— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Sálmur - 5/12/07
Nokkrar bćndavísur

Ég hef í gegnum tíđina ort nokkrar bćndavísur... hér eru ţćr helstu:

*-*-*

Ef ađ bölvar bóndalurkur
brugđist hefur sumarsţurrkur.

*-*-*

Ţegar bóndans ţornar kútur
hann ţenur sig sem geldur hrútur

*-*-*

Fjallabóndi fer á tinda
finni hann ekki leifar kinda.

*-*-*

Bóndinn fer í föđurland
svo frjósi ekki gulnađ hland.

*-*-*

Ţegar laugast bóndinn ber,
bolinn sunda, frú úr fer.

*-*-*

Ef ađ sinu borđa'ei beljur,
bóndi mun hratt súpa hveljur.

*-*-*

Hvítni mjög í hćstu tindum,
hleypur bóndi'á eftir kindum.

*-*-*

Ef hrímfannirnar heiđar prýđa
hlćr ţá bóndi'og dettur í'đa.

*-*-*

Ţegar brimiđ lemur látra,
lömbum bóndinn fer ađ slátra.

*-*-*

Ţegar bónda ţrautir kvelja,
ţćgur verđur eins og belja.

*-*-*

Ţegar kindur ţjóta'á heiđi
ţvćlist bónd'í laxaveiđi.

*-*-*

Ef á bónda baular kýrin
blotnađ hefur ţurra mýrin.

*-*-*

Ef birtist fólk á bćjarhlađi
bóndi fer í sokk međ hrađi

*-*-*

   (34 af 201)  
5/12/07 22:02

Grýta

Ţessar eru hver annarri flottari.
8, 9, 11 og 13 finnst mér smellnar.

5/12/07 22:02

Lopi

Ehemm. Mýrar geta aldrei orđiđ ţurrar.

5/12/07 22:02

Garbo

Skemmtilegur kveđskapur.

5/12/07 22:02

Ívar Sívertsen

Góđur!

5/12/07 23:00

hlewagastiR

Nr. 4 er best. Ţó má vera ađ hún höfđi eingögnu til mín vegna einhvers ţveitiblćtis í mér. Og eftir á ađ hyggja: gulnar hland? Er ţađ ekki alltaf jafn og ţegar ţví er migiđ? Gerist ţađ bara ef pissandinn var ekki í föđurlandi međan hlandiđ safnađist upp í blöđrunni. Eđa á hann ađ míga í föđurlandiđ til ađ varna frekari gulnun hlandsins? Hvađ sem ţví um líđur ţykir mér vísan skemmtileg. Ég játa ţađ.

5/12/07 23:00

Andţór

[Klappar]

5/12/07 23:00

Jóakim Ađalönd

Salút!

5/12/07 23:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Vel ađ verki stađiđ. Lengi lifi íslenzki bóndinn - bezti bóndi í heimi.

5/12/07 23:01

Skabbi skrumari

Jú Lopi... ef ţćr hafa ţornađ... [glottir eins og fífl]...

5/12/07 23:01

krossgata

Mér finnst best ţessi um kvalinn bónda og síđan ţessi síđasta um gestrisni bónda.

5/12/07 23:01

Galdrameistarinn

flottur ađ venju Skabbi.

5/12/07 23:01

Vladimir Fuckov

Skál !

5/12/07 23:01

Skabbi skrumari

Ef bóndnn ferskur bćinn málar
bjórinn drekkur - og svo skálar.

6/12/07 01:01

Nermal

Flott..... bara flott

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 29/8/22 11:54
  • Innlegg: 6959
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...