— GESTAPÓ —
     1, 2, 3 ... 34, 35, 36  
InnleggKveðist Á - Kveldúlfur - 30/10/17 15:12

Góna snauðir gjarnan enn
góna rauðar kindur
glotta auðsins íhaldsmenn
aumur gnauðar vindur.

Þeir sem ættu að þurrka tár
af þjóðarinnar hvarmi.
Opna heldjúp svöðusár
í sálarinnar garmi.

Hér á landi bítast brátt
blóðþyrst þý um sjóði.

Átján gýtur grísum svín,
gyltan rýtir, krafsar.
Mjölið þýtur, gaman grín,
en grís einn skítur, snafsar.

Lögmál svína líkist enn
landi þínu, kauði.

Sáttaleitin sýnist jafnan súr og löng.
Eins og flestöll undirgöng.

InnleggKveðist Á - Kveldúlfur - 1/11/09 16:25

Álfakonan ætlar fljótt
inn í klettinn
Hún sagði forn í fari skjótt:
ég fer að detta'inn.

InnleggKveðist Á - Kveldúlfur - 25/3/09 23:23

Hinum megin Heljar er
-hurð ég er að banka.
Í taki sérðu sjúkan her
-sem menn gerðu blanka.
Andskotinn skal opna hér
þeir inni skulu ranka.

InnleggKveðist Á - Kveldúlfur - 10/1/09 22:07

Beið ég kaldur við klettinn svarta
sá krumma taka dífu
senn mun rýrna sjónin bjarta
við sjávarkalda rdrífu.

Snappaði einn snælduþver og snarpur laut
grasið í og blómið braut.

InnleggKveðist Á - Kveldúlfur - 10/1/09 00:38

Dvelja vil ég draumahöll
ég dotta fram á borðið
ljúka brátt mín kvæðaköll
það kólnar vísnaorðið.

Sprundin Hrund á hundinn Dund,
hrundarlund sá grundar.
Stundarblund við brundarfund
bundin hvunndagsmundar.

Innihaldið vont og veikt
vekur Baldur dýri.

Snerist leysið anda, eys
Uppi geysist þarna.
Allt hann leysir, upp hann reis
úr öskumeysu kvarna.

InnleggKveðist Á - Kveldúlfur - 10/1/09 00:25

Skellir kella hurðum hratt
hylur bil og kekki.
hellir velling vísna bratt
viljan skil ég ekki.

þegar eldist allt er tregt
engu fra´þér kemur.
bölvar greyið blátt og lekt
er bavíaninn lemur.

Um mjúka dýið skeiða skalt
uns skakkur gerist fótur.

Rituð var djúp viska þar
og vitið skar þunnt kanta.
út á hjara held í var
nú hinsta farið panta.

InnleggKveðist Á - Kveldúlfur - 10/1/09 00:13

Reynir Trausta traust mitt á
traust á reynir varla.
En reyni ég við Reyni þá
reyni ég við karla.

InnleggVikhendukeðja - Kveldúlfur - 10/1/09 00:11

Prettar okkur pent og hírudregur.
Ráðherran sem rænir von
og rymur bölvanlegur.

InnleggKlifað - Kveldúlfur - 10/1/09 00:02

Nóttin hellist dimm og dökk
dökkleit vera gerist frökk
frökk hún kroppar gluggan grimmt
grimmt er allt þá verður dimmt.

InnleggKveðist Á - Kveldúlfur - 9/1/09 23:58

Slíkar vonir veikja trú
og vesöld kveikir ljósið bjarta
hagsældar um höldum brú
og hoppum niður djúpið svarta.

     1, 2, 3 ... 34, 35, 36  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: