— GESTAPÓ —
Vamban
Friðargæsluliði.
Fastagestur.
Sálmur - 9/12/05
Fyrsta lag Landbúnaðarráðuneytis pönkhljómsveitarinnar Eyðublað Nr. 566

í gærkvöldi náðum við í Pönkhljómsveitinni Eyðublað Nr. 566 að klára okkar fyrsta lag. Enn eru skiptar skoðanir um titil lagsins en textinn er þó klár og er hann eitthvað á þess leið:

Rúllubaggi og beljuklauf,
fjóshaugur í hita
Opið klóak í bæjarlæk,
heimsætan rimur

Dauð rolla
dauður hestur
dauður grís
sjálfdauður bóndi uppá heiði

Bændaalmanakið brennur,
traktor út í skurð
Rekaviður og gaddavír
súrheysturn í logum

Lambaskítur
Beljuskítur
Hestaskítur
Mannaskítur

Dauð rolla
dauður hestur
dauður grís
sjálfdauður bóndi uppá heiði

   (28 af 31)  
9/12/05 20:01

B. Ewing

Lifi landbúnaðurinn!

9/12/05 20:01

Lopi

Þetta er hörmung. Þú ert sannur ræfill Vambann minn.

9/12/05 20:01

Heiðglyrnir

Það var lagið....Hr. Vamban.....Íhaaaaa Skál....[setur Clash á fóninn]

9/12/05 20:01

Offari

Þú hefur greinileg verið búinn að kynna þér hin ýmsu landbúnaðarstörf áður eb þú ortir þetta.

9/12/05 20:01

Þarfagreinir

Þetta minnir um margt á Hávamál, svo stórbrotið er það.

9/12/05 20:01

Ívar Sívertsen

Nú vantar bara leðurlíkisfötin, barmmerkin og hanakambinn

9/12/05 20:01

Anna Panna

[Setur öryggisnælu í nefið og kúkar á kerfið] Þetta er alveg Magnað.

9/12/05 20:01

Skabbi skrumari

Rokk on...

9/12/05 20:01

Tigra

[Kúkar á kerfisfræðinga]

9/12/05 20:01

Golíat

Ótrúlega ósmekklegt eins og ugglaust var lagt upp með.

9/12/05 20:01

Ormlaug

Deyr fé, deyja bændur

9/12/05 20:01

Don De Vito

Djúpt...

9/12/05 20:01

Fuglinn

Þetta er einlægt og fallegt.

9/12/05 20:02

Finngálkn

Þú ert sem sagt þriðji meðlimur súkkatsins... Þeir eru samt meira í bændapönkinu... Lifi rollurokkið...

9/12/05 20:02

víólskrímsl

Rokk and ROLL

9/12/05 20:02

Hakuchi

Þetta er Megas á spítti beibí.

9/12/05 21:00

Jóakim Aðalönd

Frekar á Sinnepsgasi held ég. Nú vantar bara lagið.

9/12/05 21:00

Kargur

Fer þetta ekki beint í handbók bænda?

9/12/05 21:00

blóðugt

Látiði Bubba semja lagið.

9/12/05 22:00

Jóakim Aðalönd

Nei, ekki gera það, þar sem hann er gersamlega ömurlegur lagahöfundur eftir að hann hætti í dópinu.

9/12/05 22:01

blóðugt

Það er rétt hjá þér Jóakim.

9/12/05 23:00

Hakuchi

Þá er um að gera að koma honum á dópið aftur.

Fellum Bubba.

Vamban:
  • Fæðing hér: 7/4/04 18:30
  • Síðast á ferli: 28/6/22 15:34
  • Innlegg: 191
Eðli:
Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
Fræðasvið:
Admiral, mútuþægni, spilling, kvennafar og kóbaltbæting landbúnaðarafurða.
Æviágrip:
Stórmyndarlegur og hefur alltaf verið það.