— GESTAPÓ —
Vamban
Friðargæsluliði.
Fastagestur.
Dagbók - 6/12/07
Er of mikið til þess ætlast...

að þessir svokölluðu íþróttafréttamenn, sem flestir gera nú ekki meira en að þylja upp það sem fyrir augu ber, séu færir um allavega eitt af eftirfarandi:

1. Hafi lágmarksþekkingu á þeim kappleik sem þeir eru að lýsa
2. Þekki leikmennina í sjón (þá einna helst þessa heimsfrægu)
3. Viti hvaða stöðu þeir spila
4. Hagi sér almennilega á meðan lýsingu stendur og séu ekki með endalausan fíflagang

Sá sem lýsti leik Hollands og Ítalíu í kvöld var með öllu ófær um að uppfylla þessi skilyrði. Við fótboltaunnendur hljótum að eiga betra skilið.

   (12 af 31)  
6/12/07 09:02

Billi bilaði

Já.

6/12/07 09:02

albin

Fótboltaunnendur eiga ekkert skilið.

6/12/07 09:02

Vamban

Ekki þið bocciabullur heldur!

6/12/07 09:02

Galdrameistarinn

Fótbolti er ömurlegur.

6/12/07 09:02

Vamban

Æ góði besti...

6/12/07 09:02

krossgata

Heyrðu, þetta er það sama og minn ekta maki sagði áðan og einhvern tíma áður.
[Horfir rannsakandi á Vamban]

6/12/07 09:02

Garbo

6/12/07 09:02

hlewagastiR

Fótbolti er einhver skemmtilegasta, fegursta og tilkomumesta uppfinningin í sögu mannsandans. Það er ekki tilviljun aðfleiri íbúar þessa heims stunda fótbolta en nokkurt annað áhugamál - að kynlífi meðtöldu.

Þeir sem forsmá kynlíf gera það ekki vegna þess að þeim þyki sú íþrótt ömurleg heldur vegna þess að þá langar en geta ekki. Sama á við um þá sem forsmá fótbolta. Þeir tala sér þvert um geð til að breiða yfir átakanlegt getuleysið.

Hugið að þessu þið sem reynið að ræna þessari þörfu þjóðþrifaumræðu og gera að ræningjabæli getuleysingja.

Verst af öllu er þó að geta ekki en halda að maður geti vel, sé jafnvel með þeim bestu. Á það jafnt við um kynlíf og fótboltalýsingar.

Það er auðvitað hægt að lækka en maður vill heyra í dómaraflautinn, heyra þegar smellur í tuðrunni og heyra stemminguna á pöllunum. Er ekki sjónvarið í sterjó? Er ekki hægt að hafa benvítis eðjótin sem lýsa leikjunum bara í öðrum hátalaranum? Það væri þá hægt að stilla balansinn alfarið á hinn.

Að öðrum kosti er þetta spurning um áskift að Polsat eða TV Hrvatski. Betra að hafa þuli sem maður skilur ekki hvað segja ef þeir skyldu líka vera eðjótar þarna úti.

6/12/07 09:02

albin

Hvaða vitleysa. Það er ekkert mál að horfa á fótbolta, það er bara svo helvíti leiðinlegt.

6/12/07 09:02

Dula

Hafiði hugsað útí hvað þetta er asnaleg íþrótt.

6/12/07 09:02

Goggurinn

Heyr heyr, Vamban! Lausn Hlégests er einnig áhugaverð.

Þið ykkar sem skiljið ekki fegurð fótboltans ættuð að halda ykkur á öðrum umræðum, ekki skemmi ég viljandi bútasaumsþræði ykkar.

6/12/07 09:02

Vladimir Fuckov

Allar íþróttir eru auðvitað asnalegar ef út í það er farið. Þetta er einkum augljóst sje haft í huga að sýna má fram á að þær hafa þann alvarlega ókost að flýta lítillega fyrir dauða alls alheimsins eins og hann leggur sig, a.m.k. ef gert er ráð fyrir að væru þær eigi stundaðar kæmi hreyfingarleysi í staðinn.

6/12/07 09:02

Kargur

Ég lækkaði nú alveg í tækinu meðan ég horfði á leikinn. Það þarf ekki að lýsa fyrir mér því sem ég sé.

6/12/07 09:02

Vladimir Fuckov

Það að lækka í tækinu vegur örlítið á móti þeim ókosti íþrótta er vjer nefndum [Ljómar upp]. Best hefði þó verið að slökkva alveg. Sú aðgerð lengir líf alheimsins örlítið meira.

6/12/07 10:00

krossgata

Ég hef þróað með mér hárfínan hæfileika þegar kemur að íþróttum í sjónvarpi og get setið við sjónvarpið og hvorki heyrt eða séð það sem fer fram.
[Ljómar upp]
Þetta er orðið þannig að það slokknar líka á heyrn og sjón þegar fólk í kringum mig fer að tala um íþróttir, fyrir utan skipti eins og áðan þegar laumast er að mér með yfirlýsingar eins og Vamban skýrir frá í ritinu. Það slokknaði á mér þegar viðkomandi var að ljúka sem samsvarar lið 4.

Þetta hefur líkast til orðið til þess að hjónabandið hefur orðið farsælt.

6/12/07 10:00

hlewagastiR

Takið eftir orðum Goggsins hér að ofan. Látið af ókurteisi, hún er ykkur sjálfum helst til smánar.

Þið megið auðvitað alveg tala um fánýti íþrótta en stofnið til þess sér umræðu. Snúið jafvel út úr því með nýju Skrabbariti.

Frústrasjónir ykkar undir þessu félagsriti flokkast hins vegar aðeins undir fábjánahátt og skemmdarverk. Hér er vettvangur vitrænna umræðu um mikilvæg störf.

Mælið þarft - eða þegið.

6/12/07 10:00

Jóakim Aðalönd

Voðalega setur þú þig á háan hest hlebbi! Þú virðist ekki skilja tilgangsleysi þess að elta leðurtuðru í einn og hálfan tíma, jafnvel án þess að nokkur vinni svo helvítis leikinn. Jafnvel án þess að nokkurt mark sé skorað! Borgar fólk virkilega fyrir að horfa upp á slíkan hroða?! Verst finnst mér að borgarar í þessu landi skuli vera tilneyddir í gegnum afnotagjöld og síðar nefskatt til að borga undir þessa plebba.

Íþróttir í það heila eru yfirleitt fyrir heilalausa, nema auðvitað skák og bridge, en þær þjálfa huga þeirra sem stunda, oft með góðum árangri til handa mannkyninu. Ég skora á ykkur að nefna EINN knattspyrnumann sem hefur gert líf mannkynsins betra.

Tilgangsleysi kynlífs er líka algjört og sjaldan eða aldrei lítillækkar mannskepnan sig eins og einmitt þegar kemur að kynlífi. Afrek á því sviði eru jafn lítils verð og notaður klósettpappír í kauphöllinni!

6/12/07 10:00

hlewagastiR

Jæja, Jóki minn. Nú fer ég að birta pistilinn minn um reykingar og það sem mér finnst um þá sem þær stunda.

6/12/07 10:00

Jóakim Aðalönd

Hehe, það verður fróðlegt.

6/12/07 10:00

Útvarpsstjóri

Aðalandarnöldursteggur! Það er fljótlegt að nefna "EINN knattspyrnumann sem hefur gert líf mannkyns betra." George Weah.

6/12/07 10:00

hlewagastiR

Heyr, Útvarpsstjóri. Með framgöngu sinni sem fyrsti forseti BNA, heiðarleika, sannsögli og ættjarðarást lagði George Weah nútíma lýðræði og frelsi borgaranna (sem nafni hans Bush er langt kominn með að afnema). Ekki vissi ég að hann hefði verið liðtækur í knattspyrnu líka en það þarf ekki að koma á óvart.

Nú, svo má ekki gleyma Þorgrími Þráinssyni, hinum ástsæla rithöfundi og tóbaksbana.

6/12/07 10:00

Vamban

Pelé hefur margt barnið glatt í gegnum tíðina og unnið þarft starf á vegum bæði UNICEF og FIFA. (Hann hefur þó reyndar verið full iðinn við að auglýsa litlar blár pillur í seinni tíð sem dregur nú aðeins úr trúverðugleika hans)

6/12/07 10:00

Jarmi

Það er ekkert að því að spila fótbolta. En að sitja með bjórvömbina út í loftið horfandi á aðra stunda fótbolta hlýtur að vera svipað gefandi og að horfa á klám (ef við tökum til samanburðar dæmi hans hlewagastiR hér ofarlega í orðabelgjunum). Þeir einu sem hafa rétt á að dásama fótboltagláp eru þeir sem sjálfir stunda íþróttina af áhuga. Aðrir eru sóðalegir rúnkarar með boltafetish (í öllum merkingum þessa orðskrípis).

6/12/07 10:00

Jóakim Aðalönd

Hlebbi, G.W. var dubbaður upp sem forseti þegar þeir voru að leita að einhverju sameiningartákni þjóðarinnar. Það, að það hafi verið knattspyrnuhetja, segir mikið um eymd þeirrar þjóðar; ekki ágæti tuðrusparks eða annarra íþrótta.

Péle hefur kannske glatt margt barnið, en hann hefur líka fengið ríflega borgað fyrir það og gildir því lítt sem einhver sem hefur gert öllu mannkyninu greiða.

Annars er Jarmi með góða sýn á hlutina...

6/12/07 10:00

Útvarpsstjóri

Er Péle verri maður fyrir að hafa unnið sína vinnu vel og fengið borgað í samræmi við það?

6/12/07 10:00

Billi bilaði

Jóki mælti: "Ég skora á ykkur að nefna EINN knattspyrnumann sem hefur gert líf mannkynsins betra."

Hefur Enter ekki spilað fótbolta? Hann hefur gert lífið mun betra.

6/12/07 10:01

albin

Þó svo að mér finnist fótbolti eigi skemmtiefni og reyni frekar að forðast slíkt sjónvarpsefni frekar en hitt. Þá sé ég svo sem enga ástæðu til að gera lítið úr þeim sem iðka slíkt sport, sama hve kjánalegt það sport kann að vera. Fótboltamenn eru jafn misjafnir og aðrir.

En sé fótboltinn á einhvern hátt kjánalegur, er það hjóm eitt við hlið fótboltasjónvarpsáhorfandann. Ég get vel skilið gríðalegt fagn, köll, gól eða hvatningarorð á leikstaðnum. En heima í stofu með Maruud snakk og ódýran bjór. Upphrópandi "gefa'nn" eða "áetta". Tala nú ekki um bylgjuna (þó það séu ekki nema einn til þrír í henni þá er hún svöl) sem er ómissandi á áhorfendapöll... stólnunum.

Svo má nú ekki gleyma því að áhorfandinn heima í stofu virðist alltaf vera í öðru liðinu, sama í hvaða deild er verið að spila. Það er meira að segja sama í hvaða fjarlæga landi er verið að spila. Þó það væri Turkmenistan gegn Bali eða Fjarskanistan gegn Langíburtistan má alltaf heyra: "já, við erum eitt mark yfir" eða "við erum búnir að eiga gott tímabil".

Þrátt fyrir þetta eru fótboltasjónvarpsáhorfendur ágætis fólk líka.

6/12/07 10:01

hlewagastiR

Jarmi á rökfræðisigur þessarar umræðu, það verð ég að játa eftir að hann slátraði líkingunni sem ég notaði til að rökstyðja mitt mál.

6/12/07 10:01

Glúmur

Fótboltamenningin náði hámarki með útgáfu hinnar merku bókar Falur á Íslandi.

6/12/07 10:01

hlewagastiR

Aaaah, Dagson, Marínó-Marínó, Þröstur hinn vængjaði og þeir allir. Um mig fer sæluhrollur.

6/12/07 10:01

Jóakim Aðalönd

Útvarpsstjóri: Hvaða maður sem er getur unnið sína vinnu vel og fengið borgað fyrir það. Péle hefur kannske gert það líka, en að hann hafi gert mannkyninu í heild eitthvað gott, er orðum aukið.

Billi: Mér er ekki kunnugt um hvort Enter hafi leikið knattspyrnu, en sé svo, er knattspyrna auðvitað tómstundagaman guðanna...

6/12/07 10:02

Salka

Skemmtilegt stárkaspjall hérna. <Ljómar upp yfir lestrinum>

6/12/07 10:02

Upprifinn

Var einhver leikur í sjónvarpinu?

6/12/07 11:00

bigginn

Ég held að rétta svarið við spurn Vambans sé einfaldlega, Já. Vegna þess að á meðan að ekkert er að gerast í leiknum (sem er oftast u.þ.b. 95-97% af öllum leiknum) þá þarf maður að hafa eitthvað til að gera og hvað er betra en að hlusta á raulið í einhverjum fótboltabullum sem loksins hafa náð að komast "í sjónvarpið".

6/12/07 11:01

hlewagastiR

Rökvilla "biggans" (hvorki nöfn né gælunöfn manna eru höfð með viðskeyttum greini - það er ógeðslegt) er þú að 95-97% tímans sé ekkert að gerast. Þetta segja þeir sem telja ekkert markvert gerast nema rétt á meðan mark er skorað eða hurð skellur nærri hælum. Ef fótbolti væri þannig, og algeng úrslit væru þannig að hvort lið skoraði 60-80 mörk í leik væri leikurinn ömurlegur. Óspennandi talning og leiðindi. Eins og handbolti, sú leiðinlega samsuða bændaglímu og brennó.
Það er einmitt í þessum 95-97% leiktímans sem fegurð fótboltans nýtur sín, þegar menn byggja upp sóknirnar, valda svæðin og leika listir sínar.
Ég geri ráð fyrir að "bigginn" telji kynlíf líka óspennandi því í meira en 99% tímans er ekkert að gerast - þetta snúist allt um eitt markmið - að brunda. Þeir sem þannig hugsa ættu ekki að koma nálægt kynlífi heldur einbeita sér að því að pissa þar sem vökvaflæði er nægt.
Fótbolti er kynlíf - handbolti er þvaglát.
Takk fyrir.

6/12/07 11:01

Jarmi

Og þeir sem horfa á handbolta þá með hlandblæti?
Orðin eru allavegana nægilega lík til að þetta gæti stemmt.

6/12/07 11:01

Golíat

Vamban! Hvurslags fyrirsögn er þetta? ,,Er of mikið til þess ætlast.." Á þetta að vera; Er of mikið að ætlast til þess? eða; Er til of mikils mælst?

Þulirnir trufla mig ekki mikið. Ég tel mig hafa þónokkuð vit á knattspyrnu eftir að hafa leikið í yfir 20 ár í meistaraflokki, þjálfað, dæmt, verið í stjórn knattspyrnufélags í á annan áratug og horft á knattspyrnu í ótölulegan fjölda klukkustunda. Mér finnst þeir sem lýsa og og álitsgjafarnir sem eru með þeim hafa sloppið ágætlega frá þessu, óvenjulítið af málblómum og tungubrjótum.
Þorsteinn J er síðan flottur í umfjöllunum sínum um EM.

Jóki! Þú verður að reyna betur til að skilja knattspyrnulistina.

6/12/07 11:01

Golíat

Ég er algjörlega ósammála því að handbolti sé ekki frambærilegt sjónvarpsefni. Ég tek ,,strákana okkar" (íslenska handknattleikslandsliðið) fram yfir öll erlend félagslið að etja kappi í knattspyrnu. Fyrir mér er himinn og haf á milli þess að horfa á EM og einhverja ómerkilega meistaradeild eða enska úrvalsdeild.

Vamban:
  • Fæðing hér: 7/4/04 18:30
  • Síðast á ferli: 28/6/22 15:34
  • Innlegg: 191
Eðli:
Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
Fræðasvið:
Admiral, mútuþægni, spilling, kvennafar og kóbaltbæting landbúnaðarafurða.
Æviágrip:
Stórmyndarlegur og hefur alltaf verið það.