— GESTAPÓ —
Vamban
Friðargæsluliði.
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/05
Pönkhljómsveit Landbúnaðarráðuneytisins

Nokkrir starfsmenn landbúnaðarráðuneytisins hafa stofnað pönkhljómsveit og hyggja á linnulausar æfingar í kjallara þess á næstunni.

Á trommur er Skefill úr bókhaldinu, á bassa er Phak sem skúrar hjá okkur og á gítar er Elsa matráðskona. Sjálfur syng ég auk þess að semja lög og texta.

Enn á þó eftir að finna nafn á sveitina en við höfum þó náð að fækka mögulegum hljómsveitarnöfnum niður í eftirfarandi:

Nárinn fretar
Horsultan
Súkkulaðiborinn
Sveitt skinka
Framsókn
Súrheysturninn
Görn
Sjúddirarírei
Hnakkaspik
Formalín í kók
Úlfaldatá
Rörtöng
Hylkoka
Dritsviði
Eyðublað Nr. 566
Ginga Gang Gúllí
Lotugræðgi
Fótsveppur

og að sjálfsögð

Admiral (uppáhaldið mitt)

   (30 af 31)  
9/12/05 12:02

Offari

Að sjálfsögðu vel ég Framsókn.

9/12/05 12:02

Hakuchi

Hvað með Rúllubaggarnir?

9/12/05 12:02

Vamban

Rúllubaggarnir er of líkt Rolling Stones.

9/12/05 12:02

Ívar Sívertsen

ÉG mæli með Eyðublaði nr. 566

9/12/05 12:02

Hakuchi

Það er reyndar rétt hjá þér Vamban.

Ég veit: Tuddarnir.

9/12/05 12:02

Vamban

Tuddarnir er nafnið á Bocchia liðinu okkar.

9/12/05 12:02

Hakuchi

Fyrirgefðu Vamban minn. Ég hef bara svo gaman að finna nöfn á hljómsveitir.

Tarfarnir? Torf? Tað? Massi Fergusson? Hrífa? Skita? Smalamenn? Landi og svínið? Gargandi geltirnir? Grísastappa?

9/12/05 12:02

Haraldur Austmann

Vömb.

Vantar ykkur ekki harmóníkuleikara? Svona í gömlu dansana.

9/12/05 12:02

Vamban

Nikka með óverdræfi? það gæti nú alveg hugsast. Komdu á eins og eina æfingu Halli minn og við sjáum hvort við "djellum" ekki.

Ekkert að fyrirgefa Hakuchi minn. Skita er fínasta nafn.

9/12/05 12:02

B. Ewing

Ég verð að mæla með nafninu Sveitt skinka. Það er dálítið pönkað fyrir minn smekk.

9/12/05 12:02

Hakuchi

Hvað með: Skósveinar skúrksins?

9/12/05 13:00

Ívar Sívertsen

EN hvað með Skotnir Sviðahausar?

9/12/05 13:00

Vamban

Hilmar gamli starfsmannastjóri stakk upp á pungsig. Það er pönk í því.

9/12/05 13:00

Kargur

Svíddir moðhausar.

9/12/05 13:01

Jóakim Aðalönd

Dritsviði er fínt nafn.

9/12/05 13:01

Tigra

Bremsuför.

9/12/05 13:01

Vamban

Karlakór ráðuneytisins heitir reyndar Bremsuför.

Vamban:
  • Fæðing hér: 7/4/04 18:30
  • Síðast á ferli: 28/6/22 15:34
  • Innlegg: 191
Eðli:
Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
Fræðasvið:
Admiral, mútuþægni, spilling, kvennafar og kóbaltbæting landbúnaðarafurða.
Æviágrip:
Stórmyndarlegur og hefur alltaf verið það.