— GESTAPÓ —
Konstantín
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 4/12/03
X þrennan

Eitt sinn taldi ég hefð vera fyrir vönduðum myndum á páskum, það reyndist misskilningur

Norðurljósaveldið varpaði fyrr í kvöld bandarískri spennumynd á skjái áskrifenda og það ekki í fyrsta sinn. Hér var á ferð myndin X þrennan, eða Triple X.

Hugarfar mitt í garð myndarinnar var ansi neikvætt og því kom það mér á óvart hve bærileg hún var í byrjun. En kannski var það vegna þess að á sama tíma naut ég speki Baggalúts. Með aðalhlutverkið fór skallatröllið Vin Diesel og mér til nokkurar furðu, birtist skyndilega Samuel L. Jackson, sá ágæti leikari, og var þar í gerfi leyniþjónustujöfurs. Þáttaka hans í þessu verki hryggir mig en hann slapp þó ágætlega úr þessu öllu miðað við hversu hræðilega aðild hans hefði getað endað. Einnig mátti sjá nokkrar óumflýjanlegar grínaukapersónur, eins og kjánalegi tólasmiðurinn (en hans þáttur kom kunnulega fyrir sjónir).

Myndin er ekki eftirminnileg nema kannski fyrir það eitt hve mikið veruleikafirringin jókst þegar á leið. Margoft mátti sjá Vin brjóta lögmál háloftanna og þyngdarkraftsins. Varð það til að lýgja mig svo um munaði. Myndin endaði svo á að hann bjargaði fyrrum kommúnistasentrinu, Prag, frá illum efnavopnaharmi. Bravó.

Til að gera langa sögu stutta, þá er þetta mynd sem ekki kemst nálægt því að skilja nokkurn skapaðan hlut eftir sig. Stökkinn, bifreiða- og vélhjólahasar ásamt drambsfullu viðmóti Diesels er þreytandi, og verð ég að minnast á hve ósammála ég er þeim sem þar telja vera komna einhvers konar nýja hetjuímynd. Iss, frekar bið ég um fágað hátterni Bonds, tala nú ekki um þokkann.

Þakka lestur.

   (7 af 8)  
4/12/06 08:00

Billi bilaði

Takk fyrir pistilinn; og til hamingju með rafmælið.

Konstantín:
  • Fæðing hér: 8/4/04 17:45
  • Síðast á ferli: 31/5/06 11:47
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Hefur hlotið fræðslu á mörgum sviðum.
Æviágrip:
Fæddur og alinn í Helgustaðahreppi. Hlaut hefðbundna sveitakennslu. Fór í vist átta ára gamall hjá skyldmenni sínu í Eyjafirði. Hélt til náms í höfuðstaðnum 19 ára gamall og nam í Kennaraháskólanum. Vitgaðist með árunum og tók sér starf sem sýslumaður.