— GESTAPÓ —
        1, 2, 3, ... 808, 809, 810  

Ekki þessa óþolinmæði, kallinn þurfti að heimsækja Elvis.

Loks á ferli fann ég blút
Úr flösku er tappi
Hvergi á mig hvessir stút
Hvar er lappi?

Veit ekki.
Þið ættuð að prófa að spurja Garbo. Starir þegjandi út í loftið

Sæll herra hlewagastiR.
Varla get ég fullyrt að ég sé hissa enda alls ekki staðið mig sem skyldi í því að svara hér spurningum sem borist hafa.

InnleggSkammast í Bundnu. - Upprifinn - 18/3/15 23:50

Ljúft mér væri lappi minn,
ef lærðirðu að þegja.
þá hyrfi frá mér hugsunin
þér hæfði best að deyja.

InnleggKveðist Á - Upprifinn - 13/2/15 00:10

Gjamm er ekki gott um nótt
en glepur mann frá draumum
næturóþols nú tek sótt
því nötra í skrokknum aumum.

Ég mætti í vinnurnar! Já allar fjórar, ég er ekki að ljúga.

Anna Panna talar dönsku alla daga vikunnar, ekki bara á sunnudögum....helvítis tíkin.

Kjötkveðjuhátíð.

Væri það ekki vont fyrir okkur lappa?

Anna Panna býr í Danmörku og er örugglega með matareitrun og ætti að fara til læknis.

Garbo er svo góð í stafsetningu og öllu öðru sem hún tekur sér fyrir hendur að það er lang best að láta hana sjá um þetta allt saman.

InnleggSkammast í Bundnu. - Upprifinn - 12/2/15 23:39

Það er alltaf eins og flón
yrki í lappa nafni.
Ég held að það sé heimsins tjón
að helvítið ekki kafni.

InnleggBraghendukeðja - Upprifinn - 12/2/15 23:37

Kaupa vil ég kannski bæði kost og gæði,
í Kringlunni er alltaf æði,
ef mig vantar skó og skæði.

InnleggFullyrðingamót. - Upprifinn - 12/2/15 23:30

Það er gott að þurrka af.
Það er líf við Dauðahaf.
Jafnan sveiflast jakkalaf.
Ég er kveðinn loks í kaf.

Garbo er að skrifa innlegg fyrir Upprifinn.

Viskíglasið gal er tómt,
gæti ég fengið meira?
Rímar ekkert orð við tómt,
enn er í flösku seyra.

Oss líður dásamlega vel. Vér erum með djásnið. Gefur frá sér vellíðunarstunu

        1, 2, 3, ... 808, 809, 810  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: