— GESTAPÓ —
        1, 2, 3 ... 808, 809, 810

Hljóma eins og bévað breim
bögur Lærða augun meiða
Ekki býð ég honum heim
hann er bæði lydda og bleyða

InnleggVísa dagsins - Upprifinn - 1/10/05 01:31

dagsins litir dofna um nótt
draumar taka völdin
af harðfylgi ég hef þó sótt
að hífast upp á kvöldin

InnleggEnn er kveðist á - Upprifinn - 1/10/05 00:09

Baggalúti býsna má
bragarvefin þakka
til að kíkja á hann smá
alltaf ögn ég hlakka

Fremur vel ég finn á mér
fullur er að verða
voðalegt það varla er
vínskammtinn að skerða

víst er nóttin vot og köld
þó víða leynist hlýja

InnleggFullyrðingamót - Upprifinn - 30/9/05 21:56

Miðbaugur er miðsvæðis
margir leita siðgæðis
Hugsum heitt til einræðis
hundar velta rangsælis

gormurinn ég endurtek gormurinn

        1, 2, 3 ... 808, 809, 810
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: