— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Dagbók - 1/11/06
Hagyrđingamót í kvöld !

Hagyrđingamót verđur í kvöld, föstudaginn 16. nóvember klukkan 21:00-23:00 (og lengur fyrir ţá sem nenna)... <br /> Ekki er nauđsynlegt ađ vera drukkinn á mótinu, en ţađ er eigi ađ síđur ćskilegt...<br />

Umfjöllunarefnin ađ ţessu sinni eru:

*******************************************

1: Kynning og upptalning eigin ágćtis.

2: Vinsćldakosning, fólk má ţessvegna fjalla um: Eftirlćtis Gestapóann,
Skáldjöfur Baggalútíu, Mesta laumupúkann, Mesta sjentilmanninn, Mestu dömuna, Orđheppnasta Gestapóann, Mesta krúttiđ, Besta nýliđann, Frumlegasta Gestapóann, Mesta drykkjurútinn eđa Sýruhaus Baggalútíu.

3: Fjölgun í Baggalútíu: Lofkvćđi um Bebe.

4: Spádómur um Árshátíđina: Hverjir fara á kostum, hver drekkur yfir sig, hver mćtir í startrek búningi, myndast svarthol á karlaklósettinu, verđur mikil fjölgun innfćddra Gestapóa ţann sautjánda ágúst á nćsta ári?

5: Gestapó: Hvađ er svona merkilegt viđ ţađ?

6: Ég er kominn međ leyniefni sem verđur tilkynnt í kvöld - spennandi eđa hvađ?

*******************************************

Fólk er hvatt til ađ fara út fyrir efniđ og finna nýja vinkla á ţessi umfjöllunarefni, einnig er fólk hvatt til ađ svara vísum annarra ef ţau eru svaraverđ... Ţess skal getiđ ađ mótstjóri mun ađ öllum líkindum reyna ađ svara einhverjum vísum međ vísum...

Móti mun ljúka um klukkan 23:00, en ţađ óvenjulega viđ ţetta kvöld verđur ađ menn mega halda áfram ađ kveđa fram á nótt. Mörkin eru ţó sett viđ 1:30 og hvet ég fólk til ađ halda sig viđ ţađ

Skál og sjáumst í kvöld..

Mótsstjóri: Skarpmon Skrumfjörđ...

   (49 af 201)  
1/11/06 16:02

Skabbi skrumari

Ţađ er byrjađ...

1/11/06 16:02

Andţór

It´s on...

1/11/06 16:02

Billi bilađi

Hvađ er byrjađ? <Klórar sér í höfuđstafnum>

1/11/06 17:01

Vestfirđingur

Var ađ koma úr helgarverzlunarferđ. Ţeir voru međ Ákavíti á tilbođi í Kaupfélaginu í Skálmarnesmúla. Níu hundruđ kall fyrir lítrann. Hefur bara aldrei ţótt ţađ gott. Ţví miđur.

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 26/2/19 13:32
  • Innlegg: 6954
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...