— GESTAPÓ —
Axlar-Björn
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 5/12/03
Stílistar og tónlist

Þar sem ég hef ekki komist í að pirrast í neinum enn út af þessu þá geri ég það hér.<br /> Það er samt óþarfi að þið farið núna að lesa þetta væl.<br /> Æ, fuck that, ég skrifa þetta samt.

Las Fréttablaðið í morgun, eins og flesta daganna, en það endaði með því að ég spítti morgunmatnum yfir borðið.
Allir <i>vita</i> að tískan gengur í hringi. Heilli opnu er eytt í að hönnuður og stílisti reynir að segja gáfulega hluti um hringrástískunnar, í greininni "Rokk og ról -hring eftir hring".
Byrja á því versta. Hvernig er hægt að segja að Páll Rósinkranz sé líkur Jim Morrison. <i>"Páll Rósinkranz, söngvari Jet Black Joe, söng lög sem hefðu getað verið samin á hippatímabilinu... ...og djúsaði stíft eins og forveri sinn"</i> Forveri! Það eru 20 ár á milli og efast um að Palli vissi hver Jim var þá. Ok Jim hafði hár niður að öxl og mætti sem sjaldnast ódrukkinn á svið, en þetta er eins og að blanda benzen (nei ekki bensín, en það á líka við) og vatni saman. Sit og blasta The Doors og heyri enga tengingu á því frumkvöðla rokk, frá 1968 en ekki uppúr 1970 eins þarna stendur (Jim dó ca. '71), og vælinu í Jet Black Joe (nú hættir einhver að lesa og fussar, gott!). Það fyndna er að setja Jens úr Brain Police í sama pakka og þeir, bara vegna þess að hann drekkur og hefur hár á höfðinu. Þótt þeir rokki feitt, eins og sagt er, þá er ekkert annað sameiginlegt þarna. Hvernig er hægt að kalla drykkjuskap (og eiturlyf) tísku. Það sem kallaðist villt um '68 finnst okkur fyndið núna.
Næst skulum við setja Jimmy Page og gítarleikarann í The Strokes hlið við hlið. Já, þeir hafa báðir dökkt krullað hár! Tískan gengur sko í hringi, auðvitað var gítaleikarinn í Jet Black Joe líka að stæla Jimmy með því að vera með krullað hár, so what Davíð Oddson er líka þannig hah!
Svona að lokum þá er sett samansemmerki á milli Krumma í Mínus og Robert Plant, söngvara Led Zeppelin.
<i>"Eins og Krummi í Mínus sem er þessi geðveiki rokkaratöffari. Síðan er hann í einhverjum tígrisdýraskyrtum. Þetta er blanda sem ég myndi segja að vær sixtís og seventís..."</i> Nei, andskotinn hyrði það ef fólk má ekki flippa og er sakað um svona hluti. Já og Krummi og Axl Rose hafa báðir tattó, tíska!
Segi ekki meir því þetta er orðið lengra en greinin í blaðinu, en henni líkur á fyndinni þversögn:
<i>"...Annars veit maður aldrei hvað kemur næst."</i>

   (1 af 1)  
Axlar-Björn:
  • Fæðing hér: 25/4/04 00:28
  • Síðast á ferli: 26/11/04 12:50
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Veirur og eiturefni