— GESTAPÓ —
Vamban
Friðargæsluliði.
Fastagestur.
Pistlingur - 9/12/06
Vögguvísa fyrir Íslending

Meiri sykur, minna bragð, hlaðið aukaefnum, fitumeira, næringarminna, dýrara, minni gæði, færri kostir, minna úrval, minni samkeppni, fleiri afborganir, hærri vextir, hærra gjald, minni þjónusta, ópersónulegra viðmót, meiri ímynd, meiri eyðsla, lægri laun, stærra hús, stærri bíl, stærra sjónvarp, stærri skaufa og stærri brjóst, meiri brúnku, stinnari vöðva, stinnari húð, unglegra útlit, óöryggi, vantrú, vanlíðan, hnigin gildi, minna velsæmi, mannvonska, kærleiksskortur, tilfinningadoði, meiri lyf, meiri dofa og sljóvgun, meiri efni, meira átak, meiri vinnu, meira púl, minni tíma, minni svefn, meiri afþreyingu, meiri froðu, meira snakk, ímyndaðan raunveruleik, minna innihald, minni sannleik, minni trú, meiri hyggju, meiri isma, meiri fóbíur, meiri stöðlun, niðurnjörvun, flokkun, flokkadrætti, fylkingar, hópa, félög, hreyfingar og samtök, meiri baráttu, andspyrnu, andúð, átök, hryðjuverk, ofbeldi og stríð, minni frið, minni þægindi, minna hljóð, minni þögn, meiri hávaða, meiri orku, meira afl, meiri steypu, meira stál, meira gler, meiri hita, meiri olíu, meira rafmagn, fleiri tæki, meira dót, meira drasl, meira plast, meiri dellu, meira fix, stærri skammt, meiri fitu, meira bragð, meiri sósu, sultu, skvabb og mör, afmyndun, afleiðingar, ástæður, áherslur, ákærur, ásakanir og hatur, ótti, heimska, vankunnátta, vanþekking, vani, ávani, ánauð, átröskun, átakanleiki, vonleysi, þunglyndi, fátækt, ríkidæmi, spilling, misbrestir, misjöfnun, misþyrmingar og mistök, aukinn veðurofsi, hlýnun, hamfarir, plágur, pestir, faraldrar, einkenni, heilkenni, blæti og bölsýni, færri lausnir, meiri vandamál, kvabb, kjaftæði, ölæði, ungæði, uppgjöf, endalok og óumflýjanlegur dauði.

Og síðast en ekki síst... Guð sem elskar þig.

   (24 af 31)  
9/12/06 05:02

Offari

<sofnar>

9/12/06 06:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Frábært

9/12/06 06:00

Vímus

Ja hvur andskotinn! Ég gef það ekki upp hve mikið af þessum lista hefur dúkkað upp í huga mínum bara í dag.
ég verð að fá mér meira róandi og annan bjór.

9/12/06 06:00

krossgata

Af þessum lista hef ég bara hugsað um sultu.
[Sakleysislega glaðvakandi]

9/12/06 06:00

Limbri

Frábært rit. Orð í tíma töluð.
Haleljua.

-

9/12/06 06:00

Útvarpsstjóri

AMEN

9/12/06 06:01

Billi bilaði

[Syngur þetta við VikiVaka og dansar hringdans]

9/12/06 06:01

Grágrítið

Smá svona... trainspotting.

9/12/06 06:01

Don De Vito

Snilld! Eitthvað sem ég gæti ímyndað mér að kæmi útúr Edward Norton.

9/12/06 06:01

Regína

Hugsa sér, það er hægt að lesa allt þetta félagsrit til enda án þess að verða leiður eða fara að hugsa um annað. Kannski ekki í fyrstu tilraun, en í alvöru...

9/12/06 06:02

Upprifinn

allir sem lásu þetta félagsrit til enda mega senda mér dónalegann einkapóst í anda Úlfamannsins.

9/12/06 06:02

Heiðglyrnir

Jújúogseisei þetta smellpassar....Hmmm.

9/12/06 08:01

Jóakim Aðalönd

Þetta eru andstæður samt sem áður...

9/12/06 10:00

Jarmi

Sammála þér Vamban. Algjörlega.

Vamban:
  • Fæðing hér: 7/4/04 18:30
  • Síðast á ferli: 28/6/22 15:34
  • Innlegg: 191
Eðli:
Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
Fræðasvið:
Admiral, mútuþægni, spilling, kvennafar og kóbaltbæting landbúnaðarafurða.
Æviágrip:
Stórmyndarlegur og hefur alltaf verið það.