— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Sálmur - 2/11/06
Gagnvirkur sálmur III - Gestapóavísur

Fyrir þá sem fá alldrei vísur um sig og svo náttúrulega hina sem vilja fá fleiri vísur um sig, þá hef ég stofnað hér félagsrit sem ort verður jafnóðum næstu daga... allavega meðan það er á forsíðunni og ég kemst til þess að yrkja... Að þessu sinni mun ég yrkja vísu um þá sem svara í orðabelgjum, eina vísu á mann og mega menn velja hvort þeir vilja lof eða níð (látið þess getið í orðabelg hvora tegundina þið viljið)...

Krossgata (lof):

Krossgata með kerskni ljúfa
kann að yrkja stuðlabrag.
Ljótu vill hún ljóðin kljúfa
hún lífgar upp hér sérhvern dag.

Regína (lof): of sein að biðja um níð

Regína með rím og spuna
reysir alldrei grátursvegg.
Spyr oft eftir spurninguna
spælir ekkert - nema egg.

Fíflagangur (lof og níð): það má sko biðja um bæði í einni vísu

Fíflagangur flyðruglyðra.
Frávita - svona eins og gengur...
Skelfilega skrítinn - syðra
skottudúlla - góður drengur...

Útvarpstjóri (lof): Hann fær bara lof fyrir að ögra mér... hehe

Útvarpstjórinn elskulegi
yndislegur á björtum degi.
Hjartans ljós á himnavegi
hverfir þú þá myndast tregi.

Ívar (níð): Það verður að vera níð fyrst þú vilt fá fjöruga vísu

Ívarinn svífur sem fögur fluga
fyndinn hann þykir jú stundum.
Gleypti víst allt þetta grín hjá huga*
gáfnaljós er þar á fundum.

*hugi.is notabene, vona að ég hafi ekki farið yfir strikið þarna

Játvarður (lof): Hann þarf á því að halda strákurinn

Ég játa það Játvarður minn
jólasveinn kemur brátt inn
í gegnum blindsnjóinn
og gefur í skóinn
og kyssir þig svo ljúft á kinn.

Anna Panna (níð): ég var að spá í: Anna Panna, pottur og kanna... en hætti við það

Kannan hún er kjaftagleið
kaldlynd - engu leynir.
Hangir bara hér í neyð
hún oft Þarfa-greinir.

Galdrameistarinn(lof): Kallinn... hann fær sko lof..

Kverúlant á Kaffi Blút
Kallinn allir þekkja.
Bráðskarpur á Baggalút
barlóm kann að drekkja.

Vladimir (lof og níð): Þessi var erfið...

Krúttubolla, Kóbalt níðir
kann ekkert á tímavjel.
Óvini samt alltaf hýðir
engan fremri hjer jeg tel.

Tigra (lof): Lof skal það vera, Gestapóskt að sjálfsögðu...

Tigra með sínar tæru klær
tætir færeyinga.
Feldur mjúkur, blár er blær
blíð er tígran slynga.

Tina (lof): Oflof skal það vera...

Himnasending hitti ég
hér á lútnum fína.
Ætíð er hún yndisleg
elsku litla Tina.

Skabbi (níð): hvað er þetta fífl að þvælast í eigin félagsriti?

Drykkjurútur dasaður
drulluskítablesi
Heilablöðku brasaður
blútsins drullupési.

Golíat (níð): Hann fær að sjálfsögðu níð í boði hússins... og ég skal sleppa að minnast á frams***

Golíat sem gengur veg
gapir - ó allt masið.
Hárkollan er hlægileg
en hlægir mest þó fasið.

Jarmi (níð): Níð skal það vera... rímið sagði mér að gera það...

Djöfull hvað nú datt hér út
úr djúpum beljuþarmi.
Skelfdan sá þar skrattakút
já skakkur er hann Jarmi.

Offari (lof): Lukkutröllið okkar fær að sjálfsögðu lof...

Glæsilegt sést grænt eitt tröll
glatt er hjá Offara.
Þá heyrast gjarnan hlátrasköll
og hreinsast burtu mara.

Dula (lof og níð): Ég blanda þessu bara saman, því miður bara ein vísa á mann...

Dimm og björt, sem soðið svín
sæt er stúlkan Dula.
Útgangsróni, er þó fín
elsku fíflið gula

Upprifinn (níð): Hann neyddi mig til að níða sig eða er þetta lof?...

Læðist hér um lítil fló
það ljóta Uppakríli.
Saurgerlanna saurugt kló-
settið er þitt skýli.

Herbjörn (oflof): Ég valdi lof fyrir Herbjörn biskup, maður níðir ekki biskupa svona opinberlega...

Hallelúja - helgur maður
er Herbjörn biskup góður.
Ávallt hann hér glottir glaður
gáfaður og rjóður.

Álfelgur (lof): Lof skal það vera... ég var að spá í að fjalla um mafíósataktana... en hætti við...

Stúlkan með beitt stuðlanef
stóðst próf við að yrkja.
Gengur hér létt glaðbeitt skref
og gáfur kann að virkja.

Kargur (níð): Hringhent níð á vel við...

Alltaf Kargur kvart fram ber
sem kallinn argur sannar.
Sífellt vargur vælir hér
ver en margur annar.

Ríkisarfinn (níð): Ég reyni að jafna út lof og níð svona í heildina séð, ef ég fæ að velja...

Ríkisarfinn, rámur, ljótur
rænulaus á fjalli
Lyginn er og lastafljótur
sá leðurkrumpuskalli.

Huxi (níð): Hann fær að sjálfsögðu níð, sérstaklega fyrir að hleypa færeyingnum í tölvuna...

Huxi sem er hálfófrýnn
hér í augun stingur.
Ástmaður hans er samt fínn
en aumur færeyingur.

Tumi Tígur (níð): Ég vona að ég verði ekki rifinn á hol fyrir þetta níð...

Vildi Tumi verða köttur varð þó bara:
rófuleysa, rakkaþvara
sem rónar jafnt og börn á stara.

Z.Natan (níð): Hvernig er hægt að níða Herra Z... þetta var erfitt og ég stóð ekki undir væntingum en læt það flakka...

Natan Z. magra mey
merar tætir þökur.
Satan yrkir gegnum grey
gljúpar djöflastökur.

Hexía (lof): Vel valið, það fer mér líka illa að yrkja níð um dömur eins og sést kannske á einhverjum vísum hér fyrir ofan... (samanber vísan um Huxa)

Málvilt læra lexíu
-liðar hjá þér ný-.
Ég heilsa kátur Hexíu
og hræri kakó í.

Billi Bilaði (lof): Ætli sá bilaði fái ekki bara bilað lof...

Spekingur sem spilar
og spókar sig sem steik.
Hann Billi alldrei bilar
í brag og dagsins leik.

Limbri (lof): Mér dettur ekki í hug að semja níð um Limbra kallinn...

Hann Limbri kann að fegra fund.
[fær sér svo í nefið].
Að efla gleði alla stund
er ekki mörgum gefið.

Reynir (á ekkert skilið): Þetta er nú bara einhver kjáni (hugsanlega alteregó) sem þykist vita betur en aðrir, en segir alldrei neitt sjálfur nema eitthvað niðrandi um félagsrit... lægst tilveruforma á Gestapó og því á þetta viðrini ekki skilið að fá vísu

Grýta (lof og níð): hmmm... mafíutengt... já smá... hehe

Drápsfíkill og dómhörð er
djöfull lúmsk í fasi.
Í skarpskygni hún fremst hér fer,
-fullgóð er í þrasi.

Kolfinnur (oflof): Er þetta nokkuð níð?

Kolli saurlífseggjadrós
sífellt gerist verri.
Sjaldan yrkir undir rós
ekta gamall perri.

Salka (lof): Salka fær lof...

Salka fína -firsk er vest-
í flottum stökum frjó.
Stúlkan alltof sjaldan sést
sveima'um Gestapó.

Feministi (lof og níð): Reyni að blanda... það er verst að þegar maður blandar hrósi og níð, þá kemur það alltaf út sem algjört níð...

Feminsti- beljan blíða
bifukollan létta.
Í rifrildunum rám að stríða
ráð best kann að flétta.

Heiðglyrnir (lof): Þú færð lof... aðeins ein á mann...

Heiðglyrnir í herklæðunum stekkur.
Rósakvæðin létta lund
leiðindin hann slekkur.

Litla Laufblaðið (lof): Lof skal það vera... þú færð stuðlaða hæku...

Litla Laufblaðið.
Fersk sem vorið - fagurgræn
fuglar syngja hátt.

Amelia (níð): Þú átt sjálfsagt ekki skilið níð, en fyrir slæma mætingu þá færðu veikt níð.... hehe...

Hundskastu til að heimækja
heimabólið okkar.
Allstaðar er orðflækja
ótal margir flokkar.

Texi Everto (níð): Smá níð, gagaravilla færðu kúreki góði...

Texi þú ert beljublók
baunaæta, nautatík.
Í föðurlandsins brúnni brók
baklandsvega ertu frík.

Jóakim (lof): Lof skaltu fá... á þinn hátt...

Aurapúki ertu kæri
ert ei vanur normi.
Yndislegt þitt andalæri
ofnbakað í formi.

Furðuvera (lof): Auðvitað áttu skið lof...

Furðuveran filmusnjalla
flottar tekur myndir.
Alltaf klár hún er að bralla
í Undirheimum syndir.

Albin (lof): Hvernig yrkir maður hlutlaust?...

Albin hann er alkavinur
Ákavítis brallari.
Í orðaflaumi alldrei linur
enginn finnst hér snjalliri.

***********************
Jæja... þá er það komið... vonandi er enginn ósáttur við sínar vísur, misvel upplagður þegar ég var að yrkja...

   (46 af 201)  
2/11/06 05:01

krossgata

Hmmm. Ég er í skapi fyrir lof.
[Ljómar upp]

2/11/06 05:01

Regína

Ég er lítið fyrir níð, eins og þú veist ...
En hver á að lofa eða níða Skabba?

2/11/06 05:01

Regína

Andþór var búinn að því. [ Ljómar upp ]
En fyrst ég er með tvo belgi, þá þoli ég kannski pínulítið níð ...

2/11/06 05:01

Fíflagangur

Viltu koma með hvoru tveggja, elsku karlinn?

2/11/06 05:01

Útvarpsstjóri

Mér er nokk sama hvort þú lofar mig eða níðir, ekki mark á þér takandi hvort eð er. [glottir eins og fífl]

2/11/06 05:01

Ívar Sívertsen

Væri ekki ráð að skrifa eitthvað fjörugt um mig?

2/11/06 05:01

Játvarður

Ég er nýr og þarf á uppbyggilegum kveðskap að halda.

2/11/06 05:01

Anna Panna

Birtist hér blíð,
bið þig um níð,
Skarpmon, á ská,
skjóttu mig á!

2/11/06 05:01

Galdrameistarinn

Og hvar er ég eiginlega?
[Strunsar út og skellir á eftir sér]

2/11/06 05:01

Vladimir Fuckov

Oflofi vjer aldrei höfum
algjörlega hafnað.
Höfnum ekki háðsins gjöfum,
hjer skal níði safnað.

2/11/06 05:01

Tigra

ÉG ÉG!
Lof takk. Ég þarf ekki á níði að halda akkúrat núna.

2/11/06 05:01

Tina St.Sebastian

Ég skal þiggja oflofskvæði. Nú, eða níðvísu,svona eftir því hvernig liggur á þér.

2/11/06 05:01

Skabbi skrumari

Ég ætla að taka mér spá smásu núna... orðinn eitthvað ro svuglaður... Tina og þeir sem á eftir koma fá vísur í seinni umferð... Skál...

2/11/06 05:01

Golíat

Þigg hvort sem þér þóknast, þó níðið sé vonandi betur við hæfi.

2/11/06 05:01

Jarmi

Skál gamli grútarpungur.

2/11/06 05:01

Offari

Mér veitir ekki af smá lofi. Þú veist vel að ef ég fæ níð frá þér svara ég ég í sömu mynt.

2/11/06 05:02

Dula

Já þú segir nokkuð, ég vil lof og níð. Helst tvær vísur ef ég má gerast svo frek.

2/11/06 05:02

Upprifinn

ef þú yrkir um mig lof
ekki vel þig þekki
verði níði nokkuð rof
nú mig á því svekki

2/11/06 05:02

Herbjörn Hafralóns

Hér má panta lof og last,
langi þig í bögu.
Skabbi getur skotið fast
og skáldað lygasögu.

2/11/06 05:02

Offari

Takk fyrir mig.

2/11/06 05:02

Álfelgur

Ég panta eitt stykki lof!

2/11/06 05:02

Kargur

Gæti ég fengið níð?

2/11/06 05:02

Ríkisarfinn

Með hverju mælir þú, lofi eða lasti, æji veldu bara annaðhvort.

2/11/06 05:02

Dula

Tkk kærlega fyrir mig.

2/11/06 05:02

Huxi

Það er alltaf sama sagan, ekkert skrifað um mig. Það hefði nú mátt sjóða niður svo sem eina níðvísu. [Strunsar út með hæla og hurðaskellum]

2/11/06 05:02

Huxi

Vertu ekkert að taka þetta nærri þér. Hann lætur alltaf svona þegar ég hef unnið hann í hornaskák.
Kveðja; Færeyingurinn.

2/11/06 06:00

Tumi Tígur

Þetta er alger snilld.

Ég væri til í að sjá eins og eitt níð um mig, ef þú vildir vera svo vænn.

2/11/06 06:00

Golíat

Þakka þér Skabbi. Annars er vísan um þig lang best. Engin tæpitunga þar.

2/11/06 06:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég legg aldrei neitt til málanna á "Skammast í bundnu"-þræðinum, svo nú er tækifærið - ég vil gjarna fá almennilegt níð.

2/11/06 06:00

Hexia de Trix

Ég er alveg handviss um að það er ekkert nema gott um mig að segja, svo ég bið auðmjúklega um lof. [Glottir]

2/11/06 06:01

Billi bilaði

Vísur yrkir Skabbi skrum,
skondið verður ritið.
Skvísur blikka rogginn rum,
rjóður herðir stritið.

2/11/06 06:01

Limbri

Alveg er þetta glæsilegt hjá þér minn kæri.

Er mögulegt að kreista út nokkur orð um vesalinginn mig?

Skál gamli vin.

-

2/11/06 06:01

Reynir

Leonice semur betri texta en Skabbi.

2/11/06 06:01

Grýta

Snilldar vísur! Skál!

Lof og níð, níð og lof. Má hún vera Mafíu tengd?

2/11/06 06:01

kolfinnur Kvaran

Hvað er að ske?

2/11/06 07:00

Salka

Ef þú yrkir um mig, þá yrki ég um þig.

2/11/06 07:00

feministi

Ágæti Skabbi
Þar sem mér hefur alltaf þótt þú með eindæmum góður gestapói og í raun fyrirmynd allra nýliða, væri mér sannur heiður ef þú gætir fundið hjá þér þörf til að setja saman víkukorn um mig. Ég skal launa þér ríkulega með ákavíti og öðru góðgæti. Hvort vísan er níð eða lof skiptir ekki megin máli, kannski væri mátuleg blanda af góðu og slæmu einnmitt við hæfi.

2/11/06 07:01

Heiðglyrnir

Skabbi að gera það sem hann gerir best. Þjappa saman Gestapóum með leiftrandi lofgjörð eða blíðlegu níði, fléttuðu saman af hans endalausa andríki og kúnstarinnar reglum bragfræðinar. Húrra fyrir Skabba. <Þú velur bara sjálfur fyrir mína hönd en í guðanna bænum ekki nota Glyrnir eða Riddari sem rímorð og vinur minn kær, vikhendur mættu það vera tvær>

2/11/06 07:01

Litla Laufblaðið

Má ég fá vísu? Annars er þetta stórkostleg lesning. Duglegur ertu nú!

2/11/06 07:01

Limbri

Kærar þakkir fyrir vísuna um mig. Hún er yndisleg.
Alltof góð fyrir svona ræfil eins og mig.

Þína skál og ferfalt húrra!

-

2/11/06 07:01

Amelia

Þetta eru glæsilegar vísur. Treystirðu þér til að skrifa um mig þó ég hafi lítið haft mig í frammi?

2/11/06 07:01

Texi Everto

Það verður að vera gagaravilla fyrir mig. <Ljómar upp>

2/11/06 08:00

Jóakim Aðalönd

Þegi þú Skabbi!

2/11/06 08:01

Furðuvera

Ég veit að ég á ekki skilið neitt lof, óharðnaður unglingurinn sem enginn þolir, en ég ætla samt að heimta það!

2/11/06 09:02

albin

Bara hlutlaust. Ég á ekki lof skilið og níð er óþarft...

2/11/06 10:00

Salka

Takk fyrir mig Skabbi!

Nú á ég bara eftir að efna minn hluta og yrkja vísu um þig.

2/11/06 10:00

Salka

Meistarinn hann mælir vel
mögnuð kvæði um gesti.
Ef ég hjá Skabba um dægur dvel
drjúgt yrði mitt veganesti.

2/11/06 13:01

Skabbi skrumari

Takk fyrir það Salka... og þið öll fyrir að taka þátt í þessu með mér... Skál

Skabbi skrumari:
  • Fæðing hér: 11/8/03 13:32
  • Síðast á ferli: 29/8/22 11:54
  • Innlegg: 6959
Eðli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikið drykkjudýr drekkur Ákavíti Með friðargæslu gerir hann grikk þá ljótukalla hákarla að kæsa kann og kasta upp á hjalla
Fræðasvið:
Er smáfróður um allt, en stórfróður um fátt. Þykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítið um allt...
Æviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stað brjóstamjólkur, auk þess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Þótti frekar lítill og óárennilegur í æsku og á harðindatímum seinustu aldar lá við að Skabbi myndi ekki hafa það af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn að laumast í hákarlalýsistunnuna út við verkfæraskúrinn og hafði Vargur Vésteins skilið eftir opna Ákavítisflösku ofan við tunnuna og hafði hún lekið í heilu lagi niðrí tunnuna... Fyrir vikið smakkaði hann Lýsisblandað Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk þess sem það fór að renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níðvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir það... Hefur löngum þótt ódæll og erfiður viðureignar en fékk þó sökum klækja og mútubragða Friðargæslustól hér á Gestapó og notar hann öll tækifæri til að misnota þá aðstöðu. Hann Skabbi er einnig þekktur fyrir að misnota kvæði sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvæðaníðing hinn versta... auk þess sem það er fáheyrt að annað eins skrípi geti ort kvæði sem getur ekki komið frá sér óbrenglaðri setningu... Húmor takmarkaður, en húmorast þó. Æviágripið er í sífelldri endurnýjun...