.
Lánið breytist lon og don,
lævís skuldin berist.

Háskalegt er heimilið,
helst þá kveiktur eldur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/3/10 17:44

Háskalegt er heimilið,
helst þá kveiktur eldur.
Glatað er í geimi lið
sem gininu ey veldur.

Þegar uppköst þjaka pilt
sem þrúgnadrykksins neytir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/3/10 22:00

Þegar uppköst þjaka pilt
sem þrúgnadrykksins neytir.
er honum ljúft en líka skilt
að lemja þann sem veitir.

þvinganir og þannig kíf
þarf ég ekki að stunda.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 8/3/10 22:22

Þvinganir og þannig kíf
þarf ég ekki að stunda.
Svona er mitt sældarlíf
í sumbli helgarstunda.

Margt eitt kvöld og marga nótt
mátti ég í næði

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 8/3/10 22:27


Þvinganir og þannig kíf
þarf ég ekki að studa.
Né annarskonnar leti líf
er leitt til endurfunda.
---------------------------------


--------------------------------
[i] Margt eitt kvöld og marga nótt
mátti ég í næði.
lesa, sofa, hafa hljótt
hugsa það er æði.
-------------------------------
Umm dansgólfið ég sveittur svif
með Svetlönu í fangi.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/3/10 00:22

Um dansgólfið ég sveittur svif
með Svetlönu í fangi.
Það er mikið hopp og híf,
hún er sem úr þangi.

Það er ekki leiðinlegt
að lyggja hér á hleri.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 9/3/10 01:04

Það er ekki leiðinlegt
að liggja hér á hleri.
Annað væri undarlegt:
ávöxt það til beri.

Gægjur liðnar Gáttaþefs
gilda jafnt sem áður.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/3/10 10:04

Gægjur liðnar Gáttaþefs
gilda jafnt sem áður.
Allt sem honum nær til nefs
hann nælir sér í, bráður.

Bagglýtingi baga veldur
blútskortur að morgni.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 9/3/10 15:20

Bagglýtingi baga veldur
blútskortur að morgni.
Samfélagsins siðum heldur
(en) sárt að kverkar þorni.

Skokka má á skreyttar keldur
skola niður horni.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/3/10 17:28


Skokka má á skreyttar keldur
skola niður horni.
Það gerir sá er viti veldur
vinurinn eðalborni.
--------------------------------------
Vor í lofti er lóan kominn?
Læðist hérna músar skinn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 10/3/10 17:47

Vor í lofti, er lóan komin?
Læðist hérna músarskinn.
Sá ég áðan vonda vominn,
vininn eina sanna minn?

Á vörinni eru voða fá,
visin, gulnuð, sinustrá

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/3/10 18:01


Á vörinni eru voða fá,
visin, gulnuð sinustrá.
Á þig vinur minna má
að mörg þau eru niðurfrá.
------------------------------------
Loðin er um lófana
líka vel að neðan.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
10/3/10 22:58

Loðin er um lófana
líka vel að neðan.
Svona best er bófana
burt að senda héðan.
---
Lífið er svo undarlegt
að orð því fá ei líst.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/3/10 00:15

Lífið er svo undarlegt
að orð því fá ei líst.
Leiðist mér að liðið frekt
líklega þú kýst.

Þeir sem ekki þekkja mig
þykjast allt samt vita.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 11/3/10 00:20

Þeir sem ekki þekkja mig
þykjast allt samt vita.
Hollast er að hirða´ um sig
harðna, læra, strita.

Óðamála illur veður
oft er gott að vanda. (ciraskuld)

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
11/3/10 03:00

Kífinn mælti:

Óðamála illur veður
oft er gott að anda.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/3/10 10:24

Óðamála illur veður
oft er gott að vanda
hugsun þá er hausinn kveður,
hægt skal jafnan anda.

Hálfkyrkingar hafa sumir
helst til mikið stundað.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 297, 298, 299 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: