— GESTAPÓ —
        1, 2, 3, 4 ... 875, 876, 877  

Heimskautafroskur

Llífið það er lottókúla
sem lýgur ekki meir.
Heimur, líf og flest hið fúla:
er 42.

Álfelgur,
hlewagastiR,
Kargur,
Skabbi skrumari

Þegar æði grípur unglingsstúlkurnar - aftur.

No country for old man.

InnleggKveðist Á - Skabbi skrumari - 30/9/11 20:16

Brá er hýr og létt hún lá
lokkafull á þrumara.
Fögur vísa um fljóðin smá
þú færð frá herra skrumara.

Kærar kveðjur ti blóðugt og Rattati..

InnleggBændaspeki - Skabbi skrumari - 28/9/11 23:15

Þótt stútfullt virðist bændablað
bóndinn þrífur með því tað.

Offari:

Etanólið er í hól
eins og sól í bítið.
Nú passar fól í fagran kjól
-furðu gjólar lítið.

Bullustrokkur:

Til vændis skal oft vanda sig
er vösk þín kúla flengist.
Bjarki elskar bara þig
og bumbu þinni tengist.

InnleggBændaspeki - Skabbi skrumari - 28/9/11 21:36

Fari bændur fé að slátra
fer að kólna út við látra.

InnleggKveðist Á - Skabbi skrumari - 28/9/11 21:29

Næstum alltaf er ég ren
eða því sem næst.
Það er ættgengt aulaslen
sem um mig hefur læst.

Enter,
hlewagastiR,
Skabbi skrumari

Ekki slæmt..

InnleggLjóðlínan - Skabbi skrumari - 26/9/11 21:59

Engan langar inn í kvöld,
utan mig, á barinn.
Þar víst tekur þjónninn völd
þar til ég er farinn.

Álfelgur og Tigra fá kærar rammæliskveðjur... skál...

Heyrst hefur þögn í eins manns hljóði...

InnleggKveðist Á - Skabbi skrumari - 25/9/11 01:02

Hylur andlit hálffull flaska
hjartað ákaft slær.
Grímulaust munt geð mitt laska
því gleði mín er tær.

Oft er þraut að yrkja ljóð
orð ef fátt við ríma
Þá vaknar gjarnan kvarnakóð
það kallast heilaglíma.

Ef í draumi yrki brag
eykst oft stuðlastóðið.

Hlebbi:

Ég skal með þér norpa í nótt
norpa á meðan skuggar hljótt
bíta land og bæ
brjóta frosin sæ.
Ég skal með þér norpa í nótt.

p.s. hér eftir breytast reglurnar sjá fyrsta póst.

Kannski er það kexað
kornflex...

        1, 2, 3, 4 ... 875, 876, 877  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: