— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 9/12/03
Hótel Gestapó

Bara rétt ađ minnast á hvernig Gestapó er uppsettur.

Goggurinn vakti mig af vćrum blundi fyrir skömmu, ţegar hann hafđi ađ orđi ađ einn ţráđurinn vćri orđinn frekar stökkbreyttur. Ţađ fékk mig til ađ hugsa ađeins minn gang og minnast ţeirra tíma ţegar hćgt var ađ halda uppi vitibornum samrćđum án ţess ađ ţrćđirnir fćru á flakk um eitthvađ allt annađ og léttvćgara. (tek ţađ fram ađ ég hef ekki alltaf veriđ skástur í ţessu flakki).

Ţá ákvađ ég ađ lesa forsíđu Gestapó, en ţar er skýrt tekiđ fram hvernig Ritstjórar Baggalúts hafa hugsađ sér Gestapó:

<b> Almennt spjall</b>
<i>Í guđs bćnum gćtiđ háttvísi - og vottur skynsamlegra umrćđna vćri líka vel ţeginn. </i>

<b>Efst á baugi</b>
<i>Allt slúđur og umrćđur um ţađ sem efst er á baugi hverju sinni á heima hér. </i>

<b>Umvandanir, ábendingar, tilmćli</b>
<i>Allt sem tengist tćknilegum vandkvćđum, útliti og notkun vefsins á heima í ţessum flokki - annađ ekki. </i>

<b> Baggalútía</b>
<i>Allt sem snýr ađ Baggalútíu, hinni vćntanlegu útópíu fastagesta Baggalúts, má rćđa hér. </i>

<b> Fyrirspurnir</b>

<b>Nýall, stjarnvísi og kóbalt</b>
<i>Umrćđur sem snerta alheimsvitundina, samskipti viđ ađrar lífstjörnur og stjörnusambandsstöđvar. </i>

<b>Kveđist á</b>
<i>Hér má kasta fram fyrripörtum, níđvísum eđa öđrum ţeim kveđskap sem ţykir svara verđur. </i>

<b>Ţýđingar, speki og orđsnilld</b>
<i>Lumar ţú á ljóđaţýđingu, algildri speki eđa fögrum orđaleikjum. Ţetta er stađurinn. </i>

<b>Sögur, gátur, leikir og dćgradvöl</b>
<i>Hér má skrifa saman sögur, birta orđaleiki, gátur eđa annađ sem hresst gćti upp á hversdag lesenda. </i>

Ađ mínu mati eiga gestir Baggalúts - <i>jú viđ erum gestir og hótel okkar er Gestapó</i> - ađ fylgja ţessum reglum í hvívetna og ekki síst nú ţar sem Baggalútur sjálfur fer ađ opna aftur og fleiri gestir eiga eftir ađ ráfa inn í hóteliđ okkar.

Međ kćrri kveđju
Skabbi skrumari

   (158 af 201)  
6/12/04 11:02

Smábaggi

Einmitt ţađ. Samt hálfvitalegt ađ byggja meira en helming félagsritsins síns á orđum annarra.

1/12/05 03:01

Skabbi skrumari

Smábaggi takk fyrir ađ lesa ţetta... ég sakna ţín...

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 26/2/19 13:32
  • Innlegg: 6954
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...