— GESTAPÓ —
        1, 2, 3, 4 ... 78, 79, 80  

Heima var með vinum mínum.
Vínið drukkum, reyktum hass.
Upp í nefin náðum línum,
nóttin flaug sem saur úr rass-
i.

Oftast þegar á ég vín
annar það skal drekka.

Kalt er úti krummi minn, við komum inn,
við ofninn leggjum kalda kinn.

InnleggKveðist Á - Bakaradrengur - 15/10/22 14:50

Mér í hug og hjarta nú
hljómar þessi bæn.
Beitum okkar barnatrú
svo birtist flaskan væn.

Öpun mín var aðeins grín
svo ekki hrína, vinur.
Þá í mér pínan eykst, ófín,
og ég dvína, linur.

InnleggSAMHENDUÞRÁÐUR - Bakaradrengur - 11/10/22 22:20

Mig að finna fæstum gefst
og fundarlauna þá ég krefst.
Ef þú við það eitthvað tefst
ég í þig pota, þá það hefst.

InnleggStikluvika-keðja - Bakaradrengur - 11/10/22 22:11

Kvalastaður kitlar þann
sem kvölum vill út deila.
Engum þess ég óska kann
að í þann staðinn fari hann.

Undirörull er ég tallin
og einkar lyginn maður.
Ef ég segist aftur fallin
er það bara þvaður.

Ofankoman á mig féll
er ég fór til vinnu.

InnleggAfhendingarkeðja - Bakaradrengur - 11/10/22 22:04

Vikið hefur vísdómur og vonarglætan,
fæstir þekkja manninn mætan.

Árin færast yfir mig og andinn bregst,
eitthvað þó ég áfram dregst.

InnleggKveðist Á - Bakaradrengur - 11/10/22 22:00

Vísur hef ég vaðið um
á vondum skóm.
Ég át með lystaraukunum
orðin tóm.

Viðurkennum væna menn
sem vekja enn upp blóðið.
Þó yfir fenni alla senn
mun okkur brenna ljóðið.

Smýg ég yfir urð og grjót,
oní dalinn,þvera fljót,
í hænsnakofann held ég skjót,
svo heim í greni létt við fót.

Svínapestin prestinn tók
er pokarann hann mærði.
Engin hjálp var heilög bók
og helvíti loks trú hans skók.

Varstu að svalla vinur kær?
Viltur lalla heim til þín?
Á mig hallar, eyður sær,
er ég bralla fyrir grín.

Ég vil fara fram með sjó
og finna þarablöðin.

Innlegg6 sexur - Bakaradrengur - 6/10/22 00:10

Með þessum hraða?

Sálgun sakleysis.

The rings of power.

Skelfir mig minn skapadómur
Skjálfandi ég vakna oft.
Almanna- það er víst -rómur
að mig skorti gleðiloft.

Finnst mér best að fá mér lúr
er fellur sól í stafi.

Brennivínið boðnarmjöðinn betri gerir,
skilja þetta skáldaherir.

        1, 2, 3, 4 ... 78, 79, 80  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: