— GESTAPÓ —
Barbie
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/03
Í krafti auðsins.

Um sjálflægni og terrorisma kapitalismans.

Merkilegt hvað fréttirnar í sjónvarpinu geta verið ógnverkjandi. Þá er ég ekki að hugsa um þær hryllingsmyndir sem bombarderað er yfir mann hvert kvöld þar sem opnaðar eru fjöldagrafir fyrir allra augum, við erum flest öll löngu orðin ónæm fyrir þeim.
Nei, ég er að hugsa um fréttirnar sem fá mann til þess að hugsa. Hugsa um hugsjónir æskunnar, draumanna sem hafa rykfallið um betri heim okkur öllum til handa og meiri skilning og ást manna á milli - já barnslegu vonina um frið á jörð.
Í gærkvöldi var nefnilega einmitt svoleiðis frétt. Fréttaritarar sjónvarpsins í Ameríku höfðu nefnilega tekið sig til og talað við fremur ómerkilega spámenn í herbúðum annars vegar John Kerry´s og hins vegar kúrekans George W. Bush (héreftir W). Einhver stúlkukind með hárið bundið í illa hirt tagl og með áberandi undirhöku miðað við hvað hún var annars grönn var fyrir svörum hjá Kerry. Ekkert í hennar málflutningi örvaði sérstaklega heilasellurnar, hún spjallaði af miklum tilfinningahita um að Kerry myndi nú vera til meira samstarfs við ráðamenn í Evrópu en kúrekinn W. og reyna að fara að öllu í sátt og samlyndi (sem er auðvitað alltaf best þegar á að fara að drepa fólk í fjarlægum löndum, vekur minni athygli og þarmeð óhug þegar allir eru sammála um að þetta ÞARF að gera).
Fyrir svörum hjá W. sat akfeitur krullubangsi, sjálfumglaður og flissandi yfir fréttastofu RÚV fyrir þetta klifur. Hann talaði opið og beint um hlutina og byrjaði orð sín einhvern vegin svona: ,,Auðvitað hefur W. og við ekki verið alltaf sammála bandamönnum en þeir eru samt vinir okkar og geysilega mikilvægir. Við verðum nú að hafa í huga að vinur er sá sem til vamms segir. Frakkarnir voru ekki sammála okkur um innrásina í Írak en við förum samt ekki í stríð við þá. Tími stórveldanna er liðinn en USA hefur geysilegt fjármagn og sterkan her sem gerir okkur þá að leiðandi afli í alþjóðasamfélaginu. Við förum nú samt ekki í stríð við Frakka. T.d. eyðilagðist núna helmingur af framleiðslu bóluefnis sem við fáum frá Bretlandi til bólusetninga ungbarna hjá okkur á leiðinni svo nú kemur hinn helmingurinn frá Frakklandi. Við förum því ekki í stríð við þá. Guði sé lof að þeir eru vinir okkar Frakkarnir Hmmmm.....

Svo lengi sem við vitum hver ræður og hægt er að hafa af okkur eitthvað gagn tekur því ekki að eyða fé og afli í að salla okkur niður með vélbyssum eða hnita okkur út í tölvunni og drepa okkur úr órafjarlægð. Já Guði sé lof.
Svo ég mundi eftir barnslegum draum um frið á jörð, rennandi vatn og sómasamlegt húsnæði öllum til handa, nægan mat til að metta alla munna og almenna kurteisi manna á milli þó ekki væri kærleikanum fyrir að fara. Þegar litið er yfir farinn veg hef ég sjálf lítið gert til að koma þessu til leiðar - í besta falli friðað samviskuna með nokkrum krónum hér og þar. Og hvað gerir maður þegar slíkar hugsanir koma upp? Jú, stendur upp og slekkur á sjónvarpinu. Ég dansa með líkt og þið hin.

   (24 af 29)  
1/11/03 04:01

Sprellikarlinn

Ég er sem betur fer enn með mínar barnslegu hugmyndir um frið á jörð, þó þær séu óðum að dvína.

1/11/03 04:01

Barbie

Þær hef ég líka en lítið gert til þess að láta þær verða eitthvað annað en bara hugmyndir.

1/11/03 04:01

Skabbi skrumari

Já þetta er allt satt og rétt hjá þér, ég hugsa að því meira sem maður veit um heiminn því svartsýnni verður maður á að friður komist á... en það má alltaf vona...

1/11/03 04:01

Vladimir Fuckov

Vér munum síðustu ár kalda stríðsins og horfum því á þetta ástand með svartsýnisblandaðri bjartsýni. Ástandið er eigi glæsilegt en það versta sem gæti gerst virðist samt eigi jafn slæmt og það versta er virtist geta gerst í kalda stríðinu. En líkurnar á þessu versta eru núna líklega meiri en í kalda stríðinu.

1/11/03 04:01

Þarfagreinir

Ég er hins vegar svartsýnn. Það er enn til hrúga af kjarnorkuvopnum í heiminum. Hrun Sovétríkjanna slakaði á ógninni, en hún er enn til staðar.

Galgopaháttur Kanans gagnvart öðrum þjóðum er afar hættulegur - hann hefur reitt og mun reita marga til reiði. Ef einhver hinna reiðu hefur eða tekst að fá atómbombu er fjandinn laus.

Jæja, ætli þetta reddist samt ekki bara fyrir rest?

1/11/03 04:01

Vladimir Fuckov

Eitt það versta er gerst gæti er einmitt beiting kjarnorkuvopna. En það eru minni líkur á að slíkt myndi þýða allsherjar kjarnorkustríð út um allar jarðir heldur en var í kalda stríðinu. En nógu slæmt væri það samt.

1/11/03 04:01

Þarfagreinir

Ég myndi líkja þessu við pókerspil. Áður voru tveir vel fjáðir spilarar á stóru borði ásamt mörgum smáfiskum. Fjáðu spilararnir hækkuðu oftast sína potta upp úr öllu valdi þannig að smáfiskarnir urðu oftar en ekki að pakka. Hins vegar var jafnvægi með þeim tveimur.

Nú er hins vegar bara einn vel fjáður spilari eftir á borðinu. Hann getur því hækkað pottinn einn síns liðs og hrakið þannig hina úr leiknum. Þar með hirðir hann sífellt allan pottinn og auðgast meira og meira.

Hvor staðan ætli sé líklegri til að pirra smáfiskana?

1/11/03 04:01

Coca Cola

I'd like to buy the world a home,
and furnish it with love.

þar með kristallast mínar æsku hugsjónir um frið á jörð

Barbie:
  • Fæðing hér: 17/4/04 09:53
  • Síðast á ferli: 11/5/20 08:37
  • Innlegg: 447
Eðli:
Ég er Barbie - það þekkja mig allir.
Fræðasvið:
Tíska, barneignir og bleikur. Mannslíkaminn. Hirðsiðir og sómi ungmeyja..
Æviágrip:
Fráskilin en ekki að vestan.