— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/03
Er feminisminn að drepa kvenleikann?

Ég elska jafnrétti og er oftast mjög réttsýn. En stundum bara skil ég ekki hvaða fyrirmyndir teljast slæmar og hvaða fyrirmyndir teljast góðar...

Hún heitir Birta. Og hennar sidekick er hálfvitinn Bárður. Þau ganga um í spandex galla og eru fullorðin í barnaleik. Þetta eru fyrirmyndirnar sem prentast inn í ómótaða hugi barna okkar. Birta er skelfileg. Hún er versta kvenfyrirmynd sem hugsast getur. Fremur vil ég að dætur mínar taki sér poppdræsurnar til fyrirmyndar en hina skelfilegu Birtu. Og það segir enginn neitt.
Birta er frek. Hún er fordómafull og leiðinleg. Hún gargar alltaf, hún talar aldrei og hlustar þaðan af síður. Hún er alltaf 190% viss um að hún hafi rétt fyrir sér. Hún drottnar yfir aulanum Bárði sem dansar eins og leikbrúða í strengjum eftir hverri skipun. Já ég er að tala um hryllinginn í Stundinni okkar.
Bárður er aulalegur kjáni, fullorðinn maður með bumbu sem oftast hefur rétt fyrir sér - staðreyndalega séð. Honum er hins vegar stjórnað af frekri gribbu sem hleypur um með tígó og sleikjópinna. Og það er allt í lagi af því að hún er sko lítil stelpa.

Ég rak nefnilega augun í furðulega grein um daginn. Leisure suit Larry (fertugur bumbulíus með yfirgreiddan skalla, mömmudrengur af verstu sort) hefur nefnilega verið gefinn út á ný og það í þrívídd. Kona frá feministafélaginu var fyrir svörum. Hún byrjaði svar sitt á því að hún þekkti nú ekki til umrædds Larry en var alfarið á móti honum prinsippsins vegna. Konur væru ekki kynlífsleikföng fyrir karlmenn og fleira í þeim dúr.

Nú. Jæja. Ha? Almennt séð vil ég nú ekki að karlmenn líti á mig sem kynlífsleikfang. En dapurlegt væri ef minn eigin maður liti ekki á mig þeim augum - já og auðvitað vil ég vera stóra ástin hans í lífinu líka. En er ekki lágmark að við vitum um hvað við erum að tala áður en við komumst á prent?
Leikirnir um Larry eru byggðir á húmor sem beinist frekar beitt að karlmönnum - misheppnaða korter í þrjú gaurnum sem dýrkar og dáir konur (já og þráir en seinast þegar ég vissi þá var það nú talið ,,eðlilegt") en á aðeins veika von um ævarandi ást.

Þetta beinir hugsunum manns að fyrirmyndum. Ég held að Birta sé mun skæðari fyrirmynd ungra stúlkna en konurnar í Larry. Hún er óþolandi frekjudós sem hefur bara þol fyrir að hlusta á sjálfa sig og yndi af því að tala - um sig. Hún sameinar alla verstu þætti sem finna má í fari kvenna á afar slæmum dögum og býr til fjöldann allan af nýjum óæskilegum eiginleikum í hverjum þætti.

Hrós eiga feminstar þó skilið fyrir að berjast gegn sífellt aukinni klámvæðingu. Og við vitum öll þegar farið er yfir mörkin. Klámblöð í leikfangabúðum er bara ekki góð hugmynd. Jú falleg kona gleður augað (og jafnvel sitthvað fleira) en næst skaltu spyrja sjálfa/n þig þessara spurninga: ,,Hvað ef þetta væri ég? Væri ég sátt/sáttur við þessa mynd af mömmu minni, ömmu, systur, dóttur, frænku? Eða er þetta bara í lagi af því ég þekkji hana ekki neitt ?"

   (23 af 29)  
1/11/03 09:01

Hakuchi

Best að kíkja á Stundina okkar við tækifæri, en hana hef ég ég ekki séð síðan Bryndís og Þórður húsvörður réðu ríkjum.

1/11/03 09:01

Barbie

Vertu viðbúinn pirringi. Bryndís og Þórður voru náttúrulega bara snilld.

1/11/03 09:01

feministi

Alveg er ég sammála þér með hana Birtu. En það er víða en í barnaefni sem karlar eru gerðir að aulum. Skoðið bara alla "grínþættina" þar sem konan er falleg og gáfuð en karlinn er feitt fífl. Eins og við vitum öll er það ekki svo í raunveruleikanum. Þetta hefur ekkert með feminisma að gera.

1/11/03 09:01

Barbie

Konan í sjónvarpsþættinum stýrir með því að setja karlinn í kynlífsbann. Sem á að hafa engin áhrif á hana. Hún þarf líka að stjórna öllu og getur aldrei viðurkennt eigin mistök heldur á karlinn að taka þau á sig (þó látið sé skína í gegn að hann hafi í raun haft rétt fyrir sér allan tímann). Hvernig er það, ætlum við ekki að berjast gegn neikvæðum kvenímyndum og kvenfyrirlitningu? Það hefur allt með feminisma að gera í mínum huga.

1/11/03 09:01

feministi

Já, vissulega hefur allt okkar mannana brölt með feminisma að gera. Líklega var ég að misskilja þig, en mér fannst eins og þú værir að gefa í skyn að þessi birtingarmynd af samskiptum kynjanna sem kemur fram hjá Báði og Birtu væri þóknanleg feministum. Svo er ekki, í það minnsta þekki ég engan feminista sem er þeirri skoðun.

1/11/03 09:01

Vamban

Feminisminn gleymdi sér í því að jarma yfir óréttlátum ráðningum og klámi. Feminismi er eitt það afvegaleiddasta fyrirbæri sem til er í þjóðfélaginu.

1/11/03 09:01

feministi

Vamban gleymdi sér í því að jarma yfir óréttlátum feminimsma. Málstaður Vambans er eitt það afvegaleiddasta fyrirbæri sem til er í þjóðfélaginu.

Málefnalegt, ekki satt?

1/11/03 09:01

Vamban

Svona er þetta þegar karlremba og feministi mætast.

1/11/03 09:01

Vladimir Fuckov

Stundum virðist vera litið á hugsjónina um jafnrétti sem hluta af pólitískri rétthugsun (PC). Einn of algengur og sérlega hvimleiður fylgifiskur PC er að þeir sem gagnrýna eitthvað þar (hvort sem er hugsjón eða framkvæmd hennar) eru alltof oft sjálfkrafa stimplaðir sem andstæðingar viðkomandi máls en fá aftur á móti lítið að vita um hvers vegna þeir hafi rangt fyrir sér (ef þeir þá hafa rangt fyrir sér). Spurning er hvort þetta tengist því eitthvað að svona efni fær að sjást. Úr því þetta efni er til eru einhverjir sem vilja svona efni. Og þeir sem gagnrýna svona efni þá þar með e.t.v. stimplaðir sem andstæðingar jafnréttis ? (sérstaklega ef viðkomandi gagnrýnandi er karlkyns) [Fer ofan í loftvarnarbyrgi og býr sig undir flugskeytaárásir PC-þenkjandi fólks]

PS Vér teljum oss eigi andstæðing jafnréttis þrátt fyrir skrif þessi.

1/11/03 09:01

Vamban

Jú, þú ert bölvuð karlremba eins og ég og átt aldrei séns á að vera annað nema þú beygir þig í undirgefni fyrir hvaða konu sem er.

1/11/03 09:01

Hakuchi

Varðandi heimska karlmanninn í bandarískum gamanþáttum má benda á að í landi pólitískrar rétthugsunar er hvítur, oftast miðaldra karlmaður með góða vinnu orðinn eina lögmæta skotmarkið í gríni. Flestir aðrir hópar hafa komið sér upp þrýstihópum sem öskra hátt og snjallt þegar einhver gamanþáttur gerir grín að þeirra skjólstæðingum. Ég las grein um þetta í Nýjórvíkurtíðindum fyrir nokkru. Þetta er stórmerkilegt fyrirbæri. Sjónvarpsstöðvarnar eru að sjálfsögðu skíthræddar um að móðga einhvern (og tapa þannig auglýsendum) og geta því ekki gert gamanþætti þar sem aðalskotmarkið er neitt annað en hvítur miðaldra kall. Enda þurfa þeir ekki þrýstihópa þar sem þeir ráða öllu hvort eð er (eða svo er sagt). Afleiðingin af þessari ofur tilfinningasemi er dauði gamansemi og í raun sami þátturinn á öllum stöðvum þar sem hvíti kallinn er gerður að heimskum, sjálfelskum aula sem klúðrar öllu en er blessunarlega giftur gáfaðri konu sem reddar öllu. Auðvitað er konan heimavinnandi og fær sín gallamóment sem skýrast aðallega í e-k fullkomnunaráráttu eða þrjósku gagnvart því að hafa rangt fyrir sér.

Það er eins og þættir af þessu tagi, sem eru margir, séu líka bæði eins konar draumsýn margra Kana (kannski eru þeir vinsælir út af því). Þarna eru á ferðinni fjölskylduþættir, þar sem fólk býr við ágæt kjör í úthverfunum sínum, eiga fjölskyldu sem er jú indæl inn við beinið. Karlinn vinnur fyrir fjölsyldunni og konan er heima við. Þetta fjölskylduform er auðvitað á undanhaldi eins og annars staðar og kannski finna margir e-k huggun í svona þáttum. En að sama skapi má túlka visst samviskubit út úr þessum þáttum gagnvart konum, sem iðulega er troðið bak við eldavél í þessum þáttum. Það birtist í því að fegra þeirra hlut með því að gera karlinn heimskan og konuna gáfaða veru sem þarf að umbera hálvitahátt karlsins.

Þessi pc mennska hefur valdið því að gamanþættir á almennu stöðvunum í USA eru orðnir skelfilega lélegir. Blessunarlega hefur grín fengið skálkaskjól á kapalstöðvum þar sem ekki er eins nauðsynlegt að láta organdi þrýstihópa stjórna efni þáttanna.

1/11/03 09:01

krumpa

Lagði nú ekki í að lesa öll kommentin hér að neðan - en góður pistill hjá þér. Mikið er ég innilega sammála með heimsku, fýlulegu, freku og leiðinlegu frenjuna hana Birtu. Hún hefur farið í taugarnar á mér frá fyrstu kynnum og já, það er skrítið að enginn segi neitt.

Hins vegar held ég að við gerum of mikið af því að kyngreina börnin okkar og okkur sjálf - að mínu mati er alveg jafnslæmt að hafa þessa slefandi hálfvita fyrir strákum eins og stelpum.

Ég tel líka að um nokkurn misskilning sé að ræða í umræðunni um feminismann. Ég tel mig vera feminista, en vil samt ekki eyða muninum á kynjunun. Ég á rétt á að mála mig og vera sexý kynlífsleikfang á nóttunni og biðja samt um jafnrétti á daginn ? Er það ekki ? Höfum við ekki frelsi til að velja - og flestar konur sem fara í brjóstastækkanir eru reyndar á þeim merkilega aldri 35 - 50 !

Æi, nenni annars ekki að skrifa um þetta - þetta er meira kaffihúsaumræða.

Niður með Birtu !

1/11/03 09:01

Rasspabbi

Akkúrat

1/11/03 09:01

Vladimir Fuckov

Hakuchi sagði: "Karlinn vinnur fyrir fjölsyldunni og konan er heima við. Þetta fjölskylduform er auðvitað á undanhaldi"

Vér höfum reyndar hálfpartinn á tilfinningunni (án þess þó í raun að vita það) að það sé einmitt þetta fjölskylduform sem talsverður hluti af biblíubeltisliðinu sem kaus Bush vilji...

1/11/03 09:01

Nafni

Það eitt að markaður sé fyrir einu eða öðru gerir það ekki að verkum að það sé rétt eða gott.

1/11/03 09:01

Síra Skammkell

Já. Feminisminn er að drepa kvenleikann. Og karlmennskuna líka. Konur verða kynlausar og karlmenn bjánar.

1/11/03 09:01

Hakuchi

Það er rétt hjá þér Vladimír og í mörgum tilfellum er það einfaldlega óskhyggja. Það er kannski það sem biblíubeltisliðið vill að verði að veruleika í stað óskar. Snúa aftur klukkunni og láta allt verða fallegt og gott eins og þar var þegar gamli góði Ike var forseti. Þar sem allir höfðu sinn stað í lífinu, karlinn á toppnum, konan við hlið, svarti maðurinn undir og allir hamingjusamir.

1/11/03 09:01

Barbie

Ég er þess fullviss að allir sannir feministar hata bæði Birtu og (klaufa)Bárð. Ég vil benda á komment Krumpu sem tekur þetta hressilega vel saman. Þakka hrós og góða umræðu. Merkilegt að þrýstihópar skuli vera ábyrgir fyrir þeim hryllingi sem Yes Dear!, King of Queens, þátturinn með feita Jim og svo hinn sem ég man ekki einu sinni hvað heitir, hann er svo arfaslakur en þar er enn ein fransbrauðsbollan í hlutverki ásamt lögulegri ofurkonu. Held á meðan kjörum kynjanna og tækifærum er jafnmisskipt eins og raun er nú að þá sé nauðsynlegt að kyngreina börnin, okkur sjálf og umhverfið. Þannig getum við haldið áfram að vera ólík, við blómstrað í kvenleikanum án þess að karlmennskunni sé ógnað og jafnræði með kynjunum engu að síður.
Oh jæja. Niður með Birtu!!! Niður með Bárð!!!

1/11/03 09:01

Tannsi

Áfram Bush!

1/11/03 09:01

Finngálkn

Og meira rövl... Ágætur pistill hjá feminista. Það þyrfti bara að láta Bárð missa vitið í einum þættinum svo hann rétti nú úr sé í eitt skipti fyrir öll. Hann gæti byrjað á því að sneyða af henni tvo putta og soðið þá. Því næst myndi hann innlima hana á ofbeldisfullan hátt, eitthvað svona skemmtilegt til þess að krakka greyin verði nú ekki hrædd við konur með tíkarspena þegar þau verða stór.
Svo er ég hjartanlega sammála Hacuhi: helv... , djö..., ans... amerísku "grín"þættir. Það er ekkert sem kemur mér jafn vel úr andlegu jafnvægi og að horfa á hluta úr einum slíkum!

1/11/03 09:01

Galdrameistarinn

Ég verð að segja eins og er með stundina okkar, að þetta byrjaði nú með Ástu og Kela. Manndýrið (kona), hafði alltaf rétt fyrir sér gagnvart kattardýrinu (karl) og setti reglulega ofan í við hann og "siðaði" hann til. Hef svo einu sinni eða tvisvar lent í því óhappi að álpast til að skipta á Rúv þegar stundarhokrið hefur verið í gangi núna í haust. Ég hreinlega trúði ekki að þetta væri þáttur fyrir börn og ætti að auki að vera þroskandi. Umsjónarmenn þáttarinns ættu að skammast sín fyrir að líta á börn eins og þau væru þroskaheftir fábjánar með engar sjálfstæðar skoðannir. Forsvarsmenn Rúv ættu einnig að skammast sín fyrir að vera með þetta efni á dagskrá sem stuðlar eingöngu að því að sýna konur, (stelpur), sem ótýndar frekjur og karlmenn, (stráka), sem liðleskjur og gungur sem segja bara já og amen við öllu sem frekjudósin segir. Rúv ætti að sjá sóma sinn í að taka þennan ósóma af dagskrá og koma með uppbyggilegt og fræðandi efni fyrir börn í staðin fyrir þetta andlega niðurrif.

1/11/03 09:01

Ólafur

Þetta er áhugavert þykir mér, hafið þökk fyrir innlegginn. Mig langar að leggja orð í belg um þann anga þessarar umræðu sem teygir sig að pólitískri rétthugsun og kynhlutverkunum. Ég vil ekki leggja ykkur Hakuchi og Vladimir orð í mun en mér þótti eins og þið væruð að gefa það í skyn að það væri hluti af slíkri rétthugsun að "Karlinn vinnur fyrir fjölsyldunni og konan er heima við” Ekkert er þó fjær sanni. Þvert á móti held ég að Birta sé einmitt afsprengi þeirrar rétthugsunar sem segir að það sé ofurljótt að gera grín að heimskum heimavinnandi konum, (hugsið ykkur ef Michael Moore hefði gert myndina Stupid Black Women!) en í fínu lagi að búa til ofurheimskar karlpersónur sem ekkert geta. Nýlega stýrði Evrópuþingið ESB út að mörkum alvarlegrar stjórnarkreppu vegna þess að maður með hefðbundin kaþólsk viðhorf til fjölskyldumála átti að fá eitt sæti af 25 í henni. Pólitísk rétthugsun er þannig engan veginn bundin við Ameríku, illu heilli. Fyrirbærið sést líka hérlendis. Ég velti því fyrir mér hvort nokkur hefði æmt ef Jóhanna Sigurðardóttir hefði sagt að jafnréttislögin væru barn síns tíma. Líklega ekki. Þegar upp er staðið erum við ekki mjög viðkvæm fyrir ummælum annarra en hvítra miðaldra karlmanna, einkum ef þeir eru í valdastöðum. Meira að segja dómstólarnir okkar dæma menn hiklaust fyrir það sem þeim þykja óvirðuleg ummæli um ákveðna hópa (t.d. þeldökkt fólk) en þeir sem ljúga upp sökum á eða rakka niður aðra hópa (t.d. lögreglumenn) eru bara að nota tjáningarfrelsið. Þið munið eflaust eftir því hvað það var mikið hneyksli þegar miðaldra karlmaður var skipaður dómari og var frændi Davíðs Oddssonar í ofanálag. Gengið var hart fram við að rakka manninn niður í þeim tilgangi að klekkja á miðaldra karlmönnunum sem skipuðu hann. Var það ekki bara vel heppnuð opinber umræða? En þegar sá sami Davíð leyfði sér að benda á að ung kona sem ynni hjá Baugi væri dóttir forsetans sem skrifaði ekki undir fjölmiðlalögin virtust allir sammála um að það væri smekklaust í meira lagi. Af hverju? Erum við svona illa bundin í mótsagnakenndar mýtur um kynin að það er ómögulegt að sýna eða fjalla um fólk án þess að tipla á tánum í kring um líkþorn kynhlutverka sem ekki má stíga á?

1/11/03 09:01

Vladimir Fuckov

Athyglisverðar vangaveltur. En Ólafur misskilur oss aðeins því í innleggi voru gáfum vér til kynna að jafnrétti kynjanna væri oft hluti af pólitískri rétthugsun og "Karlinn vinnur fyrir fjölskyldunni og konan er heima við” er það þar af leiðandi alls ekki (það er þvert á móti 'pólitísk ranghugsun'). Oss virtist Hakuchi á svipaðri línu og vér þó framsetningin væri mjög ólík. Og vér vorum einmitt (líkt og Ólafur) að gefa í skyn að Birta væri e.t.v. afleiðing of mikillar pólitískrar rétthugsunar því það sé eigi PC að gagrýna svona efni.

1/11/03 10:01

Barbie

Til að vera skipaður í hæstarétt hefur hingað til þurft próf frá HÍ þar sem viðkomandi hefur náð ágætis einkunn eða yfir 9 í meðaleinkunn á prófinu. Sú regla hafði aldrei verið brotin, ja ekki fyrr en frændi Dabba kom. Hafi engin kona verið hátt sett hjá Baugi fyrr en forsetadóttirin kom, sá og sigraði væri þetta fyllilega sambærilegt í mínum huga.
Þegar lækkaðar eru kröfur til að koma að skyldmennum ráðamanna í eftirsóknarverð störf þá tel ég skyldu okkar þegnanna að í það minnsta æsa okkur á kaffistofunum. Enda þaulvön því.

1/11/03 10:01

krumpa

Uhu - bara til að vera með leiðindi þá er það ekki ágætiseinkunn - enda hefur held ég bara enginn náð henni í lagadeild síðan nýja kerfið var tekið upp. Því var hér um að ræða 1.einkunn - eða 7,25 og hærra - - en reyndar er það líka sjaldgæf einkunn (ég er ein af fáum með hana - tíhí - og nú er enn verið að breyta kerfinu þannig að fyrst útskrifast fólk eftir þrjú ár með einhverja einkunn(sem er vanalega lág) og svo aftur eftir tvö ár í viðbót með aðra einkunn(sem er reyndar hærri) - þannig að líklegast verður engin fyrsta einkunn).

Hinir eldri dómarar í Hæstarétti útskrifuðust hins vegar úr eldra kerfi þar sem fyrsta einkunn var eitthvað í kringum 200 stig þannig að samanburðurinn á þeim og litla frænda er reyndar ekki alveg sanngjarn.

THANK JÚ

hvað forsetadótturina varðar þá eru nú væntanlega margar konur með betri menntun á lausu...eða hvað ?

Thank jú - bara að vera með leiðindi...

1/11/03 11:00

Barbie

Jæja, þá er kerfið breytt. Hins vegar voru hæfari umsækjendur (betri pappír í það minnsta) en litli frændi sem sóttu um. Því er ekki hægt að líta framhjá.
Var um slíkt að ræða þegar forsetadóttirin var ráðin? Ég þekki hana ekkert persónulega og hef reyndar ímugust á öllu því slekti en réttlætiskennd mín býður mér ekki að fordæma hana fyrir að vera í starfi hafi hún verið hæfasti umsækjandinn og unnið sig upp. Nú - sé hún bara þarna sem pabbastelpa þá er hún engu skárri en litli frændi. Sem mælir hvorki honum né Davíð neina bót. Hver réttlætir eigin spillingu með því að benda á spillingu annars staðar?
Og var sú spilling fyrir hendi? Auðvitað eru til margar konur með betri menntun á lausu en voru þær í hópi umsækjanda? Ég spyr nú bara af því ég veit þetta ekki...

1/11/03 13:00

Nornin

Mig langar bara að segja (án þess að kommenta á öll svörin hér að ofan) að ég held að RÚV sé gengið af vitinu. Stundin okkar, teiknimyndir og bara barnaefni í dag er sniðið að því að gera börnin neysluglaðari. ég tel (af því að vinna með börnum) að allt barnaefni sem er framleitt snúist um það að selja aukaafurðir efnisins. Eins og pokemon, "beiblei" og annað slíkt sannar.
Hvað varð um frábæra þætti eins og "einusinni var" sem fjölluðu á lifandi hátt um söguna, mannslíkamann og geiminn???? man ekki einhver eftir þeim???
eða brúðumyndaflokkinn um Rebekku? sem var alltaf að skoða einhver skordýr með stækkunarglerinu sínu??
Hvað í hel%/$(%/ varð um uppbyggilegt sjónvarpsefni fyrir börn???
Er fegin að eiga engin...

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.